Segir hrýfi aukast í borginni eftir því sem skógurinn vex Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2023 07:07 Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, starfaði áður á Veðurstofu Íslands. Egill Aðalsteinsson Vaxandi trjágróður er farinn að hafa merkjanleg áhrif á veðurfar á Reykjavíkursvæðinu. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að vegna skógarins í Heiðmörk sé iðulega meira skjól í úthverfum borgarinnar en annars væri. Eflaust eru margir orðnir langþreyttir á lægðaganginum með tilheyrandi umhleypingum og hvassviðri. Mannfólkið ræður kannski lítið við rokið. Og þó. Eitt ráðið gæti verið að rækta skóg. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýnir framkvæmdastjórinn, Auður Kjartansdóttir, okkur vindakort Veðurstofunnar frá 7. febrúar. Kortið sýnir mikinn vindhraða allt í kringum borgina en mun minni vind inni í byggðinni. Þannig segir hún 40 metra hviður á sekúndu sjást í Bláfjöllum meðan hviðurnar nái aðeins 14 metrum í efri hverfum Reykjavíkur. Það skýrir hún með skjólinu í Heiðmörk. Auður bendir á skjólpollinn í borginni á sama tíma og mun hvassara er í kringum borgina.Egill Aðalsteinsson Gamlar myndir sýna hvað borgin var áður berangursleg. Núna er trjágróður víða vaxinn upp fyrir húsþökin. „Bara iðulega sér maður í suðlægum og austlægum áttum bremsun vindsins yfir höfuðborginni,“ segir Auður, sem áður starfaði hjá Veðurstofunni. Hún segir að þar noti menn hugtakið hrýfi, með ypsíloni, um áhrifin. Það sé leitt af orðinu hrjúfur. Vindur ferðist hraðar yfir sjó heldur en land en þetta er einnig skýrt á vef Skógræktarfélagsins. „Og mismunandi landslagsgerðir bremsa í raun og veru vindinn þegar hann ferðast yfir.“ Séð yfir skógarreiti í Heiðmörk. Efst til hægri sést í Vatnsendahverfi í Kópavogi.Arnar Halldórsson Auður varpar því fram hvort mætti ekki skýla Leifsstöð betur með trjám. „Hvort að gestir geti farið auðveldar út úr landgöngum og flugvélar myndu ekki færast úr stað, og allt hvað eina, sem maður hefur heyrt í fréttum.“ Hún segir áhrif skógar á hrýfi geta verið þrítugfalt. „Og með aukinni skógrækt, þá eykst hrýfi, og við upplifum meira skjól,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Veður Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Eflaust eru margir orðnir langþreyttir á lægðaganginum með tilheyrandi umhleypingum og hvassviðri. Mannfólkið ræður kannski lítið við rokið. Og þó. Eitt ráðið gæti verið að rækta skóg. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýnir framkvæmdastjórinn, Auður Kjartansdóttir, okkur vindakort Veðurstofunnar frá 7. febrúar. Kortið sýnir mikinn vindhraða allt í kringum borgina en mun minni vind inni í byggðinni. Þannig segir hún 40 metra hviður á sekúndu sjást í Bláfjöllum meðan hviðurnar nái aðeins 14 metrum í efri hverfum Reykjavíkur. Það skýrir hún með skjólinu í Heiðmörk. Auður bendir á skjólpollinn í borginni á sama tíma og mun hvassara er í kringum borgina.Egill Aðalsteinsson Gamlar myndir sýna hvað borgin var áður berangursleg. Núna er trjágróður víða vaxinn upp fyrir húsþökin. „Bara iðulega sér maður í suðlægum og austlægum áttum bremsun vindsins yfir höfuðborginni,“ segir Auður, sem áður starfaði hjá Veðurstofunni. Hún segir að þar noti menn hugtakið hrýfi, með ypsíloni, um áhrifin. Það sé leitt af orðinu hrjúfur. Vindur ferðist hraðar yfir sjó heldur en land en þetta er einnig skýrt á vef Skógræktarfélagsins. „Og mismunandi landslagsgerðir bremsa í raun og veru vindinn þegar hann ferðast yfir.“ Séð yfir skógarreiti í Heiðmörk. Efst til hægri sést í Vatnsendahverfi í Kópavogi.Arnar Halldórsson Auður varpar því fram hvort mætti ekki skýla Leifsstöð betur með trjám. „Hvort að gestir geti farið auðveldar út úr landgöngum og flugvélar myndu ekki færast úr stað, og allt hvað eina, sem maður hefur heyrt í fréttum.“ Hún segir áhrif skógar á hrýfi geta verið þrítugfalt. „Og með aukinni skógrækt, þá eykst hrýfi, og við upplifum meira skjól,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Veður Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04
Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53