Trans kona dæmd fyrir nauðganir tekur dóminn út í karlafangelsi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 23:51 Isla Bryson, áður Adam Graham á leið sinni að dómstól í Glasgow. Andrew Milligan/PA Images via Getty Trans kona í Skotlandi var í vikunni fundin sek um að hafa nauðgað tveimur konum áður en hún kom út úr skápnum. Eftir að dómurinn féll var hún flutt í kvennafangelsi en yfirvöld segja hana ekki munu verða vistaða þar, hvorki til skemmri né lengri tíma. Hin 31 árs gamla Isla Bryson var sakfelld fyrir að hafa nauðgað tveimur konum í Glasgow árin 2016 og 2019. Þegar hún var handtekin og ákærð gekk hún undir nafninu Adam Graham en kom út úr skápnum á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Eftir að dómur féll var Bryson flutt í Cornton Vale kvennafangelsið í Skotlandi en sú ákvörðun vakti harða gagnrýni. Sá Nicola Sturgeon forsætisráðherra sig knúna til að grípa inn í og stíga fram og lýsa því yfir að Bryson myndi ekki afplána dóm sinn í kvennafangelsinu. Að sögn saksóknara níddist Bryson á konum í viðkvæmri stöðu en hún neitaði sök fyrir dómi og sagðist aldrei myndu gera flugu mein. Eiginkona Bryson hefur stigið fram og greint fjölmiðlum frá því að hún telji yfirlýsingar Bryson um kynvitund sína ekkert annað en blekkingar. Forsætisráðherrann Sturgeon var spurð út í málið í kjölfar þess að talsmaður forsætisráðherra Bretlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af því hvernig fangelsisvist Bryson væri háttað. Sturgeon sagði vistun trans einstaklinga alltaf háða persónubundnu mati en hún væri sammála þeim orðum framkvæmdastjóra Rape Crisis Scotland að það ætti aldrei að vista nauðgara í kvennafangelsi. Hún ítrekaði þó að umræðan mætti ekki verða á þann veg að konum stafaði ógn af trans konum, þótt trans einstaklingar gerðust sekir um lögbrot í einangruðum tilvikum. Skotland Málefni trans fólks Bretland Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Hin 31 árs gamla Isla Bryson var sakfelld fyrir að hafa nauðgað tveimur konum í Glasgow árin 2016 og 2019. Þegar hún var handtekin og ákærð gekk hún undir nafninu Adam Graham en kom út úr skápnum á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Eftir að dómur féll var Bryson flutt í Cornton Vale kvennafangelsið í Skotlandi en sú ákvörðun vakti harða gagnrýni. Sá Nicola Sturgeon forsætisráðherra sig knúna til að grípa inn í og stíga fram og lýsa því yfir að Bryson myndi ekki afplána dóm sinn í kvennafangelsinu. Að sögn saksóknara níddist Bryson á konum í viðkvæmri stöðu en hún neitaði sök fyrir dómi og sagðist aldrei myndu gera flugu mein. Eiginkona Bryson hefur stigið fram og greint fjölmiðlum frá því að hún telji yfirlýsingar Bryson um kynvitund sína ekkert annað en blekkingar. Forsætisráðherrann Sturgeon var spurð út í málið í kjölfar þess að talsmaður forsætisráðherra Bretlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af því hvernig fangelsisvist Bryson væri háttað. Sturgeon sagði vistun trans einstaklinga alltaf háða persónubundnu mati en hún væri sammála þeim orðum framkvæmdastjóra Rape Crisis Scotland að það ætti aldrei að vista nauðgara í kvennafangelsi. Hún ítrekaði þó að umræðan mætti ekki verða á þann veg að konum stafaði ógn af trans konum, þótt trans einstaklingar gerðust sekir um lögbrot í einangruðum tilvikum.
Skotland Málefni trans fólks Bretland Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira