Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2023 08:01 Guðmundur Guðmundsson ræðir við leikmenn landsliðsins. vísir/vilhelm Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku. Síðan þá hafa fregnir borist af því að samband hans við leikmenn hafi ekki verið gott. Í útsendingu Seinni bylgjunnar frá leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport í síðustu viku sagði Arnar Daði Arnarsson að „skemmd epli“ innan búningsklefa Íslands hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar. „Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði. Brotthvarf Guðmundar var til umræðu í Handkastinu í gær. Henry Birgir Gunnarsson var gestur Arnars Daða ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann er svekktur út í leikmenn landsliðsins og hvernig þeir létu eftir lokaleik Íslands á HM þar sem liðið vann Brasilíu, 43-39, og hvernig þeir virtust kætast yfir hvernig Guðmundur lenti í „hakkavélinni“. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að eftir að leik lýkur og það verður mikið havarí í viðtölum að stór hópur íslenskra landsliðsmanna hafi nánast verið byrjaður að moka undan Guðmundi og gleðjast því að hann skildi hafa lent í einhverri hakkavél,“ sagði Henry Birgir. Köstuðu þjálfaranum fram af gilinu „Leikmenn sem ollu vonbrigðum og eiga stóra sök á því að íslenska liðið fór ekki lengra. Þeir hefðu að minnsta kosti mátt líta aðeins í spegil og jafnvel sumir hverjir skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur en þeir gerðu, í stað þess að kasta þjálfaranum fram af gilinu. Það fór í taugarnar á mér.“ Henry Birgir Gunnarsson ræðir við Guðmund.vísir/vilhelm Ásgeir tók í sama streng og Henry Birgir. „Þetta er ekki gott til afspurnar, eitthvað svona á miðju móti eða rétt eftir mót, bara út af prinsippástæðum.“ Fékk ótrúlegustu sendingar Arnar Daði furðar sig á hversu auðveldlega upplýsingar berast úr leikmannahópi Íslands og til fjölmiðla og þeirra sem vilja heyra. „Ég fékk ótrúlegar sendingar, kannski ekki beint frá landsliðsmönnum en eins og landsliðsmenn hafi verið að biðja vini og vandamenn um að senda mér alls konar skilaboð. Ég hef ekki þjálfað í mörg ár en þetta er það síðasta sem þú vilt. Þú vilt ekki að klefinn leki,“ sagði Arnar Daði. „Ég á ekki sem fjölmiðlamaður, þótt það sé frábært fyrir mig og ég þakki fyrir allar sendingarnar sem ég fékk, að fá skilaboð um það hvernig Guðmundur hegðaði sér á myndbandsfundum, á æfingum, hvernig samskipti hans við leikmenn voru eða hvernig hálfleiksræðan var. Þarna er hrikalega stórt vandamál.“ Klefinn á að vera heilagur Ásgeir segir að svona lagað eigi ekki að líðast. „Þetta er eitt af grunnprinsippum hópíþrótta. Klefinn er heilagur,“ sagði hann. „Menn mega alveg vera ósáttir og tala opinskátt um það við þjálfarann og innan hópsins. En að puða svona eitri út í staðinn fyrir að ræða þetta opinskátt innan hópsins er algjört prinsippleysi, alveg sama hvaða teymi er að vinna saman. Þetta er menning sem á ekki að vera í neinu góðu liði.“ Henry Birgir tók aftur við boltanum. „Þetta er óþolandi og fyrir neðan allar hellur. Þú vinnur innan frá en ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 52:50. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku. Síðan þá hafa fregnir borist af því að samband hans við leikmenn hafi ekki verið gott. Í útsendingu Seinni bylgjunnar frá leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport í síðustu viku sagði Arnar Daði Arnarsson að „skemmd epli“ innan búningsklefa Íslands hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar. „Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði. Brotthvarf Guðmundar var til umræðu í Handkastinu í gær. Henry Birgir Gunnarsson var gestur Arnars Daða ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann er svekktur út í leikmenn landsliðsins og hvernig þeir létu eftir lokaleik Íslands á HM þar sem liðið vann Brasilíu, 43-39, og hvernig þeir virtust kætast yfir hvernig Guðmundur lenti í „hakkavélinni“. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að eftir að leik lýkur og það verður mikið havarí í viðtölum að stór hópur íslenskra landsliðsmanna hafi nánast verið byrjaður að moka undan Guðmundi og gleðjast því að hann skildi hafa lent í einhverri hakkavél,“ sagði Henry Birgir. Köstuðu þjálfaranum fram af gilinu „Leikmenn sem ollu vonbrigðum og eiga stóra sök á því að íslenska liðið fór ekki lengra. Þeir hefðu að minnsta kosti mátt líta aðeins í spegil og jafnvel sumir hverjir skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur en þeir gerðu, í stað þess að kasta þjálfaranum fram af gilinu. Það fór í taugarnar á mér.“ Henry Birgir Gunnarsson ræðir við Guðmund.vísir/vilhelm Ásgeir tók í sama streng og Henry Birgir. „Þetta er ekki gott til afspurnar, eitthvað svona á miðju móti eða rétt eftir mót, bara út af prinsippástæðum.“ Fékk ótrúlegustu sendingar Arnar Daði furðar sig á hversu auðveldlega upplýsingar berast úr leikmannahópi Íslands og til fjölmiðla og þeirra sem vilja heyra. „Ég fékk ótrúlegar sendingar, kannski ekki beint frá landsliðsmönnum en eins og landsliðsmenn hafi verið að biðja vini og vandamenn um að senda mér alls konar skilaboð. Ég hef ekki þjálfað í mörg ár en þetta er það síðasta sem þú vilt. Þú vilt ekki að klefinn leki,“ sagði Arnar Daði. „Ég á ekki sem fjölmiðlamaður, þótt það sé frábært fyrir mig og ég þakki fyrir allar sendingarnar sem ég fékk, að fá skilaboð um það hvernig Guðmundur hegðaði sér á myndbandsfundum, á æfingum, hvernig samskipti hans við leikmenn voru eða hvernig hálfleiksræðan var. Þarna er hrikalega stórt vandamál.“ Klefinn á að vera heilagur Ásgeir segir að svona lagað eigi ekki að líðast. „Þetta er eitt af grunnprinsippum hópíþrótta. Klefinn er heilagur,“ sagði hann. „Menn mega alveg vera ósáttir og tala opinskátt um það við þjálfarann og innan hópsins. En að puða svona eitri út í staðinn fyrir að ræða þetta opinskátt innan hópsins er algjört prinsippleysi, alveg sama hvaða teymi er að vinna saman. Þetta er menning sem á ekki að vera í neinu góðu liði.“ Henry Birgir tók aftur við boltanum. „Þetta er óþolandi og fyrir neðan allar hellur. Þú vinnur innan frá en ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 52:50.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira