„Íbúar hér vilja þetta bara ekki“ Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2023 14:25 Mikill meirihluti íbúa Seyðisfjarðar vilja ekki sjókvíaeldi í fjörðinn en áætlanir ganga út á að setja þar niður tíu þúsund tonna eldi. vísir/vilhelm Ný skoðanakönnun Gallup sem gerð var meðal þeirra sem búsettir eru í póstnúmerum 710 og 711 sýnir að mikill meirihluti eða þrír fjórðu þeirra eru andvíg sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Rúmur helmingur lýsir sig alfarið andvígan þeim fyrirætlunum. Könnunin var gerð sérstaklega fyrir sveitarfélagið Múlaþing. Sigfinnur Mikaelsson félagi í Vá – félag um verndun fjarðar, fagnar þessum niðurstöðum og segir að erfitt muni reynast að fara fyrir þetta. „Íbúar hér vilja þetta bara ekki. Þetta er ekkert flóknara en svo. Það er búið að byggja Seyðisfjörð upp sem ferðamannastað og þetta fer ekkert saman,“ segir Sigfinnur í samtali við Vísi. Gallup spurði: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) sjókvíaeldi í sjókvíum í Seyðisfirði?“ Niðurstaðan leiðir í ljós að alfarið hlynnt eru 14 prósent, mjög hlynnt eru 2 prósent, frekar hlynnt eru 3 prósent, hvorki né 7 prósent, frekar andvíg 10 prósent, mjög andvíg 12 prósent og 53 prósent svarenda lýsa sig alfarið andvíg sjókvíum í Seyðisfirði. Sigfinnur segir þetta talsvert meira en sýndi sig í undirskriftasöfnun þeirra í Vá þar sem fyrirætlunum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði er mótmælt, sem þau fóru með í gang þegar andstaða þeirra hófst. „Þar eru 55 prósent íbúa. Þetta er talsvert meira. Þarna eru um 75 prósent íbúa sem eru á móti þessu. Það bara getur ekki verið meira afgerandi.“ Að sögn Sigfinns ganga fyrirætlanir Fiskeldis Austfjarða, sem Jens Garðar Helgason fer fyrir, út á að setja 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Nú sé verið að bíða eftir umsögn frá innviðaráðherra um haf- og strandskipulag, annað hvort til samþykktar eða synjunar. Þaðan fer málið til matvælastofnunar og umhverfisstofnunar til afgreiðslu. „Það er þá lokahnykkurinn á þessu, hvort af þessu verði. En við viljum halda því fram að þetta umhverfismat sem gert var á sínum tíma, burðarþolsmatið, standist ekki. Þar var ekki tekið tillit til neins nema lífmassans en ekki aðstæðna hérna,“ segir Sigfinnur. Sigfinnur ásamt eiginkonu sinni Aðalheiði Borgþórsdóttur. Hann segir niðurstöðuna afgerandi og það verði ekki fram hjá því litið að íbúar á Seyðisfirði vilji ekki sjókvíaeldi í fjörðinn.vísir/arnar Hann lýsir því að af og frá sé að eldi komist fyrir í firðinum. Faricestrengurinn sem liggi inn fjörðinn er með helgunarsvæði fimm hundruð metra til hvorrar handar, samanlagt þúsund metra. „En það er bara eins og fram kemur í nýrri skýrslu ríkisendurskoðanda. Það er búið að úthluta áður en kannað er en hér stangast allt á með að vilja troða þessu hérna. En þetta eru miklir peningar í kauphöllinni í Noregi. Það er nú málið en áætlað virði þessara 10 þúsunda tonna metið á 33 milljarða í kauphöllinni. Þetta snýst bara um peninga, hitt er fyrirsláttur að verið sé að búa til vinnu. Þetta snýst um peninga fyrir hluthafana.“ Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Könnunin var gerð sérstaklega fyrir sveitarfélagið Múlaþing. Sigfinnur Mikaelsson félagi í Vá – félag um verndun fjarðar, fagnar þessum niðurstöðum og segir að erfitt muni reynast að fara fyrir þetta. „Íbúar hér vilja þetta bara ekki. Þetta er ekkert flóknara en svo. Það er búið að byggja Seyðisfjörð upp sem ferðamannastað og þetta fer ekkert saman,“ segir Sigfinnur í samtali við Vísi. Gallup spurði: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) sjókvíaeldi í sjókvíum í Seyðisfirði?“ Niðurstaðan leiðir í ljós að alfarið hlynnt eru 14 prósent, mjög hlynnt eru 2 prósent, frekar hlynnt eru 3 prósent, hvorki né 7 prósent, frekar andvíg 10 prósent, mjög andvíg 12 prósent og 53 prósent svarenda lýsa sig alfarið andvíg sjókvíum í Seyðisfirði. Sigfinnur segir þetta talsvert meira en sýndi sig í undirskriftasöfnun þeirra í Vá þar sem fyrirætlunum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði er mótmælt, sem þau fóru með í gang þegar andstaða þeirra hófst. „Þar eru 55 prósent íbúa. Þetta er talsvert meira. Þarna eru um 75 prósent íbúa sem eru á móti þessu. Það bara getur ekki verið meira afgerandi.“ Að sögn Sigfinns ganga fyrirætlanir Fiskeldis Austfjarða, sem Jens Garðar Helgason fer fyrir, út á að setja 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Nú sé verið að bíða eftir umsögn frá innviðaráðherra um haf- og strandskipulag, annað hvort til samþykktar eða synjunar. Þaðan fer málið til matvælastofnunar og umhverfisstofnunar til afgreiðslu. „Það er þá lokahnykkurinn á þessu, hvort af þessu verði. En við viljum halda því fram að þetta umhverfismat sem gert var á sínum tíma, burðarþolsmatið, standist ekki. Þar var ekki tekið tillit til neins nema lífmassans en ekki aðstæðna hérna,“ segir Sigfinnur. Sigfinnur ásamt eiginkonu sinni Aðalheiði Borgþórsdóttur. Hann segir niðurstöðuna afgerandi og það verði ekki fram hjá því litið að íbúar á Seyðisfirði vilji ekki sjókvíaeldi í fjörðinn.vísir/arnar Hann lýsir því að af og frá sé að eldi komist fyrir í firðinum. Faricestrengurinn sem liggi inn fjörðinn er með helgunarsvæði fimm hundruð metra til hvorrar handar, samanlagt þúsund metra. „En það er bara eins og fram kemur í nýrri skýrslu ríkisendurskoðanda. Það er búið að úthluta áður en kannað er en hér stangast allt á með að vilja troða þessu hérna. En þetta eru miklir peningar í kauphöllinni í Noregi. Það er nú málið en áætlað virði þessara 10 þúsunda tonna metið á 33 milljarða í kauphöllinni. Þetta snýst bara um peninga, hitt er fyrirsláttur að verið sé að búa til vinnu. Þetta snýst um peninga fyrir hluthafana.“
Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?