Tiger gaf Thomas túrtappa Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2023 09:31 Það fór vel á með Tiger Woods og Justin Thomas á mótinu sem Tiger sjálfur heldur, The Genesis Invitational, í gær. Getty/Cliff Hawkins Tiger Woods olli fjölmörgum stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum á fyrsta hring The Genesis Invitational mótsins í golfi. Gjöf sem hann gaf Justin Thomas á hringnum vakti þó mesta athygli. Tiger er gestgjafi mótsins sem er hluti af PGA-mótaröðinni, en það fer fram í Los Angeles. Áhorfendur kyrjuðu nafn hans í lok dags eftir að hann hafði fengið fugl á síðustu þremur holunum og endað á 69 höggum, eða -2 höggum. Tiger er greinilega ekki drauður úr öllum æðum og átti ítrekað betri teighögg en Justin Thomas og Rory McIlroy, og eftir að hafa slegið lengra en Thomas af níunda teig gaf hann hinum 29 ára gamla Thomas athyglisverða gjöf. Tiger laumaði nefnilega túrtappa í lófa Thomas, hvað sem það átti svo sem að tákna, og glotti einnig til Thomas eftir að hafa sett niður lokapúttið sitt við mikinn fögnuð viðstaddra. pic.twitter.com/BnQ7PacLQx— Hard Rock Sportsbook (@HardRockSB) February 17, 2023 Eftir hringinn mátti heyra á McIlroy að hann væri ekki ánægður með hvernig Tiger tókst ítrekað að slá lengra en kollegar sínir af teig. „Ég þarf að taka til starfa á æfingasvæðinu. Ég stillti dræverinn minn til að bæta við fláa í byrjun vikunnar en gæti þurft að breyta honum til baka aftur. Ég er ekki ánægður með að hann sé að slá lengra en ég,“ sagði McIlroy. Tiger er í 27. sæti eftir fyrsta hring en Thomas lék höggi betur og er í 14. sæti. McIlroy er svo á -4 höggum í 7. sæti. Max Homa og Keith Mitchell eru efstir á -7 höggum en Jon Rahm einn í 3. sæti á -6 höggum. Golf Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger er gestgjafi mótsins sem er hluti af PGA-mótaröðinni, en það fer fram í Los Angeles. Áhorfendur kyrjuðu nafn hans í lok dags eftir að hann hafði fengið fugl á síðustu þremur holunum og endað á 69 höggum, eða -2 höggum. Tiger er greinilega ekki drauður úr öllum æðum og átti ítrekað betri teighögg en Justin Thomas og Rory McIlroy, og eftir að hafa slegið lengra en Thomas af níunda teig gaf hann hinum 29 ára gamla Thomas athyglisverða gjöf. Tiger laumaði nefnilega túrtappa í lófa Thomas, hvað sem það átti svo sem að tákna, og glotti einnig til Thomas eftir að hafa sett niður lokapúttið sitt við mikinn fögnuð viðstaddra. pic.twitter.com/BnQ7PacLQx— Hard Rock Sportsbook (@HardRockSB) February 17, 2023 Eftir hringinn mátti heyra á McIlroy að hann væri ekki ánægður með hvernig Tiger tókst ítrekað að slá lengra en kollegar sínir af teig. „Ég þarf að taka til starfa á æfingasvæðinu. Ég stillti dræverinn minn til að bæta við fláa í byrjun vikunnar en gæti þurft að breyta honum til baka aftur. Ég er ekki ánægður með að hann sé að slá lengra en ég,“ sagði McIlroy. Tiger er í 27. sæti eftir fyrsta hring en Thomas lék höggi betur og er í 14. sæti. McIlroy er svo á -4 höggum í 7. sæti. Max Homa og Keith Mitchell eru efstir á -7 höggum en Jon Rahm einn í 3. sæti á -6 höggum.
Golf Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira