Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 22. febrúar 2023 17:16 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við fjölmiðla á í húsi samtakanna klukkan 18. Vísir/Egill Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32% greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88%. Í stuttu ávarpi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, að lokinni atkvæðagreiðslu sagði hann að um þungbær skref samtakanna sé að ræða. Þau líti á verkbannið sem sitt síðasta úrræði til að knýja á um kjarasamningsgerð. Allsherjarverkbann hefst því að óbreyttu 2. mars eftir að tilkynning hefur verið send Eflingu og ríkissáttasemjara. Þá munu rúmlega 20 þúsund manns, sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði, ekki sækja vinnu né þiggja ekki laun eða önnur réttindi á meðan á banninu stendur. Atkvæðagreiðsla um verkbannið hófst á mánudag og lauk í dag klukkan fjögur. Fylgst var með niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32% greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88%. Í stuttu ávarpi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, að lokinni atkvæðagreiðslu sagði hann að um þungbær skref samtakanna sé að ræða. Þau líti á verkbannið sem sitt síðasta úrræði til að knýja á um kjarasamningsgerð. Allsherjarverkbann hefst því að óbreyttu 2. mars eftir að tilkynning hefur verið send Eflingu og ríkissáttasemjara. Þá munu rúmlega 20 þúsund manns, sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði, ekki sækja vinnu né þiggja ekki laun eða önnur réttindi á meðan á banninu stendur. Atkvæðagreiðsla um verkbannið hófst á mánudag og lauk í dag klukkan fjögur. Fylgst var með niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira