Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Jakob Bjarnar og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. febrúar 2023 15:17 Stór áfangi náðist í hörðustu vinnudeilu seinni tíma þegar Sólveig Anna og Halldór Benjamín lýstu því yfir að þau myndu fresta fyrirhuguðu verkfalli sem og aflýsa fyrirhuguðu vinnubanni að því gefnu að Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari boði þau á sinn fund. vísir/arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, ræddi við þau Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín og var ekki að sjá nokkurn sáttahug milli þeirra tveggja lengstum í þætti sem var upp undir klukkustundar langur. En undir lok þáttarins gáfu þau hvort öðru, Heimi Má og áhorfendum, óvænt, hátíðlegt loforð þess efnis að þau væru tilbúin að aflýsa fresta verkfalli Eflingar og SA að aflýsa fyrirhuguð verkbanni sem boðað hefur verið á fimmtudag. Það væri ef Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari boðaði þau á sinn fund og tæki upp þráðinn í samingaviðræðum. Þetta væru þau tilbúin að handsala. Aðdragandi þessa samkomulags er sá þegar Heimir Már spurði Halldór og Sólveigu hvort ríkisvaldið gæti með einhverjum hætti komið SA og Eflingu nær saman. Til dæmis með því að taka á þeim alvarlega vanda sem skapast hefur á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Húsnæðismálin lykill að lausn Sólveig jánkaði því og nefndi að húsaleigubætur hér á höfuðborgarsvæðinu væru lægri en annars staðar. Þá hafi Efling kallað eftir leiguþaki á undanförnum mánuðum. „Það er beinlínis ólögmætt að standa í verkföllum til að knýja á um aðgerðir ríkisvaldsins,“ svaraði Halldór Benjamín þá til. Lengi framan af þætti var ekki að sjá að nokkra lendingu væri að finna í þessari hörðustu vinnudeilu síðari tíma en þegar þáttastjórnandi benti á að öll þjóðin óskaði þess og að á fimmtudag bresti á með vinnubanni; þau hefðu fáeina daga til stefnu, var sem rofaði til. Ljóst er að ríkisvaldið gæti liðkað til með að leggja fram áætlun í húsnæðismálum.vísir/arnar Sólveig hafnaði því að verkfallsaðgerðir Eflingar beinist gegn ríkisvaldinu og Halldór sagði að hann hefði litla trú á að lög um leiguþak myndu bera árangur. Bæði voru þau þó sammála því að húsnæði vanti fyrir þá sem eru með lægstu launin. „Verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins eru algjörlega sammála um að það þarf stórkostlegt átak í uppbyggingu húsnæðis á landinu. Stjórnvöld hafa sofið á verðinum í alltof langan tíma. Það er rót vandans, ekki hvernig við erum að þrefa um kaup og kjör í kjarasamningum,“ sagði Halldór. „Ég fresta, þú frestar“ „Auðvitað vitum við að [stjórnvöld] koma ekki með neina barbabrellu á miðvikudaginn og verði komin með tíu þúsund íbúðir, en það er hægt að setja fram áætlun, með ykkur báðum sem gæti smurt þessa maskínu og gert það að verkum að við fáum kjarasaminga hér í næstu viku?“ spurði Heimir Már. „Eigum við ekki bara að fallast á það Sólveig? Eigum við ekki bara að fallast á það?“ spurði Halldór þá. Eftir örlítið spjall samþykkti Sólveig að skoða sættir með ákveðnum skilyrðum. „Eigum við ekki að aflýsa þessu öllu núna? Ég skal aflýsa verkbanni ef þú aflýsir verkföllum,“ sagði Halldór. „Ef þú kemur með mér inn til ríkissáttasemjara til að gera Eflingarsamning við Eflingarfólk, þá sannarlega,“ svaraði Sólveig og bætti við: „Ég fresta, þú frestar.“ Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í deilu SA og Eflingar hyggst ekki tjá sig um nýjustu vendingar að svo stöddu. Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekkert hafa um málið að segja að svo stöddu. Hann hafi horft á Pallborðið af mikilli athygli og sé í stöðugum viðræðum við deiluaðila. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Pallborðið Tengdar fréttir Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, ræddi við þau Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín og var ekki að sjá nokkurn sáttahug milli þeirra tveggja lengstum í þætti sem var upp undir klukkustundar langur. En undir lok þáttarins gáfu þau hvort öðru, Heimi Má og áhorfendum, óvænt, hátíðlegt loforð þess efnis að þau væru tilbúin að aflýsa fresta verkfalli Eflingar og SA að aflýsa fyrirhuguð verkbanni sem boðað hefur verið á fimmtudag. Það væri ef Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari boðaði þau á sinn fund og tæki upp þráðinn í samingaviðræðum. Þetta væru þau tilbúin að handsala. Aðdragandi þessa samkomulags er sá þegar Heimir Már spurði Halldór og Sólveigu hvort ríkisvaldið gæti með einhverjum hætti komið SA og Eflingu nær saman. Til dæmis með því að taka á þeim alvarlega vanda sem skapast hefur á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Húsnæðismálin lykill að lausn Sólveig jánkaði því og nefndi að húsaleigubætur hér á höfuðborgarsvæðinu væru lægri en annars staðar. Þá hafi Efling kallað eftir leiguþaki á undanförnum mánuðum. „Það er beinlínis ólögmætt að standa í verkföllum til að knýja á um aðgerðir ríkisvaldsins,“ svaraði Halldór Benjamín þá til. Lengi framan af þætti var ekki að sjá að nokkra lendingu væri að finna í þessari hörðustu vinnudeilu síðari tíma en þegar þáttastjórnandi benti á að öll þjóðin óskaði þess og að á fimmtudag bresti á með vinnubanni; þau hefðu fáeina daga til stefnu, var sem rofaði til. Ljóst er að ríkisvaldið gæti liðkað til með að leggja fram áætlun í húsnæðismálum.vísir/arnar Sólveig hafnaði því að verkfallsaðgerðir Eflingar beinist gegn ríkisvaldinu og Halldór sagði að hann hefði litla trú á að lög um leiguþak myndu bera árangur. Bæði voru þau þó sammála því að húsnæði vanti fyrir þá sem eru með lægstu launin. „Verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins eru algjörlega sammála um að það þarf stórkostlegt átak í uppbyggingu húsnæðis á landinu. Stjórnvöld hafa sofið á verðinum í alltof langan tíma. Það er rót vandans, ekki hvernig við erum að þrefa um kaup og kjör í kjarasamningum,“ sagði Halldór. „Ég fresta, þú frestar“ „Auðvitað vitum við að [stjórnvöld] koma ekki með neina barbabrellu á miðvikudaginn og verði komin með tíu þúsund íbúðir, en það er hægt að setja fram áætlun, með ykkur báðum sem gæti smurt þessa maskínu og gert það að verkum að við fáum kjarasaminga hér í næstu viku?“ spurði Heimir Már. „Eigum við ekki bara að fallast á það Sólveig? Eigum við ekki bara að fallast á það?“ spurði Halldór þá. Eftir örlítið spjall samþykkti Sólveig að skoða sættir með ákveðnum skilyrðum. „Eigum við ekki að aflýsa þessu öllu núna? Ég skal aflýsa verkbanni ef þú aflýsir verkföllum,“ sagði Halldór. „Ef þú kemur með mér inn til ríkissáttasemjara til að gera Eflingarsamning við Eflingarfólk, þá sannarlega,“ svaraði Sólveig og bætti við: „Ég fresta, þú frestar.“ Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í deilu SA og Eflingar hyggst ekki tjá sig um nýjustu vendingar að svo stöddu. Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekkert hafa um málið að segja að svo stöddu. Hann hafi horft á Pallborðið af mikilli athygli og sé í stöðugum viðræðum við deiluaðila. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá Pallborðið í heild sinni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Pallborðið Tengdar fréttir Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31