Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2023 10:13 Sólveig og félagar í Eflingu eru ekki sátt með framgöngu Aðalsteins í deilunni. Vísir/Vilhelm Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur í orði óskað eftir því undanfarna daga að sáttasemjari víki. Nú hefur stéttarfélagið sent formlegt erindi til sáttasemjara sem Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, ritar. Í erindinu er meðhöndlun ríkissáttasemjara á málinu rakin. Rök eru leidd að því hann hafi með framgöngu sinni gefið skýrt tilefni til að draga óhlutdrægni sína í efa. „Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína án þess að hann uppfyllti skilyrði laga um að ráðgast við Eflingu. Tillagan er efnislega samhljóða tilboði Samtaka atvinnulífsins, og kom í engum atriðum til móts við sjónarmið Eflingar,“ segir í kröfu Eflingar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Eflingu bæri að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína tafarlaust svo sáttasemjari geti látið atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna fara fram hjá öllum félagsmönnum Eflingar. Sólveig Anna segist ekki ætla að afhenda kjörskrána fyrr en Landsréttur hefur tekið málið fyrir. „Öll heildarsamtök launafólks á Íslandi hafa opinberlega gagnrýnt miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Er þar vísað til þess að ASÍ, SGS og VR hafa öll gagnrýnt tillöguna. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótel í Reykjavík hefst klukkan tólf í dag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir á átta hótelum til viðbótar auk bílstjóra hjá Samskipum og olíufélögum. Erindið í heild sinni má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Krafa_vegna_vanhæfisPDF454KBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur í orði óskað eftir því undanfarna daga að sáttasemjari víki. Nú hefur stéttarfélagið sent formlegt erindi til sáttasemjara sem Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, ritar. Í erindinu er meðhöndlun ríkissáttasemjara á málinu rakin. Rök eru leidd að því hann hafi með framgöngu sinni gefið skýrt tilefni til að draga óhlutdrægni sína í efa. „Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína án þess að hann uppfyllti skilyrði laga um að ráðgast við Eflingu. Tillagan er efnislega samhljóða tilboði Samtaka atvinnulífsins, og kom í engum atriðum til móts við sjónarmið Eflingar,“ segir í kröfu Eflingar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Eflingu bæri að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína tafarlaust svo sáttasemjari geti látið atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna fara fram hjá öllum félagsmönnum Eflingar. Sólveig Anna segist ekki ætla að afhenda kjörskrána fyrr en Landsréttur hefur tekið málið fyrir. „Öll heildarsamtök launafólks á Íslandi hafa opinberlega gagnrýnt miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Er þar vísað til þess að ASÍ, SGS og VR hafa öll gagnrýnt tillöguna. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótel í Reykjavík hefst klukkan tólf í dag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir á átta hótelum til viðbótar auk bílstjóra hjá Samskipum og olíufélögum. Erindið í heild sinni má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Krafa_vegna_vanhæfisPDF454KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira