„Ég hef aldrei séð svona“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 19:44 Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er formaður Villikatta. Vísir Hryllilegt ástand á yfirgefnum heimilisketti í Reykjanesbæ er til marks um kúvendingu sem orðið hefur á starfsemi samtakanna Villikatta síðustu ár, að sögn formanns. Fólk yfirgefi ketti sína í síauknum mæli. Dýralæknakostnaður samtakanna tvöfaldaðist í fyrra miðað við árið á undan. Kötturinn sem hér sést, heimilisköttur á vergangi, fannst hræðilega illa út leikinn í Reykjanesbæ í vikunni. Honum var ekið með hraði á dýraspítala - grátandi af sársauka, eins og formaður samtakanna Villikatta lýsir því. „Dýralæknirinn reyndi allt sitt besta í fimm tíma, þangað til hún sagði að það væri ekki hægt að leggja þetta á dýrið. Hann verður að fá að sofna. Hann hafði verið yfirgefinn fyrir þremur mánuðum síðan. Og ég hef aldrei séð svona. Og er ég búin að sjá ansi margt,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. „Þessir eigendur eiga ekki að eiga dýr. Það er bara þannig, hreint og klárt.“ Samtökin hafa í gegnum tíðina sinnt fjölmörgum alvarlegum tilvikum; ketti sem skotinn var með haglabyssu, beinbrotum af mannavöldum og alvarlegum augnsýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknakostnaður ársins 2022 var tvöfaldur á við árin á undan. „Hann hefur alltaf verið í kringum sex milljónir má segja. Á síðasta ári fór hann upp í 12,5. Hann er helmingi hærri síðasta ár en verið hefur. Og ég held að þessar tölur eigi bara eftir að aukast. Breyting hafi orðið á starfinu. Fyrstu fjögur ár samtakanna, 2014-2018, sinntu þau að mestu villiköttum - en nú er rúmlega helmingur skjólstæðinganna fyrrum heimiliskettir. Þessi þróun sé alvarleg - fólk virðist hreinlega losa sig við kettina sína í síauknum mæli. „Vergangskisum á Íslandi er að fjölga. Og því miður virðist það vera þannig að fólk skilur kisurnar sínar eftir eða bara losar sig við þær hendir þeim einhvers staðar út og við finnum þær.“ Dýr Dýraheilbrigði Kettir Reykjanesbær Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Kötturinn sem hér sést, heimilisköttur á vergangi, fannst hræðilega illa út leikinn í Reykjanesbæ í vikunni. Honum var ekið með hraði á dýraspítala - grátandi af sársauka, eins og formaður samtakanna Villikatta lýsir því. „Dýralæknirinn reyndi allt sitt besta í fimm tíma, þangað til hún sagði að það væri ekki hægt að leggja þetta á dýrið. Hann verður að fá að sofna. Hann hafði verið yfirgefinn fyrir þremur mánuðum síðan. Og ég hef aldrei séð svona. Og er ég búin að sjá ansi margt,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. „Þessir eigendur eiga ekki að eiga dýr. Það er bara þannig, hreint og klárt.“ Samtökin hafa í gegnum tíðina sinnt fjölmörgum alvarlegum tilvikum; ketti sem skotinn var með haglabyssu, beinbrotum af mannavöldum og alvarlegum augnsýkingum, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknakostnaður ársins 2022 var tvöfaldur á við árin á undan. „Hann hefur alltaf verið í kringum sex milljónir má segja. Á síðasta ári fór hann upp í 12,5. Hann er helmingi hærri síðasta ár en verið hefur. Og ég held að þessar tölur eigi bara eftir að aukast. Breyting hafi orðið á starfinu. Fyrstu fjögur ár samtakanna, 2014-2018, sinntu þau að mestu villiköttum - en nú er rúmlega helmingur skjólstæðinganna fyrrum heimiliskettir. Þessi þróun sé alvarleg - fólk virðist hreinlega losa sig við kettina sína í síauknum mæli. „Vergangskisum á Íslandi er að fjölga. Og því miður virðist það vera þannig að fólk skilur kisurnar sínar eftir eða bara losar sig við þær hendir þeim einhvers staðar út og við finnum þær.“
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Reykjanesbær Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira