„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2023 09:01 Snorri Steinn Guðjónsson vill sjá þétt setna Origo-höll í kvöld. vísir/arnar Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna. Valur fær Benidorm í heimsókn í 8. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valsmenn eru í 4. sæti B-riðils með fimm stig, einu stigi meira en Spánverjarnir sem eru á botni riðilsins. Fjögur efstu liðin komast í sextán liða úrslit og með sigri í kvöld stíga Íslandsmeistararnir stórt skref þangað. Valur vann fyrri leikinn gegn Benidorm, 29-32. Þótt Snorri sé ekki tilbúinn að fullyrða að leikurinn í kvöld sé sá stærsti á þjálfaraferlinum er hann full meðvitaður um mikilvægi hans. „Eigum við ekki að setja þetta á pari við úrslitaleiki um titlana. Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik. Ef við töpum erum við í vondum málum og getum nánast litið á það þannig að við séum úr leik þó svo allt geti gerst í þessum riðli eins og hefur sýnt sig. En ef við vinnum erum við í bullandi séns. Mikilvægi leiksins er mikið,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær. Geggjuð staða að vera í „Það er staða sem við eigum að njóta. Að eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni, þar af tvo á heimavelli, og vera með það í okkar höndum að komast áfram; það er geggjuð staða að vera í. Ef við hefðum hugsað þetta fyrir keppnina, þá bara já takk. Vonandi verður troðfullt hérna því það er á hreinu að við þurfum á öllu okkar að halda og allt auka sem við getum fengið er gulls ígildi.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein Snorri segir að allir leikmenn Vals séu klárir í slaginn fyrir utan Róbert Aron Hostert og Tryggva Garðar Jónsson sem meiddist gegn Flensburg í síðustu viku. „Ég mæti með sextán gaura tilbúna í leikinn,“ sagði Snorri. Gera þetta fáránlega vel Benidorm spilar nokkuð óhefðbundinn handbolta, nota ítrekað sjö menn í sókn og spila án markvarðar og fara stundum mjög framarlega í vörninni. „Það tekur aðeins meiri tíma. Þú þarft að horfa meira og kryfja meira. Það er fyrst og fremst skemmtilegt,“ sagði Snorri um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Benidorm. „Það er margt sem þarf að fara yfir. Þeir spila mikið sjö á sex og geta farið í mjög ágenga 3-3 vörn. Það er eitthvað sem er ekki endilega daglegt brauð hérna heima. Þeir eru með að meðaltali rúmlega fjörutíu sóknir í Evrópukeppninni í sjö á sex. Það er margt sem þarf að skoða þar. Þeir gera það fáránlega vel og eru góðir í því. Og þeir hafa greinilega bullandi trú á því líka,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Valur fær Benidorm í heimsókn í 8. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valsmenn eru í 4. sæti B-riðils með fimm stig, einu stigi meira en Spánverjarnir sem eru á botni riðilsins. Fjögur efstu liðin komast í sextán liða úrslit og með sigri í kvöld stíga Íslandsmeistararnir stórt skref þangað. Valur vann fyrri leikinn gegn Benidorm, 29-32. Þótt Snorri sé ekki tilbúinn að fullyrða að leikurinn í kvöld sé sá stærsti á þjálfaraferlinum er hann full meðvitaður um mikilvægi hans. „Eigum við ekki að setja þetta á pari við úrslitaleiki um titlana. Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik. Ef við töpum erum við í vondum málum og getum nánast litið á það þannig að við séum úr leik þó svo allt geti gerst í þessum riðli eins og hefur sýnt sig. En ef við vinnum erum við í bullandi séns. Mikilvægi leiksins er mikið,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær. Geggjuð staða að vera í „Það er staða sem við eigum að njóta. Að eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni, þar af tvo á heimavelli, og vera með það í okkar höndum að komast áfram; það er geggjuð staða að vera í. Ef við hefðum hugsað þetta fyrir keppnina, þá bara já takk. Vonandi verður troðfullt hérna því það er á hreinu að við þurfum á öllu okkar að halda og allt auka sem við getum fengið er gulls ígildi.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein Snorri segir að allir leikmenn Vals séu klárir í slaginn fyrir utan Róbert Aron Hostert og Tryggva Garðar Jónsson sem meiddist gegn Flensburg í síðustu viku. „Ég mæti með sextán gaura tilbúna í leikinn,“ sagði Snorri. Gera þetta fáránlega vel Benidorm spilar nokkuð óhefðbundinn handbolta, nota ítrekað sjö menn í sókn og spila án markvarðar og fara stundum mjög framarlega í vörninni. „Það tekur aðeins meiri tíma. Þú þarft að horfa meira og kryfja meira. Það er fyrst og fremst skemmtilegt,“ sagði Snorri um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Benidorm. „Það er margt sem þarf að fara yfir. Þeir spila mikið sjö á sex og geta farið í mjög ágenga 3-3 vörn. Það er eitthvað sem er ekki endilega daglegt brauð hérna heima. Þeir eru með að meðaltali rúmlega fjörutíu sóknir í Evrópukeppninni í sjö á sex. Það er margt sem þarf að skoða þar. Þeir gera það fáránlega vel og eru góðir í því. Og þeir hafa greinilega bullandi trú á því líka,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira