Carragher foxillur: „Skammarlegt og vandræðalegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 08:00 Carragher var ekki ánægður með Rauða herinn í gær. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, vandaði leikmönnum liðsins ekki kveðjurnar eftir 5-2 tap þeirra fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liverpool komst 2-0 yfir í leik gærkvöldsins með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah snemma leiks en Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Real Madrid skoraði svo þrjú mörk í síðari hálfleiknum þar sem Púllarar virtust aldrei líklegir til afreka - raunar virtist allt líf úr þeim eftir að Real jafnaði fyrir hléið. Éder Militao kom Real yfir snemma í síðari hálfleik áður en tvö mörk Karims Benzema innsigluðu 5-2 sigur Madrídinga. „Í fyrsta lagi verð ég að hrósa Real Madrid fyrir þeirra frammistöðu, að koma á Anfield og gera þetta. Ég hef aldrei séð lið koma á Anfield á Evrópukvöldi, spila svona og gjörsigra Liverpool með þessum hætti,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu CBS Sports í kringum leikinn. „En þetta var skammarlegt hjá Liverpool. Vandræðalegt. Við höfum afsakað þá alla leiktíðina, varðandi ástæður fyrir því að þeir hafi ekki spilað eins vel í ár og síðustu tímabil, en þessi síðari hálfleikur var til skammar,“ segir Carragher. Sigrarnir á Everton og Newcastle segi ekkert Carragher segir Púllara hafa farið fram úr sér vegna sigra á Everton og Newcastle í síðustu tveimur leikjum fyrir tap gærkvöldsins. Liðið hafði varla unnið leik eftir HM-hlé en virtist vera að rétta úr kútnum með sigrinum tveimur. „Þeir spiluðu gegn Everton-liði sem sýndu eina verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag og gerðu ekkert. Ég var á Newcastle-leiknum einnig, þar sem Newcastle skapaði færi þrátt fyrir að vera 10 gegn 11,“ „Ef Newcastle hefði haft ellefu leikmenn hefðu þeir jafnað 2-2, ég er handviss um það, vegna þess að Liverpool hefur alla leiktíðina, verið gjörsamlega úti að aka varnarlega,“ "Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment..."@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . pic.twitter.com/c9c06mR2cT— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023 Segist sjálfur geta tekið sæti van Dijk Carragher er goðsögn á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann spilaði allan sinn feril hjá félaginu, rúmlega 500 deildarleiki frá 1996 til 2013, í vörn félagsins. „Við höldum áfram að leita ástæðna og afsakana, en nei, þetta er ekki nálægt því að vera nægilega gott varnarlega sem stendur,“ „Það sem mér finnst fyndið er að Virgil van Dijk sagði fyrir um tveimur mánuðum er að ég upp á mitt besta myndi ekki komast í Liverpool dagsins í dag. Ég held ég gæti tekið sæti hans sem stendur,“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Liverpool komst 2-0 yfir í leik gærkvöldsins með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah snemma leiks en Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Real Madrid skoraði svo þrjú mörk í síðari hálfleiknum þar sem Púllarar virtust aldrei líklegir til afreka - raunar virtist allt líf úr þeim eftir að Real jafnaði fyrir hléið. Éder Militao kom Real yfir snemma í síðari hálfleik áður en tvö mörk Karims Benzema innsigluðu 5-2 sigur Madrídinga. „Í fyrsta lagi verð ég að hrósa Real Madrid fyrir þeirra frammistöðu, að koma á Anfield og gera þetta. Ég hef aldrei séð lið koma á Anfield á Evrópukvöldi, spila svona og gjörsigra Liverpool með þessum hætti,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu CBS Sports í kringum leikinn. „En þetta var skammarlegt hjá Liverpool. Vandræðalegt. Við höfum afsakað þá alla leiktíðina, varðandi ástæður fyrir því að þeir hafi ekki spilað eins vel í ár og síðustu tímabil, en þessi síðari hálfleikur var til skammar,“ segir Carragher. Sigrarnir á Everton og Newcastle segi ekkert Carragher segir Púllara hafa farið fram úr sér vegna sigra á Everton og Newcastle í síðustu tveimur leikjum fyrir tap gærkvöldsins. Liðið hafði varla unnið leik eftir HM-hlé en virtist vera að rétta úr kútnum með sigrinum tveimur. „Þeir spiluðu gegn Everton-liði sem sýndu eina verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag og gerðu ekkert. Ég var á Newcastle-leiknum einnig, þar sem Newcastle skapaði færi þrátt fyrir að vera 10 gegn 11,“ „Ef Newcastle hefði haft ellefu leikmenn hefðu þeir jafnað 2-2, ég er handviss um það, vegna þess að Liverpool hefur alla leiktíðina, verið gjörsamlega úti að aka varnarlega,“ "Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment..."@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . pic.twitter.com/c9c06mR2cT— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023 Segist sjálfur geta tekið sæti van Dijk Carragher er goðsögn á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann spilaði allan sinn feril hjá félaginu, rúmlega 500 deildarleiki frá 1996 til 2013, í vörn félagsins. „Við höldum áfram að leita ástæðna og afsakana, en nei, þetta er ekki nálægt því að vera nægilega gott varnarlega sem stendur,“ „Það sem mér finnst fyndið er að Virgil van Dijk sagði fyrir um tveimur mánuðum er að ég upp á mitt besta myndi ekki komast í Liverpool dagsins í dag. Ég held ég gæti tekið sæti hans sem stendur,“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira