Varar við breytingum á bókum: „Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Snorri Másson skrifar 23. febrúar 2023 08:00 Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands geldur varhug við því að krukkað sé í textum bóka eins og gert hefur verið í tilviki Roald Dahl barnabókahöfundar, en þar hefur verið greint frá víðtækum breytingum á texta í nýjum útgáfum bóka hans í Bretlandi. Rætt er við Rúnar og farið yfir málið í Íslandi í dag hér að ofan. Allar hníga umræddar breytingar í sömu átt, að hreinsa textann af hugmyndum og tungutaki sem kynni að skiljast þannig að það gæti reynst meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahópinn. Orðið „feitur” - á ensku fat - hefur til dæmis verið tekið út úr öllum bókum Roald Dahl. Sums staðar er það bara þurrkað út og annars staðar breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók eru orðnir kynhlutlausir. Matthildur er nú látin lesa bók eftir konu í stað bókar eftir karl í frístundum sínum - og norn í Nornunum sem er dulbúin sem afgreiðslukona í matvöruverslun er nú dulbúin sem framúrskarandi vísindakona. Heilu kvæðin í bókunum hafa verið samin upp á nýtt - og halda mætti áfram að þylja dæmi um breytingar, þær skipta hundruðum. Rúnar segir vafasamt að fara í texta höfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Rúnar segir að það hlyti að koma svipur á fólk ef tilkynnt væri að til stæði að gera slíkt hið sama við texta Halldórs Laxness. Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar Rúnar bendir á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum,“ segir Rúnar. „Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn.” „Ég held að það sama eigi við í grundvallaratriðum um börn. Ævintýrin sýna vondan heim. Og þau venjast því frá unga aldri að þetta er viðsjárverður heimur, sem þarf að takast á við,“ segir Rúnar. Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð.Vísir/Einar Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar Bókmenntir Íslensk fræði Ísland í dag Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Allar hníga umræddar breytingar í sömu átt, að hreinsa textann af hugmyndum og tungutaki sem kynni að skiljast þannig að það gæti reynst meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahópinn. Orðið „feitur” - á ensku fat - hefur til dæmis verið tekið út úr öllum bókum Roald Dahl. Sums staðar er það bara þurrkað út og annars staðar breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók eru orðnir kynhlutlausir. Matthildur er nú látin lesa bók eftir konu í stað bókar eftir karl í frístundum sínum - og norn í Nornunum sem er dulbúin sem afgreiðslukona í matvöruverslun er nú dulbúin sem framúrskarandi vísindakona. Heilu kvæðin í bókunum hafa verið samin upp á nýtt - og halda mætti áfram að þylja dæmi um breytingar, þær skipta hundruðum. Rúnar segir vafasamt að fara í texta höfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Rúnar segir að það hlyti að koma svipur á fólk ef tilkynnt væri að til stæði að gera slíkt hið sama við texta Halldórs Laxness. Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar Rúnar bendir á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum,“ segir Rúnar. „Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn.” „Ég held að það sama eigi við í grundvallaratriðum um börn. Ævintýrin sýna vondan heim. Og þau venjast því frá unga aldri að þetta er viðsjárverður heimur, sem þarf að takast á við,“ segir Rúnar. Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð.Vísir/Einar Rúnar Helgi Vignisson er höfundur fjölda skáldsagna, þýðinga og hann hefur einnig sinnt ritlistarkennslu áratugum saman.Vísir/Einar
Bókmenntir Íslensk fræði Ísland í dag Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57