Þarf ég í alvöru að ræða um klám við börnin mín? Eygló Árnadóttir og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifa 14. febrúar 2023 07:00 Forvitni barna og unglinga um kynlíf er heilbrigð og eðlileg. Að leita í klám til að svala forvitni og áhuga um kynlíf er skiljanlegt, sem og að slysast óvart inn á slíkt efni í stafrænni veröld nútímans. En klámneysla er hins vegar ógn við kynheilbrigði ungs fólks. Það sýnir ekki raunveruleikann heldur getur þvert á móti stuðlað að ranghugmyndum um kynlíf og samskipti. Miklu meira klám en kynfræðsla Í dag er staðan sú að næstum helmingur drengja í 10. bekk horfir á klám mjög reglulega (frá vikulega upp í oft á dag). Sú upplýsingagjöf er því margföld – þúsundföld – á við raunverulega kynfræðslu til ungmenna þar sem áhersla er lögð á samskipti og samþykki í kynlífi, öryggi og vellíðan. Neysla kláms er orðin það almenn, og hefst það snemma, að fólk sem vinnur með börnum og unglingum sér áþreifanleg áhrif kláms á samskipti þeirra – markaleysi, virðingarleysi, óvelkomnar snertingar og gróft klámtal. Þau sem sinna ungum brotaþolum kynferðisofbeldis sjá í vaxandi mæli sterk tengsl á milli vinsælla klámatriða og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Tökum valdið af klámframleiðendum Þessi veruleiki krefur foreldra um að leggja snemma góðan grunn að gagnlegri kynfræðslu, og í netvæddu nútímasamfélagi er nauðsynlegt að flétta saman kynfræðslu og klámfræðslu. Vegna umfangs og aðgengis kláms er mikilvægt að foreldrar fræði börnin sín um skaðsemi þess, og reyni að koma í veg fyrir eða bregðast við klámáhorfi þeirra. Hvert ungmenni ætti að búa við frelsi til að upplifa sig sem kynveru, óháð viðmiðum klámefnis sem framleitt er sem söluvara en ekki kynfræðsla. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna krökkum til hvers er ætlast af þeim sem kynverur. Öll eigum við skilið að nálgast kynlíf á jákvæðan, skemmtilegan og öruggan hátt á okkar eigin forsendum. Að fikra sig áfram í rólegheitum er mikilvægur hluti þess að þróast sem kynvera. En með hinu galopna aðgengi að grófu klámi má segja að mörgum ungmennum hafi verið harkalega skellt upp á mótorhjól þegar kemur að kynlífi, en misst af bæði þríhjólinu og reiðhjólinu í byrjun. Til að styðja sem best við kynheilbrigði þarf að búa til styðjandi og öruggt umhverfi þar sem unga fólkið getur leitað upplýsinga, spurt spurninga og fengið í hendur tæki og tól sem nýtast út í lífið. Finnurðu ekki réttu orðin? Marga foreldra óar þó við að taka þetta mikilvæga spjall við barnið; þykir tilhugsunin ógnvekjandi eða vandræðaleg, óttast að barnið sé of ungt fyrir upplýsingarnar eða finnst þeir sjálfir ekki hafa næga þekkingu til að fræða afkvæmin. Þess vegna hafa Stígamót nú gefið út samtalsleiðbeiningar fyrir foreldra til að auðvelda þeim að taka klámspjallið. Þar fá foreldrar hjálp við að finna réttu orðin og gagnlegar upplýsingar til að auka eigin þekkingu. Þannig geta foreldrar farið öruggari inn í samtal um þetta viðkvæma málefni. Höfum í huga að spjall af þessu tagi er gott að taka oftar en einu sinni, og opin og fræðandi umræða á heimilinu um kynlíf og almenn mörk er mikilvæg forvörn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi og óheilbrigðum samskiptum. Umræðuefnið er ekki endilega lokkandi og ótti við að finna ekki „réttu orðin“ hræðir suma foreldra frá slíkum samtölum. En mundu að mikilvægustu samtölin við börnin okkar eru kannski sjaldnast þægileg og áreynslulaus, en mestu máli skiptir að reyna og grípa sem flest tækifæri til fræðandi umræðu. Ekkert samtal er fullkomið, frekar en nokkurt foreldri, en öllu skiptir að gefa ungmenninu skýr skilaboð um að þér sé annt um velferð þess og kynheilbrigði. Svo annt að þú ert jafnvel til í vandræðagang af versta tagi í von um að styrkja barnið þitt. Ertu til í spjallið? Leiðbeiningarnar eru hér. Höfundar starfa á Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Börn og uppeldi Kynlíf Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Forvitni barna og unglinga um kynlíf er heilbrigð og eðlileg. Að leita í klám til að svala forvitni og áhuga um kynlíf er skiljanlegt, sem og að slysast óvart inn á slíkt efni í stafrænni veröld nútímans. En klámneysla er hins vegar ógn við kynheilbrigði ungs fólks. Það sýnir ekki raunveruleikann heldur getur þvert á móti stuðlað að ranghugmyndum um kynlíf og samskipti. Miklu meira klám en kynfræðsla Í dag er staðan sú að næstum helmingur drengja í 10. bekk horfir á klám mjög reglulega (frá vikulega upp í oft á dag). Sú upplýsingagjöf er því margföld – þúsundföld – á við raunverulega kynfræðslu til ungmenna þar sem áhersla er lögð á samskipti og samþykki í kynlífi, öryggi og vellíðan. Neysla kláms er orðin það almenn, og hefst það snemma, að fólk sem vinnur með börnum og unglingum sér áþreifanleg áhrif kláms á samskipti þeirra – markaleysi, virðingarleysi, óvelkomnar snertingar og gróft klámtal. Þau sem sinna ungum brotaþolum kynferðisofbeldis sjá í vaxandi mæli sterk tengsl á milli vinsælla klámatriða og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Tökum valdið af klámframleiðendum Þessi veruleiki krefur foreldra um að leggja snemma góðan grunn að gagnlegri kynfræðslu, og í netvæddu nútímasamfélagi er nauðsynlegt að flétta saman kynfræðslu og klámfræðslu. Vegna umfangs og aðgengis kláms er mikilvægt að foreldrar fræði börnin sín um skaðsemi þess, og reyni að koma í veg fyrir eða bregðast við klámáhorfi þeirra. Hvert ungmenni ætti að búa við frelsi til að upplifa sig sem kynveru, óháð viðmiðum klámefnis sem framleitt er sem söluvara en ekki kynfræðsla. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna krökkum til hvers er ætlast af þeim sem kynverur. Öll eigum við skilið að nálgast kynlíf á jákvæðan, skemmtilegan og öruggan hátt á okkar eigin forsendum. Að fikra sig áfram í rólegheitum er mikilvægur hluti þess að þróast sem kynvera. En með hinu galopna aðgengi að grófu klámi má segja að mörgum ungmennum hafi verið harkalega skellt upp á mótorhjól þegar kemur að kynlífi, en misst af bæði þríhjólinu og reiðhjólinu í byrjun. Til að styðja sem best við kynheilbrigði þarf að búa til styðjandi og öruggt umhverfi þar sem unga fólkið getur leitað upplýsinga, spurt spurninga og fengið í hendur tæki og tól sem nýtast út í lífið. Finnurðu ekki réttu orðin? Marga foreldra óar þó við að taka þetta mikilvæga spjall við barnið; þykir tilhugsunin ógnvekjandi eða vandræðaleg, óttast að barnið sé of ungt fyrir upplýsingarnar eða finnst þeir sjálfir ekki hafa næga þekkingu til að fræða afkvæmin. Þess vegna hafa Stígamót nú gefið út samtalsleiðbeiningar fyrir foreldra til að auðvelda þeim að taka klámspjallið. Þar fá foreldrar hjálp við að finna réttu orðin og gagnlegar upplýsingar til að auka eigin þekkingu. Þannig geta foreldrar farið öruggari inn í samtal um þetta viðkvæma málefni. Höfum í huga að spjall af þessu tagi er gott að taka oftar en einu sinni, og opin og fræðandi umræða á heimilinu um kynlíf og almenn mörk er mikilvæg forvörn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi og óheilbrigðum samskiptum. Umræðuefnið er ekki endilega lokkandi og ótti við að finna ekki „réttu orðin“ hræðir suma foreldra frá slíkum samtölum. En mundu að mikilvægustu samtölin við börnin okkar eru kannski sjaldnast þægileg og áreynslulaus, en mestu máli skiptir að reyna og grípa sem flest tækifæri til fræðandi umræðu. Ekkert samtal er fullkomið, frekar en nokkurt foreldri, en öllu skiptir að gefa ungmenninu skýr skilaboð um að þér sé annt um velferð þess og kynheilbrigði. Svo annt að þú ert jafnvel til í vandræðagang af versta tagi í von um að styrkja barnið þitt. Ertu til í spjallið? Leiðbeiningarnar eru hér. Höfundar starfa á Stígamótum.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun