Stofnandi umdeildra hægrisamtaka út í kuldann Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 15:05 James O'Keefe, stofnandi Project Veritas. Þrátt fyrir nafnið hafa samtökin oft hagrætt sannleikanum. AP/Pablo Martinez Monsivais Hægrisamtökin Project Veritas sem eru þekktust fyrir leynilegar og misvísandi upptökur útsendara sem villa á sér heimildir ráku James O'Keefe, stofnanda þeirra, í gær. O'Keefe er sakaður um að koma illa fram við starfsfólk og eyða fé samtakanna í bíla, einkaflugvélar og misheppnaðar danssýningar. O'Keefe sjálfur upplýsti um brottrekstur sinn í gær. Hann hafði verið í leyfi frá störfum vegna kvartanna starfsmanna Project Veritas undan stjórnunarhátta hans, meðferðar hans á undirmönnum og óráðsíu með fjármuni samtakanna. Project Veritas eru hægrisinnuð samtök í Bandaríkjunum sem beita leynilegum upptökum og blekkingum til þess að opinbera það sem þau telja meinta hræsni eða afbrot pólitískra andstæðinga og svonefndra meginstraumsfjölmiðla vestanhafs. Samtökin klippa upptökurnar gjarnan á villandi hátt eða til þess að láta viðfangsefni sín líta sem verst út. Brottrekstur O'Keefe kemur einnig í kjölfar þess að bandaríska dómsmálaráðuneytið hóf rannsókn á hvernig Project Veritas komst yfir dagbók Ashley Biden, dóttur Joes Biden forseta, fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Húsleit var gerð á heimili O'Keefe í tengslum við rannsóknina árið 2021, að sögn New York Times. Wow, this James O Keefe video. pic.twitter.com/U4HJLMLhA5— Ryan J. Reilly (@ryanjreilly) February 21, 2023 Spreðaði í dansleiki, svarta bíla og leiguflug Stjórn Project Veritas upplýsti í gær að bráðabirgðaúttekt hennar hefði leitt í ljós að O'Keefe hefði eytt umtalsverðum upphæðum af fé sem styrktaraðilar samtakanna gáfu þeim í persónulegar lystisemdir undanfarin þjú ár. Þannig hefði O'Keefe meðal annars látið Project Veritas greiða 14.000 dollara, jafnvirði rúmra tveggja milljóna íslenskra króna, í leiguflugvél til þess að hann gæti hitt mann til að gera við bátinn sinn. Yfirskin ferðarinnar hafi verið fundur með styrktaraðila samtakanna. Undir stjórn O'Keefe hefðu samtökin einnig tapað um 60.000 dollurum, jafnvirði rúmra 8,7 milljóna króna, á „dansviðburði“ og eytt meira en 150.000 dollurum, jafnvirði tæpra 21,8 milljóna króna, í svartar bifreiðar undanfarna átján mánuði, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það útilokaði stjórnin ekki að samtökin og O'Keefe gætu slíðrað sverðin. „Við rákum hann ekki og við viljum ekki að hann segi af sér. Við viljum halda áfram samtalinu við James til þess að leysa úr innri ágreiningi í stað þess að deila um hann opinberlega,“ sagði í yfirlýsingu stjórnarinnar. Segjast beita blekkingum og lygum Project Veritas skilgreinir sig sjálft sem fréttamiðil og starfsmenn sína sem blaðamenn jafnvel þó að þeir fylgi ekki siðareglum eða starfsháttum hefðbundinna blaðamanna. Lögmaður samtakanna segir þau stunda lögmæta fréttaöflun en þau beiti vissulega blekkingum, svikum, óheiðarleika og lygum gegn þeim sem þau rannsaka. Samtökin voru nýlega dæmd til þess að greiða samtökum sem tengjast Demókrataflokknum jafnvirði milljóna króna í bætur vegna ólöglegra hlerana. Þá hafa tveir einstaklingar í Flórída játað sig seka um að hafa stolið dagbók Ashley Biden og selt hana Project Veritas. Ekki hafa allar ferðir Project Veritas verið til fjár undanfarin ár. Eftir að Washington Post upplýsti um að frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama hefði elst við og áreitt stúlkur á unglingsaldri reyndu samtökin að leiða blaðið í gildru. Konan á vegum samtakanna laug að blaðinu að hún væri fórnarlamb frambjóðandans en gerði á sama tíma leynilegar upptökur þar sem hún reyndi ítrekað að fá blaðamennina til þess að afhjúpa hlutdrægni gegn repúblikananum. Þess í stað kom Washington Post upp um konuna og blekkingar hennar. Fjölmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Washington Post afhjúpar heimildarmann sem sakaður er um blekkingar Kona, sem hélt því fram við blaðamenn bandaríska blaðsins Washington Post að hún hefði sem unglingur orðið ólétt eftir Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, virðist hafa verið hluti af leynilegri aðgerð sem ætluð var að koma óorði á blaðið. 27. nóvember 2017 23:30 Blaðafulltrúi Hvíta hússins auglýsti vafasamt myndband um leið og hann gagnrýndi gervifréttir Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN gagnrýna fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump og Rússum segir ekki alla söguna. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með því að allir Bandaríkjamenn horfðu á það þrátt fyrir að hann gæti ekki staðfest sannleiksgildi þess. 28. júní 2017 16:59 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
O'Keefe sjálfur upplýsti um brottrekstur sinn í gær. Hann hafði verið í leyfi frá störfum vegna kvartanna starfsmanna Project Veritas undan stjórnunarhátta hans, meðferðar hans á undirmönnum og óráðsíu með fjármuni samtakanna. Project Veritas eru hægrisinnuð samtök í Bandaríkjunum sem beita leynilegum upptökum og blekkingum til þess að opinbera það sem þau telja meinta hræsni eða afbrot pólitískra andstæðinga og svonefndra meginstraumsfjölmiðla vestanhafs. Samtökin klippa upptökurnar gjarnan á villandi hátt eða til þess að láta viðfangsefni sín líta sem verst út. Brottrekstur O'Keefe kemur einnig í kjölfar þess að bandaríska dómsmálaráðuneytið hóf rannsókn á hvernig Project Veritas komst yfir dagbók Ashley Biden, dóttur Joes Biden forseta, fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Húsleit var gerð á heimili O'Keefe í tengslum við rannsóknina árið 2021, að sögn New York Times. Wow, this James O Keefe video. pic.twitter.com/U4HJLMLhA5— Ryan J. Reilly (@ryanjreilly) February 21, 2023 Spreðaði í dansleiki, svarta bíla og leiguflug Stjórn Project Veritas upplýsti í gær að bráðabirgðaúttekt hennar hefði leitt í ljós að O'Keefe hefði eytt umtalsverðum upphæðum af fé sem styrktaraðilar samtakanna gáfu þeim í persónulegar lystisemdir undanfarin þjú ár. Þannig hefði O'Keefe meðal annars látið Project Veritas greiða 14.000 dollara, jafnvirði rúmra tveggja milljóna íslenskra króna, í leiguflugvél til þess að hann gæti hitt mann til að gera við bátinn sinn. Yfirskin ferðarinnar hafi verið fundur með styrktaraðila samtakanna. Undir stjórn O'Keefe hefðu samtökin einnig tapað um 60.000 dollurum, jafnvirði rúmra 8,7 milljóna króna, á „dansviðburði“ og eytt meira en 150.000 dollurum, jafnvirði tæpra 21,8 milljóna króna, í svartar bifreiðar undanfarna átján mánuði, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það útilokaði stjórnin ekki að samtökin og O'Keefe gætu slíðrað sverðin. „Við rákum hann ekki og við viljum ekki að hann segi af sér. Við viljum halda áfram samtalinu við James til þess að leysa úr innri ágreiningi í stað þess að deila um hann opinberlega,“ sagði í yfirlýsingu stjórnarinnar. Segjast beita blekkingum og lygum Project Veritas skilgreinir sig sjálft sem fréttamiðil og starfsmenn sína sem blaðamenn jafnvel þó að þeir fylgi ekki siðareglum eða starfsháttum hefðbundinna blaðamanna. Lögmaður samtakanna segir þau stunda lögmæta fréttaöflun en þau beiti vissulega blekkingum, svikum, óheiðarleika og lygum gegn þeim sem þau rannsaka. Samtökin voru nýlega dæmd til þess að greiða samtökum sem tengjast Demókrataflokknum jafnvirði milljóna króna í bætur vegna ólöglegra hlerana. Þá hafa tveir einstaklingar í Flórída játað sig seka um að hafa stolið dagbók Ashley Biden og selt hana Project Veritas. Ekki hafa allar ferðir Project Veritas verið til fjár undanfarin ár. Eftir að Washington Post upplýsti um að frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama hefði elst við og áreitt stúlkur á unglingsaldri reyndu samtökin að leiða blaðið í gildru. Konan á vegum samtakanna laug að blaðinu að hún væri fórnarlamb frambjóðandans en gerði á sama tíma leynilegar upptökur þar sem hún reyndi ítrekað að fá blaðamennina til þess að afhjúpa hlutdrægni gegn repúblikananum. Þess í stað kom Washington Post upp um konuna og blekkingar hennar.
Fjölmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Washington Post afhjúpar heimildarmann sem sakaður er um blekkingar Kona, sem hélt því fram við blaðamenn bandaríska blaðsins Washington Post að hún hefði sem unglingur orðið ólétt eftir Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, virðist hafa verið hluti af leynilegri aðgerð sem ætluð var að koma óorði á blaðið. 27. nóvember 2017 23:30 Blaðafulltrúi Hvíta hússins auglýsti vafasamt myndband um leið og hann gagnrýndi gervifréttir Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN gagnrýna fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump og Rússum segir ekki alla söguna. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með því að allir Bandaríkjamenn horfðu á það þrátt fyrir að hann gæti ekki staðfest sannleiksgildi þess. 28. júní 2017 16:59 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Washington Post afhjúpar heimildarmann sem sakaður er um blekkingar Kona, sem hélt því fram við blaðamenn bandaríska blaðsins Washington Post að hún hefði sem unglingur orðið ólétt eftir Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, virðist hafa verið hluti af leynilegri aðgerð sem ætluð var að koma óorði á blaðið. 27. nóvember 2017 23:30
Blaðafulltrúi Hvíta hússins auglýsti vafasamt myndband um leið og hann gagnrýndi gervifréttir Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN gagnrýna fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump og Rússum segir ekki alla söguna. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með því að allir Bandaríkjamenn horfðu á það þrátt fyrir að hann gæti ekki staðfest sannleiksgildi þess. 28. júní 2017 16:59