„Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Sigmar Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2023 13:30 Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. Ekkert var um þetta rætt í fjárlagagerðinni og ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um heimild til sölu á þeirri ríkiseign sem flugvélin er. Eðlilega hafa áformin sem slík, og vinnubrögðin, sætt harðri gagnrýni frá Landhelgisgæslunni, vísindasamfélaginu og þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Í þessu ljósi er áhugavert að verða vitni að hvað samráðherrar dómsmálaráðherra hafa verið utan gátta og úr takti við flokksfélaga sína og samfélagið allt. Þetta var nefnilega rætt í ríkisstjórn og engar athugasemdir gerðar við áformin þar. Sennilegast er þetta skýringin á því hvers vegna ráðherrabekkurinn á Alþingi hefur verið þögull, lúpulegur og starað i í gaupnir sér undir ræðum þingmanna sem hafa fordæmt þetta, allir sem einn. Sennilega yrði tillaga um söluna felld með atkvæðum allra þingmanna nema ráðherrana tólf, væri hún borin upp í þinginu. Veiklulegt muldur í baksýnisspeglinum er ekki sannfærandi. Þetta er augljóslega partur af stærra vandamáli. Einstaka ráðherrar og stundum ríkisstjórnin öll, gengur út frá því í ýmsum risastórum grundvallarmálum að samþykki þingsins sé bara formsatriði. Það þurfi ekki einu sinni að fá heimild þingsins áður en vaðið er af stað með gassagangi, eins og dómsmálaráðherra hefur reyndar sérhæft sig í. En ríkiseigur eru hvorki keyptar né seldar nema með skýrri heimild þingsins. Vísindasamfélagið og almannavarnir hafa sem betur fer spyrnt við fæti og útskýrt vel fyrir okkur af hverju þessi flugvél skiptir grundvallarmáli. Sérhæfður tækjabúnaður er þar lykilatriði. Dómsmálaráðherra virðist ekki vita af þessum búnaði, né til hvers hann er notaður, því hann sagði orðrétt í þinginu í gær að "það vill nú svo til að það er til nóg af flugvélum í landinu." Þetta yfirgripsmikla vanmat ráðherrans á hlutverki flugvélarinnar fær mann til að halda að hann sé vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar. Án þess að sækja um heimild, að sjálfsögðu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. Ekkert var um þetta rætt í fjárlagagerðinni og ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um heimild til sölu á þeirri ríkiseign sem flugvélin er. Eðlilega hafa áformin sem slík, og vinnubrögðin, sætt harðri gagnrýni frá Landhelgisgæslunni, vísindasamfélaginu og þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Í þessu ljósi er áhugavert að verða vitni að hvað samráðherrar dómsmálaráðherra hafa verið utan gátta og úr takti við flokksfélaga sína og samfélagið allt. Þetta var nefnilega rætt í ríkisstjórn og engar athugasemdir gerðar við áformin þar. Sennilegast er þetta skýringin á því hvers vegna ráðherrabekkurinn á Alþingi hefur verið þögull, lúpulegur og starað i í gaupnir sér undir ræðum þingmanna sem hafa fordæmt þetta, allir sem einn. Sennilega yrði tillaga um söluna felld með atkvæðum allra þingmanna nema ráðherrana tólf, væri hún borin upp í þinginu. Veiklulegt muldur í baksýnisspeglinum er ekki sannfærandi. Þetta er augljóslega partur af stærra vandamáli. Einstaka ráðherrar og stundum ríkisstjórnin öll, gengur út frá því í ýmsum risastórum grundvallarmálum að samþykki þingsins sé bara formsatriði. Það þurfi ekki einu sinni að fá heimild þingsins áður en vaðið er af stað með gassagangi, eins og dómsmálaráðherra hefur reyndar sérhæft sig í. En ríkiseigur eru hvorki keyptar né seldar nema með skýrri heimild þingsins. Vísindasamfélagið og almannavarnir hafa sem betur fer spyrnt við fæti og útskýrt vel fyrir okkur af hverju þessi flugvél skiptir grundvallarmáli. Sérhæfður tækjabúnaður er þar lykilatriði. Dómsmálaráðherra virðist ekki vita af þessum búnaði, né til hvers hann er notaður, því hann sagði orðrétt í þinginu í gær að "það vill nú svo til að það er til nóg af flugvélum í landinu." Þetta yfirgripsmikla vanmat ráðherrans á hlutverki flugvélarinnar fær mann til að halda að hann sé vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar. Án þess að sækja um heimild, að sjálfsögðu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun