Íslensk táknmál er “þjóðtunga” döff Íslendinga Júlía Guðný Hreinsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 16:00 Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Í grein eftir Valgerði Stefánsdóttur sem birtist í Ritinu nú í upphafi árs kemur fram hvernig íslenskt táknmál varð til. Valgerður vísar til þess hvernig alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlaust fólk kemur saman; látbragð verði að tákni og binst í málkerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli. Það var þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi með hverri nýrri kynslóð. Hér á Íslandi byrjaði íslenska táknmálið sem talað er í dag ekki að þróast fyrr en eftir 1944 í Heyrnleysingjaskólanum. Hvers kyns notkun tákna og táknmála var bönnuð í Heyrnleysingjaskólanum eins og víðast hvar í heiminum á þessum tíma og allt fram til ársins 1980. Til þess að táknmál þróist áfram þarf samfélag og var Félag heyrnarlausra mikilvægur vettvangur til þess að skapa samfélag döff fólks og menningu (Valgerður Stefánsdóttir, ritid.hi.is/index.php/ritid) Ég er döff og á döff tvíburabróður. Við erum hluti af stærsta árgangi döff sem fæðst hefur á Íslandi en á árinu 1964 fæddust 34 döff börn vegna rauðu hunda faraldurs. Frá 4 ára aldri vorum við, ásamt döff börnum alls staðar að af landinu, skólaskyld í Heyrnleysingjaskólanum. Við komum í skólann með einhvers konar heimatáknmál en kunnum hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Börn utan af landi bjuggu í heimavist skólans og þar þróaðist íslenska táknmálið. Við ´64 hópurinn umgengumst eldri kynslóðir döff úti í garði skólans í frímínútum, af þeim lærðum við málið og þar notuðum við það okkar á milli. Íslenskt táknmál er dæmi um sjálfsprottið mál sem varð til í í samfélagi döff fólks án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá öðrum tungumálum.Sjón veitir samskonar skynörvun í máli eins og heyrn og heilinn vinnur eins með táknmál og raddmál. Þannig tengist hugsun og mál og eru háð hvort öðru á nákvæmlega sama hátt og er unnið með bæði raddmál og táknmál, í sömu málstöðvum heilans. Við döff fólk kynnum okkur sem döff, málminnihlutahóp sem á náttúrulegt tungumál – íslenskt táknmál, sérstaka sögu og menningu en heyrnarstaða okkar skiptir okkur ekki máli. Höfundur er fagstjóri kennslu og táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Í grein eftir Valgerði Stefánsdóttur sem birtist í Ritinu nú í upphafi árs kemur fram hvernig íslenskt táknmál varð til. Valgerður vísar til þess hvernig alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlaust fólk kemur saman; látbragð verði að tákni og binst í málkerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli. Það var þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi með hverri nýrri kynslóð. Hér á Íslandi byrjaði íslenska táknmálið sem talað er í dag ekki að þróast fyrr en eftir 1944 í Heyrnleysingjaskólanum. Hvers kyns notkun tákna og táknmála var bönnuð í Heyrnleysingjaskólanum eins og víðast hvar í heiminum á þessum tíma og allt fram til ársins 1980. Til þess að táknmál þróist áfram þarf samfélag og var Félag heyrnarlausra mikilvægur vettvangur til þess að skapa samfélag döff fólks og menningu (Valgerður Stefánsdóttir, ritid.hi.is/index.php/ritid) Ég er döff og á döff tvíburabróður. Við erum hluti af stærsta árgangi döff sem fæðst hefur á Íslandi en á árinu 1964 fæddust 34 döff börn vegna rauðu hunda faraldurs. Frá 4 ára aldri vorum við, ásamt döff börnum alls staðar að af landinu, skólaskyld í Heyrnleysingjaskólanum. Við komum í skólann með einhvers konar heimatáknmál en kunnum hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Börn utan af landi bjuggu í heimavist skólans og þar þróaðist íslenska táknmálið. Við ´64 hópurinn umgengumst eldri kynslóðir döff úti í garði skólans í frímínútum, af þeim lærðum við málið og þar notuðum við það okkar á milli. Íslenskt táknmál er dæmi um sjálfsprottið mál sem varð til í í samfélagi döff fólks án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá öðrum tungumálum.Sjón veitir samskonar skynörvun í máli eins og heyrn og heilinn vinnur eins með táknmál og raddmál. Þannig tengist hugsun og mál og eru háð hvort öðru á nákvæmlega sama hátt og er unnið með bæði raddmál og táknmál, í sömu málstöðvum heilans. Við döff fólk kynnum okkur sem döff, málminnihlutahóp sem á náttúrulegt tungumál – íslenskt táknmál, sérstaka sögu og menningu en heyrnarstaða okkar skiptir okkur ekki máli. Höfundur er fagstjóri kennslu og táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun