Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 07:51 Launin eru í engu samræmi við ábyrgðina, segir Félag íslenskra hjúkrunafræðinga. Vísir/Vilhelm Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga, sem birt hefur verið á vef Alþingis. Þar segir að um sé að ræða upplýsingar sem velferðarnefnd þingsins óskaði eftir um launakjör hjúkrunarfræðinga. Í erindinu segir að ofangreind meðallaun séu „í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu, starfstengt álag og ábyrgð“. Þá er vísað til spurningar sem varpað var fram á dögunum í tengslum við umræðu um launakjör hjúkrunarfræðinga; hvað væri nóg? „Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu. Í erindinu segist félagið kalla eftir því að ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa og vísað til niðurstöðu gerðardóms frá 2020, þar sem sagði meðal annars að um væri að ræða vanmetna kvennastétt hvað varðar laun og ábyrgð. „Sérstaklega á þetta við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá eru þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum,“ sagði í niðurstöðunni. Vitnað er til nýrrar könnunar þar sem tveir þriðju þátttakenda sögðust hafa íhugað að hætta störfum þótt svipað hlutfall væri ánægður með starfið. Þetta væri til marks um óásættanlegt starfsumhverfi. Þá hefðu greiðslur sjúkradagpeninga hátt í fjórfaldast á síðustu fimm árum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru því ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð og álag sem þeir hafa þurft að mæta í sínum störfum að undanförnu og er nauðsynlegt að það verði leiðrétt tafarlaust svo það skapist friður á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga,“ segir í erindinu. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“ Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga, sem birt hefur verið á vef Alþingis. Þar segir að um sé að ræða upplýsingar sem velferðarnefnd þingsins óskaði eftir um launakjör hjúkrunarfræðinga. Í erindinu segir að ofangreind meðallaun séu „í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu, starfstengt álag og ábyrgð“. Þá er vísað til spurningar sem varpað var fram á dögunum í tengslum við umræðu um launakjör hjúkrunarfræðinga; hvað væri nóg? „Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu. Í erindinu segist félagið kalla eftir því að ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa og vísað til niðurstöðu gerðardóms frá 2020, þar sem sagði meðal annars að um væri að ræða vanmetna kvennastétt hvað varðar laun og ábyrgð. „Sérstaklega á þetta við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá eru þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum,“ sagði í niðurstöðunni. Vitnað er til nýrrar könnunar þar sem tveir þriðju þátttakenda sögðust hafa íhugað að hætta störfum þótt svipað hlutfall væri ánægður með starfið. Þetta væri til marks um óásættanlegt starfsumhverfi. Þá hefðu greiðslur sjúkradagpeninga hátt í fjórfaldast á síðustu fimm árum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru því ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð og álag sem þeir hafa þurft að mæta í sínum störfum að undanförnu og er nauðsynlegt að það verði leiðrétt tafarlaust svo það skapist friður á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga,“ segir í erindinu. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira