„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2023 14:55 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Þar segir að nú þegar aukin þekking og reynsla hafi byggst upp innan stjórnsýslunnar, sé mikilvægt bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram veginn. „Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Í skýrslunni er að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila, en ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Mikilvægt innlegg í stefnumótun sem framundan er SFS segir í yfirlýsingunni sinni í skýrslunni kenni ýmissa grasa og að meðal annars séu settar fram skilgreindar ábendingar um úrbætur til þeirra stofnana sem fari með stjórnsýslu fiskeldis. „Flestar eiga þær sammerkt að hafa það að markmiði að tryggja samræmda löggjöf og framkvæmd á ábyrgðarsviðum viðkomandi stofnana og efla samstarf og eftirlit með stjórnsýslu fiskeldis, en einnig er þar að finna ábendingar sem lúta að því að hámarka heildarnýtingu eldissvæða. Að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ljóst að þessar ábendingar munu reynast mikilvægt innlegg í fyrirhugaða stefnumótun matvælaráðuneytisins um framtíð fiskeldis.“ Vísir/Vilhelm „Sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt“ Áfram segir að í gegnum tíðina hafi ótal tilraunir verið gerðar til þess að ala fisk í sjó. Ekki séu mörg ár síðan þessar tilraunir hafi farið að skila árangri og fiskeldi hafi því farið vaxandi. „Stjórnvöld hafa af þessum sökum átt verðugt verkefni fyrir höndum. Sumt hefur tekist vel, en annað síður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar beinir einmitt sjónum að því síðargreinda og það var nauðsynlegt. Nú þegar aukin þekking og reynsla hefur byggst upp innan stjórnsýslunnar, er einmitt mikilvægt bæta úr því sem aflaga hefur farið og horfa fram veginn. Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt. Ef fram heldur sem horfir, mun fiskeldi verða öflugur grunnatvinuvegur og mikilvæg stoð í efnahag og hagsæld landsins. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að vel takist til á þeirri vegferð,“ segir í yfirlýsingu SFS. Fiskeldi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Þar segir að nú þegar aukin þekking og reynsla hafi byggst upp innan stjórnsýslunnar, sé mikilvægt bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram veginn. „Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Í skýrslunni er að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila, en ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Mikilvægt innlegg í stefnumótun sem framundan er SFS segir í yfirlýsingunni sinni í skýrslunni kenni ýmissa grasa og að meðal annars séu settar fram skilgreindar ábendingar um úrbætur til þeirra stofnana sem fari með stjórnsýslu fiskeldis. „Flestar eiga þær sammerkt að hafa það að markmiði að tryggja samræmda löggjöf og framkvæmd á ábyrgðarsviðum viðkomandi stofnana og efla samstarf og eftirlit með stjórnsýslu fiskeldis, en einnig er þar að finna ábendingar sem lúta að því að hámarka heildarnýtingu eldissvæða. Að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ljóst að þessar ábendingar munu reynast mikilvægt innlegg í fyrirhugaða stefnumótun matvælaráðuneytisins um framtíð fiskeldis.“ Vísir/Vilhelm „Sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt“ Áfram segir að í gegnum tíðina hafi ótal tilraunir verið gerðar til þess að ala fisk í sjó. Ekki séu mörg ár síðan þessar tilraunir hafi farið að skila árangri og fiskeldi hafi því farið vaxandi. „Stjórnvöld hafa af þessum sökum átt verðugt verkefni fyrir höndum. Sumt hefur tekist vel, en annað síður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar beinir einmitt sjónum að því síðargreinda og það var nauðsynlegt. Nú þegar aukin þekking og reynsla hefur byggst upp innan stjórnsýslunnar, er einmitt mikilvægt bæta úr því sem aflaga hefur farið og horfa fram veginn. Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt. Ef fram heldur sem horfir, mun fiskeldi verða öflugur grunnatvinuvegur og mikilvæg stoð í efnahag og hagsæld landsins. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að vel takist til á þeirri vegferð,“ segir í yfirlýsingu SFS.
Fiskeldi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00