Eldræða um forstjóralaun: „Ekki grundvöllur til að tala um sammannleg gildi eða siðferði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 10:17 Arnmundur Ernst og Erla María voru gagnrýnin á forstjóralaun. Bylgjan „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði. Að mínu mati.“ Þetta sagði leikarinn Arnmundur Ernst Bachman í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar staddur ásamt Erlu Maríu Davíðsdóttur, blaðamanni á Fréttablaðinu, að ræða fréttir vikunnar. Heitar umræður sköpuðust þegar talið barst að launum forstjóra í samhengi við verkföllin, sem voru í vikunni en var frestað í gær. Eins og fjallað var um á Vísi í gær fékk Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL, tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Olíubílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, þyrftu að starfa í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjórans. „Þessir menn skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það var nú einhver fyndinn á samfélagsmiðlum sem sagði: Hvað myndi gerast ef forstjóri SKEL myndi fara í verkfall? Myndi einhver finna fyrir því? Svo kom frétt í gær sem sagði að það tæki 42 mánuði fyrir olíubílstjóra á grunnlaunum að ná upp í hans mánaðarlaunm, sem mér finnst galið,“ sagði Erla í upphafi umræðunnar í Bítinu. Bjöguð viðmið í samfélaginu Arnmundur Ernst leikari tók undir og var heitt í hamsi. „Þeim reiknast að þetta séu einhverjar átján milljónir á mánuði. Þegar maður heyrir svona upphæð, það er eins og hausinn okkar sé ekki gerður til að ná utan um þessar tölur. Hann myndi borga upp íbúðarlánið mitt á mettíma. Hann myndi ekki finna fyrir því,“ segir Arnmundur. „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði, að mínu mati.“ Vitum öll að draga þurfi í land Þessi mánaðarlaun séu fyrir hinn almenna Íslending gríðarlegar fjárhæðir. „Við erum líka einhvern vegin á þeim stað í samfélaginu, í heiminum, að við erum að horfa upp á alveg ofboðslega offramleiðslu og ofneyslu og þá er fordæmið svo ofboðslega slæmt, til dæmis fyrir framtíðarkynslóðir,“ segir Arnmundur. „Við vitum öll að við þurfum að draga í land, við bara þorum ekki að tala um það. Síðan ef meðalmaðurinn, eins og ég sem er á listamannalaunum, á að þurfa að pæla í að flokka og fljúga minna og taka allar þessar ákvarðanir, hvaða fordæmi setur þetta? Þegar einhver gæi er með þennan pening á mánuði?“ Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Umræðan hefst á tólftu mínútu. Bítið Tekjur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Þetta sagði leikarinn Arnmundur Ernst Bachman í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar staddur ásamt Erlu Maríu Davíðsdóttur, blaðamanni á Fréttablaðinu, að ræða fréttir vikunnar. Heitar umræður sköpuðust þegar talið barst að launum forstjóra í samhengi við verkföllin, sem voru í vikunni en var frestað í gær. Eins og fjallað var um á Vísi í gær fékk Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL, tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Olíubílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, þyrftu að starfa í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjórans. „Þessir menn skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það var nú einhver fyndinn á samfélagsmiðlum sem sagði: Hvað myndi gerast ef forstjóri SKEL myndi fara í verkfall? Myndi einhver finna fyrir því? Svo kom frétt í gær sem sagði að það tæki 42 mánuði fyrir olíubílstjóra á grunnlaunum að ná upp í hans mánaðarlaunm, sem mér finnst galið,“ sagði Erla í upphafi umræðunnar í Bítinu. Bjöguð viðmið í samfélaginu Arnmundur Ernst leikari tók undir og var heitt í hamsi. „Þeim reiknast að þetta séu einhverjar átján milljónir á mánuði. Þegar maður heyrir svona upphæð, það er eins og hausinn okkar sé ekki gerður til að ná utan um þessar tölur. Hann myndi borga upp íbúðarlánið mitt á mettíma. Hann myndi ekki finna fyrir því,“ segir Arnmundur. „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði, að mínu mati.“ Vitum öll að draga þurfi í land Þessi mánaðarlaun séu fyrir hinn almenna Íslending gríðarlegar fjárhæðir. „Við erum líka einhvern vegin á þeim stað í samfélaginu, í heiminum, að við erum að horfa upp á alveg ofboðslega offramleiðslu og ofneyslu og þá er fordæmið svo ofboðslega slæmt, til dæmis fyrir framtíðarkynslóðir,“ segir Arnmundur. „Við vitum öll að við þurfum að draga í land, við bara þorum ekki að tala um það. Síðan ef meðalmaðurinn, eins og ég sem er á listamannalaunum, á að þurfa að pæla í að flokka og fljúga minna og taka allar þessar ákvarðanir, hvaða fordæmi setur þetta? Þegar einhver gæi er með þennan pening á mánuði?“ Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Umræðan hefst á tólftu mínútu.
Bítið Tekjur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07