Leiðtogi Wagner segir Bakhmut fallna Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2023 20:01 Yevgeny Prigozhin leiðtogi hinna grimmu Wagner hersveita. Myndin er sögð vera tekin við Bakhmut í dag. AP Yfirmaður rússnesku Wagner málaliðanna segir þá hafa umkringt borgina Bakhmut þar sem aðeins væru eftir börn og gamalmenni til að berjast gegn innrás þeirra. Yfirvöld í nágrannahéraðinu Kharkiv hafa síðan fyrirskipað fjölskyldum með börn og öðrum viðkvæmum hópum að yfirgefa borgina Kupiansk vegna látlausra loftárása Rússa. Gífurlegir bardagar hafa verið í og við borgina Bakhmut í Donetsk héraði í Úkraínu undanfarna mánuði en Rússar leggja mika áherslu á að ná borginni á sitt vald. Rússar hafa aldrei náð að leggja allt héraðið undir sig, þótt þeir þykist hafa innlimað það, og þótt Bakhmut sé ekki hernaðarlega mikilvæg er borgin vel staðsett upp á frekari landvinninga „Hersveitum Wagner hefur tekist að umkringja Bakhmut. Það er aðeins einn vegur eftir til og frá borginni. Hringurinn er að lokast. Áður áttum við í bardögum við úkraínska atvinnuhermenn en í dag erum við í vaxandi mæli að berjast við börn og gamalmenni," sagði Prigozhin hróðugur í ávarpi sem sagt er að tekið hafi verið upp við borgina. Úkraínumenn hröktu Rússa út úr austur- og norðurhluta Kharkiv héraðs í september. Undanfarna daga hafa Rússar látið eldflaugum rigna yfir borgina Kupyansk í héraðinu.Grafík/Kristján Úkraínumenn segjast hins vegar enn halda uppi vörnum í Bakhmut og því til staðfestingar kom einn æðsti yfirmaður úkraínska hersins þangað í dag. Yfirmaður Wagner málaliðanna segir að þeir sem enn berðust gegn Rússum í Bakhmut hefðu aðeins einn til tvo daga til að flýja eða deyja ella. Rússar hafa einnig haldið uppi látlausum eldflaugaárásum á borgina Kupiansk í Kharkiv héraði undanfarna daga. Úkraínumenn hröktu rússneskar hersveitir úr héraðinu september. Héraðsfirvöld í Kharkiv skipuðu barnafjölskyldum og fólki með skerta hreyfigetu í dag að yfirgefa Kupiansk. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir enn mikla þörf á þungavopnum frá vestrænum bandamönnum til að hrekja Rússa af yfirráðasvæði landsins.Getty/Yan Dobronosov Í dag lögðu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu Egils Levits forseti Lettlands blómsveiga að leiðum fallinna hermanna í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Zelenskyy hvatti bandamenn til að hraða sendingum þungavopna til landsins. „Við þurfum einnig vopnakerfi, skotfær og helling af stórskotum. Við þurfum ekki á þessu að halda til að gera árásir á landsvæði innan Rússlands heldur til að henda þeim út af landsvæðum okkar, sem hlýtur að vera sanngjarnt. Það sama á við um þörf okkar fyrir flugvélar," sagði forseti Úkraínu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43 Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06 Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Gífurlegir bardagar hafa verið í og við borgina Bakhmut í Donetsk héraði í Úkraínu undanfarna mánuði en Rússar leggja mika áherslu á að ná borginni á sitt vald. Rússar hafa aldrei náð að leggja allt héraðið undir sig, þótt þeir þykist hafa innlimað það, og þótt Bakhmut sé ekki hernaðarlega mikilvæg er borgin vel staðsett upp á frekari landvinninga „Hersveitum Wagner hefur tekist að umkringja Bakhmut. Það er aðeins einn vegur eftir til og frá borginni. Hringurinn er að lokast. Áður áttum við í bardögum við úkraínska atvinnuhermenn en í dag erum við í vaxandi mæli að berjast við börn og gamalmenni," sagði Prigozhin hróðugur í ávarpi sem sagt er að tekið hafi verið upp við borgina. Úkraínumenn hröktu Rússa út úr austur- og norðurhluta Kharkiv héraðs í september. Undanfarna daga hafa Rússar látið eldflaugum rigna yfir borgina Kupyansk í héraðinu.Grafík/Kristján Úkraínumenn segjast hins vegar enn halda uppi vörnum í Bakhmut og því til staðfestingar kom einn æðsti yfirmaður úkraínska hersins þangað í dag. Yfirmaður Wagner málaliðanna segir að þeir sem enn berðust gegn Rússum í Bakhmut hefðu aðeins einn til tvo daga til að flýja eða deyja ella. Rússar hafa einnig haldið uppi látlausum eldflaugaárásum á borgina Kupiansk í Kharkiv héraði undanfarna daga. Úkraínumenn hröktu rússneskar hersveitir úr héraðinu september. Héraðsfirvöld í Kharkiv skipuðu barnafjölskyldum og fólki með skerta hreyfigetu í dag að yfirgefa Kupiansk. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir enn mikla þörf á þungavopnum frá vestrænum bandamönnum til að hrekja Rússa af yfirráðasvæði landsins.Getty/Yan Dobronosov Í dag lögðu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu Egils Levits forseti Lettlands blómsveiga að leiðum fallinna hermanna í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Zelenskyy hvatti bandamenn til að hraða sendingum þungavopna til landsins. „Við þurfum einnig vopnakerfi, skotfær og helling af stórskotum. Við þurfum ekki á þessu að halda til að gera árásir á landsvæði innan Rússlands heldur til að henda þeim út af landsvæðum okkar, sem hlýtur að vera sanngjarnt. Það sama á við um þörf okkar fyrir flugvélar," sagði forseti Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43 Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06 Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43
Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06
Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57