Skoða að minnka Mærudaga sem eru orðnir of stórir í sniðum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2023 12:24 Mærudögum hefur verið fagnað á Húsavík síðan árið 1994. Mærudagar Á íbúafundi á Húsavík í gær var rætt um niðurstöður íbúakönnunar þar sem viðhorf til Mærudaga var kannað. Íbúar vilja halda hátíðinni á sama tíma og venjulega en færa hana aftur nær því sem hún var upphaflega. Húsvíkingar halda upp á Mærudaga ár hvert helgina fyrir Verslunarmannahelgina. Hún var fyrst haldin árið 1994 í apríl en síðan færð yfir á sumartímann nokkrum árum síðar. Hátíðin hefur orðið stærri og stærri í gegnum árin og hafa íbúar kallað eftir því að henni verði breytt aftur í það sem hún var upphaflega. Fulltrúar Norðurþings tóku fyrst eftir þessu eftir síðustu hátíð. „Það virtist vera komin ákveðin þreyta á fyrirkomulaginu. Litaskiptingarnar sem hafa verið, það var minni þátttaka í því. Ferðaþjónusta er orðin það stór og öflug hjá okkur yfir sumartímann að bærinn er kannski að hluta til uppseldur, bæði hvað varðar gistingu og veitingaþjónustu og ýmsa afþreyingu. Þannig við urðum vör við umræðu að það þyrftu að vera einhverjar breytingar á hátíðinni sem ýtti okkur út í það að fara í þessa vinnu,“ segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings.Sjálfstæðisflokkurinn Framkvæmd var könnun meðal íbúa þar sem viðhorf íbúa til hátíðarinnar var könnuð og hvernig fólk sæi fyrir sér framtíð hennar. Á íbúafundi í gær voru niðurstöðurnar kynntar og var fundurinn einnig nýttur til þess að ná fram frekara sjónarmiði íbúa. Meðal þess sem var rætt var hvort breyta ætti tímasetningu hátíðarinnar þar sem síðasta helgin í júlí er afar annasöm hjá ferðaþjónustunni í bænum. Fólk virtist ekki vera á þeim buxunum en einhverjir voru sammála um að það þyrfti að minnka hátíðina. „Hún er orðin of stór og hefur fjarlægst upphafinu. Þegar hún fer fyrst af stað árið 1994 var hún í apríl í kringum sumardaginn fyrsta. Þá var þetta smá uppskeruhátíð fyrir lista- og menningarlífið eftir vetrarstarfið. Hún hefur þróast og breyst ansi mikið frá þeim tíma,“ segir Helena. Gögnin verða skoðuð nánar hjá fjölskylduráðinu á næstunni sem mun taka ákvarðanir um framhald og framvindu málsins. Norðurþing Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Húsvíkingar halda upp á Mærudaga ár hvert helgina fyrir Verslunarmannahelgina. Hún var fyrst haldin árið 1994 í apríl en síðan færð yfir á sumartímann nokkrum árum síðar. Hátíðin hefur orðið stærri og stærri í gegnum árin og hafa íbúar kallað eftir því að henni verði breytt aftur í það sem hún var upphaflega. Fulltrúar Norðurþings tóku fyrst eftir þessu eftir síðustu hátíð. „Það virtist vera komin ákveðin þreyta á fyrirkomulaginu. Litaskiptingarnar sem hafa verið, það var minni þátttaka í því. Ferðaþjónusta er orðin það stór og öflug hjá okkur yfir sumartímann að bærinn er kannski að hluta til uppseldur, bæði hvað varðar gistingu og veitingaþjónustu og ýmsa afþreyingu. Þannig við urðum vör við umræðu að það þyrftu að vera einhverjar breytingar á hátíðinni sem ýtti okkur út í það að fara í þessa vinnu,“ segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings.Sjálfstæðisflokkurinn Framkvæmd var könnun meðal íbúa þar sem viðhorf íbúa til hátíðarinnar var könnuð og hvernig fólk sæi fyrir sér framtíð hennar. Á íbúafundi í gær voru niðurstöðurnar kynntar og var fundurinn einnig nýttur til þess að ná fram frekara sjónarmiði íbúa. Meðal þess sem var rætt var hvort breyta ætti tímasetningu hátíðarinnar þar sem síðasta helgin í júlí er afar annasöm hjá ferðaþjónustunni í bænum. Fólk virtist ekki vera á þeim buxunum en einhverjir voru sammála um að það þyrfti að minnka hátíðina. „Hún er orðin of stór og hefur fjarlægst upphafinu. Þegar hún fer fyrst af stað árið 1994 var hún í apríl í kringum sumardaginn fyrsta. Þá var þetta smá uppskeruhátíð fyrir lista- og menningarlífið eftir vetrarstarfið. Hún hefur þróast og breyst ansi mikið frá þeim tíma,“ segir Helena. Gögnin verða skoðuð nánar hjá fjölskylduráðinu á næstunni sem mun taka ákvarðanir um framhald og framvindu málsins.
Norðurþing Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira