Reynir að komast í Eurovision og útilokar ekki að spila í Bestu-deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2023 10:00 Viðtalið var tekið á sparkvelli við Laugarnesskóla. Skömmu eftir að það fréttist að þátttakandi í Söngvakeppninni væri þar flykktust krakkarnir í kringum Braga Bergsson, spiluðu fótbolta við og fengu myndir af sér með honum. vísir/egill Bragi Bergsson sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar í kvöld hefur leikið fótbolta alla sína tíð. Hann útilokar ekki að spila í Bestu deild karla í sumar. Það ræðst í kvöld hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Liverpool á Englandi í maí. Meðal laganna fimm í úrslitum Söngvakeppninnar er „Stundum snýst heimurinn gegn þér“ sem Bragi flytur. Bragi er uppalinn í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð í tónlist þar. Hann endaði meðal annars í 3. sæti sænska Idolsins 2018. En núna er hann kominn heim og freistar þess að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands, eitthvað sem hefur lengi blundað í honum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Maður hefur alltaf hugsað að það væri gaman að gera þetta en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En núna ákvað ég að gera eitthvað gaman og er mættur til Íslands.“ En er Bragi vongóður um að vinna Söngvakeppnina og komast í Eurovision? „Ég er aldrei voðalega bjartsýnn. Ég efast alltaf eitthvað. En núna ætla ég að reyna að þora að vona að ég geti kannski unnið,“ sagði Bragi sem syngur á ensku úrslitakvöldinu. Lagið hans nefnist þá „Sometimes the World's Against You“. Sem fyrr sagði hefur Bragi alltaf verið í fótbolta. Hann hefur meðal annars spilað þrjú tímabil í efstu deild hér á Íslandi. Hann lék með ÍBV 2013 og 2014 og Fylki 2016, alls 36 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Þá skoraði hann fyrir ÍBV gegn HB Þórshöfn í Evrópudeildinni 2013. Klippa: Viðtal við Braga Bergsson „Ég byrjaði að spila úti í Svíþjóð með liði sem heitir Västra Frölunda en þegar ég var lítill kom ég alltaf til Íslands á sumrin og spilaði með KA og smá með ÍA,“ sagði Bragi. „Svo var ég hjá Gautaborg en fékk reyndar aldrei að spila meistaraflokksleik með þeim í sænsku úrvalsdeildinni. Svo spilaði ég tvö sumur með ÍBV. Við spiluðum í Evrópukeppni, Hermann Hreiðarsson var að þjálfa og David James í markinu. Ég spilaði með GAIS í B-deildinni í Svíþjóð, síðan Fylki og svo hef ég mest verið í C-deildinni úti, með Utsikten. Við komumst upp í sænsku B-deildina í hitteðfyrra en þá var ég farinn að syngja mikið og ætlaði að einbeita mér meira að söngnum.“ Bragi lék ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.vísir/egill Meðan Bragi hefur verið hér á landi vegna Söngvakeppninnar hefur hann æft með Fylki. Og hann útilokar ekki að spila með liðinu í sumar. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bragi. Hann segir að fótboltinn hjálpi þegar kemur að tónlistinni. „Klárlega. Að undirbúa sig fyrir verkefni. Ég sé laugardagskvöldið fyrir mig eins og leik. Ég þarf að borða vel, sofa vel. Svo snýst þetta bæði um að standa sig undir pressu. Fótboltinn hefur alveg hjálpað mér,“ sagði Bragi að lokum. Fótbolti Eurovision Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Það ræðst í kvöld hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Liverpool á Englandi í maí. Meðal laganna fimm í úrslitum Söngvakeppninnar er „Stundum snýst heimurinn gegn þér“ sem Bragi flytur. Bragi er uppalinn í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð í tónlist þar. Hann endaði meðal annars í 3. sæti sænska Idolsins 2018. En núna er hann kominn heim og freistar þess að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands, eitthvað sem hefur lengi blundað í honum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Maður hefur alltaf hugsað að það væri gaman að gera þetta en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En núna ákvað ég að gera eitthvað gaman og er mættur til Íslands.“ En er Bragi vongóður um að vinna Söngvakeppnina og komast í Eurovision? „Ég er aldrei voðalega bjartsýnn. Ég efast alltaf eitthvað. En núna ætla ég að reyna að þora að vona að ég geti kannski unnið,“ sagði Bragi sem syngur á ensku úrslitakvöldinu. Lagið hans nefnist þá „Sometimes the World's Against You“. Sem fyrr sagði hefur Bragi alltaf verið í fótbolta. Hann hefur meðal annars spilað þrjú tímabil í efstu deild hér á Íslandi. Hann lék með ÍBV 2013 og 2014 og Fylki 2016, alls 36 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Þá skoraði hann fyrir ÍBV gegn HB Þórshöfn í Evrópudeildinni 2013. Klippa: Viðtal við Braga Bergsson „Ég byrjaði að spila úti í Svíþjóð með liði sem heitir Västra Frölunda en þegar ég var lítill kom ég alltaf til Íslands á sumrin og spilaði með KA og smá með ÍA,“ sagði Bragi. „Svo var ég hjá Gautaborg en fékk reyndar aldrei að spila meistaraflokksleik með þeim í sænsku úrvalsdeildinni. Svo spilaði ég tvö sumur með ÍBV. Við spiluðum í Evrópukeppni, Hermann Hreiðarsson var að þjálfa og David James í markinu. Ég spilaði með GAIS í B-deildinni í Svíþjóð, síðan Fylki og svo hef ég mest verið í C-deildinni úti, með Utsikten. Við komumst upp í sænsku B-deildina í hitteðfyrra en þá var ég farinn að syngja mikið og ætlaði að einbeita mér meira að söngnum.“ Bragi lék ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.vísir/egill Meðan Bragi hefur verið hér á landi vegna Söngvakeppninnar hefur hann æft með Fylki. Og hann útilokar ekki að spila með liðinu í sumar. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bragi. Hann segir að fótboltinn hjálpi þegar kemur að tónlistinni. „Klárlega. Að undirbúa sig fyrir verkefni. Ég sé laugardagskvöldið fyrir mig eins og leik. Ég þarf að borða vel, sofa vel. Svo snýst þetta bæði um að standa sig undir pressu. Fótboltinn hefur alveg hjálpað mér,“ sagði Bragi að lokum.
Fótbolti Eurovision Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira