Heimurinn varð jákvæðari eftir að Villi Neto hitti Kristján Óla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. febrúar 2023 22:35 Tveir heimar mætast í nýjasta myndbandi Geðhjálpar. skjáskot Í nýju myndbandi Geðhjálpar er það heldur betur ólíklegt dúó sem fer á kostum, þeir Vilhelm Neto grínisti og Kristján Óli Sigurðsson, fótboltaspekúlant. Vilhelm segir að heimurinn hafi orðið örlítið jákvæðari eftir að hafa hitt Kristján Óla. Í G-Vítamín dagatali Geðhjálpar bjóða landssamtökin upp á hollráð yfir þorrann til að bæta geðheilsu, og njóta til þess fulltingis Vilhelms Neto leikara og Hannesar Þórs Halldórssonar, leikstjóra. Í myndböndunum er tekið er fyrir eitt hollráð í einu og bregður jafnan fyrir þjóðþekktum einstaklingum sem leika á móti Villa Neto. Í nýjasta myndbandi dagatalsins er áherslan lögð á að hrósa. Kristján Óli, sem er einn stjórnenda hlaðvarpsins Þungavigtin er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum, hvort sem um er að ræða frammistöðu knattspyrnumanna eða leikara í skaupinu. Kristján virtist einmitt ekki hrifinn af framlagi Vilhelms Neto í áramótaskaupinu síðasta og sagðist á Twitter enn eiga eftir að hlægja að honum. Vilfred Neto = Leiðindi. Takk. Sleppi því að horfa miðað við viðbrögðin. #Skaupið— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 31, 2021 Nú hafa þeir kumpánar slíðrað sverðin og lagt fúkyrðin til hliðar. Í myndbandinu hrósar Kristján Villa fyrir frammistöðu sína í þáttunum „Hver drap Frikka Dór?“ og því næst Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara sem hefur fær alla jafna sinn skerf af gagnrýni eftir slæma leiki landsliðs karla í knattspyrnu. „Maður var eitthvað illa fyrir kallaður þarna, það er bara eins og það er. En ég held að þú eigir skilið að fá hrós núna,“ segir Kristján í myndbandinu eftir að Villi hefur lesið leiðindin frá Kristjáni. Villi birti myndbandið í heild sinni á Twitter: Ólíklelagasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp.Höfðinginn & Neto pic.twitter.com/sImaN00oga— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 12, 2023 „Ég vissi ekki hvar samband okkar stóð,“ segir Villi í samtali við fréttastofu. „Mér fannst heimurinn aðeins jákvæðari eftir að hafa hitt hann. Það var bara mjög gott að hittast, það er gaman að sjá að allir eru til í að hjálpa með eitthvað svona mikilvægt verkefni.“ Fleiri myndbönd geðhjálpar má nálgast á gvitamin.is. Geðheilbrigði Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Sjá meira
Í G-Vítamín dagatali Geðhjálpar bjóða landssamtökin upp á hollráð yfir þorrann til að bæta geðheilsu, og njóta til þess fulltingis Vilhelms Neto leikara og Hannesar Þórs Halldórssonar, leikstjóra. Í myndböndunum er tekið er fyrir eitt hollráð í einu og bregður jafnan fyrir þjóðþekktum einstaklingum sem leika á móti Villa Neto. Í nýjasta myndbandi dagatalsins er áherslan lögð á að hrósa. Kristján Óli, sem er einn stjórnenda hlaðvarpsins Þungavigtin er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum, hvort sem um er að ræða frammistöðu knattspyrnumanna eða leikara í skaupinu. Kristján virtist einmitt ekki hrifinn af framlagi Vilhelms Neto í áramótaskaupinu síðasta og sagðist á Twitter enn eiga eftir að hlægja að honum. Vilfred Neto = Leiðindi. Takk. Sleppi því að horfa miðað við viðbrögðin. #Skaupið— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 31, 2021 Nú hafa þeir kumpánar slíðrað sverðin og lagt fúkyrðin til hliðar. Í myndbandinu hrósar Kristján Villa fyrir frammistöðu sína í þáttunum „Hver drap Frikka Dór?“ og því næst Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara sem hefur fær alla jafna sinn skerf af gagnrýni eftir slæma leiki landsliðs karla í knattspyrnu. „Maður var eitthvað illa fyrir kallaður þarna, það er bara eins og það er. En ég held að þú eigir skilið að fá hrós núna,“ segir Kristján í myndbandinu eftir að Villi hefur lesið leiðindin frá Kristjáni. Villi birti myndbandið í heild sinni á Twitter: Ólíklelagasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp.Höfðinginn & Neto pic.twitter.com/sImaN00oga— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 12, 2023 „Ég vissi ekki hvar samband okkar stóð,“ segir Villi í samtali við fréttastofu. „Mér fannst heimurinn aðeins jákvæðari eftir að hafa hitt hann. Það var bara mjög gott að hittast, það er gaman að sjá að allir eru til í að hjálpa með eitthvað svona mikilvægt verkefni.“ Fleiri myndbönd geðhjálpar má nálgast á gvitamin.is.
Geðheilbrigði Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Sjá meira