Sólveig segist komin til að halda viðræðum áfram Bjarki Sigurðsson, Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. febrúar 2023 17:20 Ástráður Haraldsson dró fyrir tjöldin á fundarherbergi í húsnæði ríkissáttasemjara þegar hann og Sólveig settust þar. Ríkissáttasemjari segir að það muni liggja fyrir seinna í kvöld hvort alvöru viðræður muni hefjast milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eða hvort viðræðum verður slitið. Formaður Samtaka atvinnulífsins segist þurfa „andrými“ til að halda viðræðunum áfram. Við fylgjumst með gangi mála í vakt hér neðst í fréttinni. Unnið hefur verið að því í gær og í dag að koma viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í farveg þar sem alvöru viðræður geta átt sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er helst tekist á um þá kröfu SA að hlé verði gert á verkföllum áður en viðræður hefjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Efling frest til klukkan sjö í kvöld til þess að svara hvort stéttarfélagið sé tilbúið til að fresta verkfalli á meðan samningaviðræðum stendur. Upphaflega var fresturinn til klukkan sex, líkt og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti við fréttastofu fyrr í dag en Efling fékk viðbótarfrest til klukkan sjö. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vissulega hefði þokast áfram í dag en hann vildi sjá meiri árangur. Hann vildi fá andrými fyrir umbjóðendur sína til þess að halda viðræðunum áfram. Vísaði hann þar til verkfallsaðgerða Eflingar sem yllu vaxandi tjóni með hverri klukkustundinni sem liði. Efling hefur, líkt og kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í dag, gert þá kröfu að til að svo megi verða þurfi Samtök atvinnulífsins að leggja eitthvað á borðið sem hafi vigt inn í viðræðunum. Fyrr í dag sagði Ástráður að það væri mikilvægt að aðilarnir næðu saman sem fyrst. Á meðan aðilar væru að tosast í rétt átt þá væri viðræðum haldið áfram. Þeim yrði að minnsta kosti ekki slitið af ríkissáttasemjara.
Unnið hefur verið að því í gær og í dag að koma viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í farveg þar sem alvöru viðræður geta átt sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er helst tekist á um þá kröfu SA að hlé verði gert á verkföllum áður en viðræður hefjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Efling frest til klukkan sjö í kvöld til þess að svara hvort stéttarfélagið sé tilbúið til að fresta verkfalli á meðan samningaviðræðum stendur. Upphaflega var fresturinn til klukkan sex, líkt og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti við fréttastofu fyrr í dag en Efling fékk viðbótarfrest til klukkan sjö. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vissulega hefði þokast áfram í dag en hann vildi sjá meiri árangur. Hann vildi fá andrými fyrir umbjóðendur sína til þess að halda viðræðunum áfram. Vísaði hann þar til verkfallsaðgerða Eflingar sem yllu vaxandi tjóni með hverri klukkustundinni sem liði. Efling hefur, líkt og kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í dag, gert þá kröfu að til að svo megi verða þurfi Samtök atvinnulífsins að leggja eitthvað á borðið sem hafi vigt inn í viðræðunum. Fyrr í dag sagði Ástráður að það væri mikilvægt að aðilarnir næðu saman sem fyrst. Á meðan aðilar væru að tosast í rétt átt þá væri viðræðum haldið áfram. Þeim yrði að minnsta kosti ekki slitið af ríkissáttasemjara.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira