Meðvirkni fjölmiðla Páll Steingrímsson skrifar 9. febrúar 2023 15:01 Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum. Í júní 2021 birti Stundin frétt, og fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, um að fyrrum starfsmaður Samherja hefði verið ráðin til félags í opinberri eigu. Voru fyrirsvarsmenn þess fyrirtækis hundeltir og þráspurðir af hverju þeir væru að ráða aðila hvers nafn Stundin birti í tengslum við Namibíumálið. Því skal haldið til haga að umræddur aðili var hvorki sakborningur né vitni í því máli. Ekki á Íslandi og ekki í Namibíu. Það breytir því ekki að allt var gert til að reyna að hafa af henni starfið. Þann 7. febrúar síðastliðinn birtu svo fjölmiðlar fregnir af því að Þóra Arnórsdóttir hefði látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu og ráðið sig sem yfirmann samskipta hjá Landsvirkjun. Þóra þurfti ekki að vinna uppsagnarfrest en það sem vakti athygli mína er að fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar. Þóra hefur aldrei verið látin svara fyrir þetta og hafa yfirmenn Landsvirkjunar ekki þurft að réttlæta ráðninguna eins og átti við um fyrrum starfsmann Samherja. Og aldrei hefur það hvarlað að Þóru að stíga til hliðar, heldur hefur hún kennt öllum öðrum um, Samherja eða lögreglunni, jafnvel þó hún segi málið ekki tengjast Samherja neitt. Í dag, 9. febrúar, birtu vinir Þóru á Heimildinni (áður Stundinni) svo frétt um að Logi Bergmann hefði verið ráðinn til tiltekinna verka hjá SFS. Var rækilega minnst á að hann hefði verið ásakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. Logi hefur aldrei verið kærður né haft stöðu sakbornings vegna þeirra ásakana. Ekki var þess heldur getið í fréttinni að vitni í málinu hafði stigið fram opinberlega og sagt ásakanir á hendur Loga rangar. Logi var hins vegar maður að meiru og þegar þessar ásakanir voru í hámæli steig hann til hliðar. Hans auðmýkt og vitni sem segir ásakanirnar rangar dugar sumum ekki og á nú að halda áfram að kæla hann en farið silkihönskum um sakborningana í símamálinu og þeir aldrei nefndir sakborningar heldur aðeins að þeir séu „til rannsóknar“. Ég man ekki til þess að þetta orðalag sé notað um þá sem tengjast Samherja. Það eru allir hengdir og brenndir án dóms og laga. Kannski formaður Blaðamannafélagsins ætti að velta vinnubrögðum blaðamanna fyrir sér í stað þess að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sneiða hjá því að ræða við þessa stétt. Blaðamannafélag Íslands er svo óskeikult, með sakborning sem varaformann, að þau sögðu sig úr alþjóðlegum samtökum blaðamanna því þar innanborðs ku vera „alvöru“ glæpamenn. Ef íslenskir fjölmiðlar vilja taka sig trúverðuga, hérlendis sem á erlendri grundu, þá eru þessi valkvæðu vinnubrögð ekki boðleg. Þeir ættu að líta sér nær. Þið vitið, þetta með bjálkann og flísina. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Landsvirkjun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum. Í júní 2021 birti Stundin frétt, og fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, um að fyrrum starfsmaður Samherja hefði verið ráðin til félags í opinberri eigu. Voru fyrirsvarsmenn þess fyrirtækis hundeltir og þráspurðir af hverju þeir væru að ráða aðila hvers nafn Stundin birti í tengslum við Namibíumálið. Því skal haldið til haga að umræddur aðili var hvorki sakborningur né vitni í því máli. Ekki á Íslandi og ekki í Namibíu. Það breytir því ekki að allt var gert til að reyna að hafa af henni starfið. Þann 7. febrúar síðastliðinn birtu svo fjölmiðlar fregnir af því að Þóra Arnórsdóttir hefði látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu og ráðið sig sem yfirmann samskipta hjá Landsvirkjun. Þóra þurfti ekki að vinna uppsagnarfrest en það sem vakti athygli mína er að fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar. Þóra hefur aldrei verið látin svara fyrir þetta og hafa yfirmenn Landsvirkjunar ekki þurft að réttlæta ráðninguna eins og átti við um fyrrum starfsmann Samherja. Og aldrei hefur það hvarlað að Þóru að stíga til hliðar, heldur hefur hún kennt öllum öðrum um, Samherja eða lögreglunni, jafnvel þó hún segi málið ekki tengjast Samherja neitt. Í dag, 9. febrúar, birtu vinir Þóru á Heimildinni (áður Stundinni) svo frétt um að Logi Bergmann hefði verið ráðinn til tiltekinna verka hjá SFS. Var rækilega minnst á að hann hefði verið ásakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. Logi hefur aldrei verið kærður né haft stöðu sakbornings vegna þeirra ásakana. Ekki var þess heldur getið í fréttinni að vitni í málinu hafði stigið fram opinberlega og sagt ásakanir á hendur Loga rangar. Logi var hins vegar maður að meiru og þegar þessar ásakanir voru í hámæli steig hann til hliðar. Hans auðmýkt og vitni sem segir ásakanirnar rangar dugar sumum ekki og á nú að halda áfram að kæla hann en farið silkihönskum um sakborningana í símamálinu og þeir aldrei nefndir sakborningar heldur aðeins að þeir séu „til rannsóknar“. Ég man ekki til þess að þetta orðalag sé notað um þá sem tengjast Samherja. Það eru allir hengdir og brenndir án dóms og laga. Kannski formaður Blaðamannafélagsins ætti að velta vinnubrögðum blaðamanna fyrir sér í stað þess að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sneiða hjá því að ræða við þessa stétt. Blaðamannafélag Íslands er svo óskeikult, með sakborning sem varaformann, að þau sögðu sig úr alþjóðlegum samtökum blaðamanna því þar innanborðs ku vera „alvöru“ glæpamenn. Ef íslenskir fjölmiðlar vilja taka sig trúverðuga, hérlendis sem á erlendri grundu, þá eru þessi valkvæðu vinnubrögð ekki boðleg. Þeir ættu að líta sér nær. Þið vitið, þetta með bjálkann og flísina. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun