Hugmyndin of góð til þess að framkvæma hana ekki Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 14:00 Diljá segist vera orðin ótrúlega spennt fyrir laugardagskvöldinu. Mummi Lú Fyrsti þáttur hlaðvarpsins Powergang Podcast kom út í gær. Þar fara Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson yfir hvernig lagið Power sem Diljá syngur í Söngvakeppninni varð til. Diljá segist vilja leyfa fólki að kynnast sér og Pálma betur. Laginu Power er spáð góðu gengi í Söngvakeppninni á laugardaginn. Í skoðanakönnun í Facebook-hópnum Júrónördar er Diljá spáð sigri og situr íslenska útgáfa lagsins í 11. sæti vinsældalista Spotify á Íslandi, efst allra keppenda. Til þess að leyfa fólki að kynnast Diljá og Pálma betur ákváðu þau að gera fimm hlaðvarpsþætti um ferlið. Fyrsti þátturinn kom út í gær og kemur nýr þáttur út á hverjum degi fram að keppni. Í samtali við fréttastofu segir Diljá að þættirnir fjalli um þau tvö, lagið sjálft og svo ferlið allt. „Svo líka að mig hefur alltaf langað til að gera podcast. En ég hef ekki fundið alveg um hvað mínir þættir ættu að vera svo kom Pálmi með þessa hugmynd og þá hugsaði ég að þetta væri of gott til þess að gera það ekki. Og leyfa fólki að kynnast okkur aðeins betur,“ segir Diljá. Skyldu þau vinna keppnina á laugardaginn og keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd ætla þau að gefa út einn þátt í viku fram að keppninni og sýna frá því hvernig það er að vera Eurovision-framlag þjóðarinnar. „Bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig þetta er. Maður einhvern veginn veit ekkert, ég veit ekkert hvernig þetta ferli er, hversu mikil vinna þetta er og hvers konar vinna. Þannig bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig það er að vera að fara út í Eurovision,“ segir Diljá. Diljá og teymið sem kemur að atriðinu.Mummi Lú Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. Nýlega var hún merkt í myndband á Instagram hjá svæfingalækni í Mexíkó sem var að hlusta á lagið hennar á meðan aðgerð var í gangi. „Þetta er það ruglaðasta myndband sem ég hef fengið sent á ævi minni. En mér fannst það bara fáránlega fyndið,“ segir Diljá. Hún er orðin afar spennt fyrir laugardagskvöldinu og er bjartsýn á að allt gangi vel. „Eina sem ég hef vald yfir er að gera mitt besta og ég hef góða tilfinningu fyrir því að ég muni gera það,“ segir Diljá. Tónlist Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Hljóp Berlínarmaraþonið á undir þremur tímum Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hljóp Berlínarmaraþonið á undir þremur tímum Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira
Laginu Power er spáð góðu gengi í Söngvakeppninni á laugardaginn. Í skoðanakönnun í Facebook-hópnum Júrónördar er Diljá spáð sigri og situr íslenska útgáfa lagsins í 11. sæti vinsældalista Spotify á Íslandi, efst allra keppenda. Til þess að leyfa fólki að kynnast Diljá og Pálma betur ákváðu þau að gera fimm hlaðvarpsþætti um ferlið. Fyrsti þátturinn kom út í gær og kemur nýr þáttur út á hverjum degi fram að keppni. Í samtali við fréttastofu segir Diljá að þættirnir fjalli um þau tvö, lagið sjálft og svo ferlið allt. „Svo líka að mig hefur alltaf langað til að gera podcast. En ég hef ekki fundið alveg um hvað mínir þættir ættu að vera svo kom Pálmi með þessa hugmynd og þá hugsaði ég að þetta væri of gott til þess að gera það ekki. Og leyfa fólki að kynnast okkur aðeins betur,“ segir Diljá. Skyldu þau vinna keppnina á laugardaginn og keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd ætla þau að gefa út einn þátt í viku fram að keppninni og sýna frá því hvernig það er að vera Eurovision-framlag þjóðarinnar. „Bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig þetta er. Maður einhvern veginn veit ekkert, ég veit ekkert hvernig þetta ferli er, hversu mikil vinna þetta er og hvers konar vinna. Þannig bara leyfa fólki að fylgjast með hvernig það er að vera að fara út í Eurovision,“ segir Diljá. Diljá og teymið sem kemur að atriðinu.Mummi Lú Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. Nýlega var hún merkt í myndband á Instagram hjá svæfingalækni í Mexíkó sem var að hlusta á lagið hennar á meðan aðgerð var í gangi. „Þetta er það ruglaðasta myndband sem ég hef fengið sent á ævi minni. En mér fannst það bara fáránlega fyndið,“ segir Diljá. Hún er orðin afar spennt fyrir laugardagskvöldinu og er bjartsýn á að allt gangi vel. „Eina sem ég hef vald yfir er að gera mitt besta og ég hef góða tilfinningu fyrir því að ég muni gera það,“ segir Diljá.
Tónlist Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Hljóp Berlínarmaraþonið á undir þremur tímum Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hljóp Berlínarmaraþonið á undir þremur tímum Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira