170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2023 13:04 Um risa laexeldi á landi er að ræða hjá Landeldi í Þorlákshöfn en kostnaður við að koma stöðinni upp er um 70 milljarðar króna. Aðsend Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu. Landeldi ehf., er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 en að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi og veit allra manna best um starfsemina í Þorlákshöfn „Megin framkvæmdin eru þarna einhver 150 til 160 ker, sem er framkvæmd fyrir einhverja 70 milljarða á næstu 10 árum. Þetta er mjög stórt verkefni. Við erum komnir vel í gang. Við höfum verið með seiði í Öxnalæk í Ölfusi, þar endurnýjuðum við alveg stöð, sem við keyptum um leið og umhverfismatið var í höfn. Við erum komin með lax í sjóker niður í Þorlákshöfn, stór ker, 15 og 20 metra og erum að reisa 25 og 30 metra ker á þessu ári,“ segir Rúnar Þór. Rúnar segir Þorlákshöfn frábæran stað undir landeldi. „Þarna eru einstaka aðstæður því þar erum við með sjó, sem Ísland síar fyrir okkur. Þarna eru mjög gegndræg jarðlög, sandur og grjót til skiptis, sem rann þarna í eldgosum fyrir sjö til tuttugu þúsund árum. Og þessi sjór hreinsar bæði sníkjudýr, plastagnir og annað, sem getur skaðað fiskinn.“ Og landeldið mun skapa mörg ný störf í Þorlákshöfn. „Já, við erum að tala um 170 til 200 bein störf og miklu meira á framkvæmdatímanum. Ein og ég segi, þetta er dýr framkvæmd upp á 70 milljarða en það eru mjög góðar horfur á afurðaverði í heiminum því eftirspurn eftir laxi er mikil og verðið hátt,” segir Rúnar Þór. Rúnar Þór Þórarinsson, sem er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi ehf., sem er að byggja risa, risa laxeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem mun 170 ný störf verða til.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur athygli að allur úrgangur úr löxunum verður notaður, sem áburður. „Já, visthæfing landeldis er búin að vera okkar hjartans mál. Þetta er í DNA okkar, sem fyrirtækis. Við ætlum að safna fiskimykjunni og vinna með öðrum fiskeldum að nýta hana til góðs á landi og styðja þannig við landbúnað með áburðarframleiðslu, lífkolaframleiðslu og moltuframleiðslu með hvaða ráðum sem þarf,” segir Rúnar Þór. Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Landeldi ehf., er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 en að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi og veit allra manna best um starfsemina í Þorlákshöfn „Megin framkvæmdin eru þarna einhver 150 til 160 ker, sem er framkvæmd fyrir einhverja 70 milljarða á næstu 10 árum. Þetta er mjög stórt verkefni. Við erum komnir vel í gang. Við höfum verið með seiði í Öxnalæk í Ölfusi, þar endurnýjuðum við alveg stöð, sem við keyptum um leið og umhverfismatið var í höfn. Við erum komin með lax í sjóker niður í Þorlákshöfn, stór ker, 15 og 20 metra og erum að reisa 25 og 30 metra ker á þessu ári,“ segir Rúnar Þór. Rúnar segir Þorlákshöfn frábæran stað undir landeldi. „Þarna eru einstaka aðstæður því þar erum við með sjó, sem Ísland síar fyrir okkur. Þarna eru mjög gegndræg jarðlög, sandur og grjót til skiptis, sem rann þarna í eldgosum fyrir sjö til tuttugu þúsund árum. Og þessi sjór hreinsar bæði sníkjudýr, plastagnir og annað, sem getur skaðað fiskinn.“ Og landeldið mun skapa mörg ný störf í Þorlákshöfn. „Já, við erum að tala um 170 til 200 bein störf og miklu meira á framkvæmdatímanum. Ein og ég segi, þetta er dýr framkvæmd upp á 70 milljarða en það eru mjög góðar horfur á afurðaverði í heiminum því eftirspurn eftir laxi er mikil og verðið hátt,” segir Rúnar Þór. Rúnar Þór Þórarinsson, sem er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi ehf., sem er að byggja risa, risa laxeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem mun 170 ný störf verða til.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur athygli að allur úrgangur úr löxunum verður notaður, sem áburður. „Já, visthæfing landeldis er búin að vera okkar hjartans mál. Þetta er í DNA okkar, sem fyrirtækis. Við ætlum að safna fiskimykjunni og vinna með öðrum fiskeldum að nýta hana til góðs á landi og styðja þannig við landbúnað með áburðarframleiðslu, lífkolaframleiðslu og moltuframleiðslu með hvaða ráðum sem þarf,” segir Rúnar Þór.
Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira