Segir Will Smith vera tík fyrir að slá sig Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 14:37 Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Al Seib Chris Rock segir leikarann Will Smith vera tík fyrir að hafa slegið sig á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Rock gaf í skyn að illindi hans og Smith hafi byrjað árið 2016. Það er mönnum enn ferskt í minni þegar Will Smith gekk upp á svið Óskarsins í fyrra og sló Chris Rock vegna brandara sem sá síðarnefndi sagði um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Í gær var nýtt uppistand Chris Rock frumsýnt á Netflix. Uppistandið ber yfirskriftina „Selective Outrage“ eða „Valkvæð svívirðing“ og er það fyrsta frá Rock síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir ræddi Rock um þennan frægasta kinnhest heimssögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi verið beittur pressu hafi hann ekki viljað tala opinberlega um kinnhestinn í spjallþáttum á borð við Oprah Winfrey Show. „Það er aldrei að fara að gerast. Skítt með það. Ég tók þessum kinnhest eins og Pacquiao,“ segir Rock í uppistandinu en Manny Pacquiao er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Hann gagnrýndi Smith fyrir að hafa slegið sig enda sé Smith töluvert stærri og sterkari en hann. Þaðan kemur akkúrat nafn sýningarinnar, valkvæð svívirðing. Smith vissi að hann gæti lamið Rock og komist upp með það og því valið að svívirða hann. „Will Smith er ber að ofan í kvikmyndum. Þú munt aldrei sjá mig vera beran að ofan í kvikmynd. Ef ég er í kvikmynd að fá hjartaaðgerð þá er ég í peysu,“ segir Rock til að sýna fram á styrkleika mun þeirra. Árið 2020 opnaði Pinkett Smith sig um framhjáhald sitt með söngvaranum August Alsina. Hún gerði það í hlaðvarpi sínu, Red Table Talk, og var Will viðstaddur þegar hún ræddi þetta. Fjöldi fólks kallaði hann tík og aumingja fyrir það. „Allir í heiminum kölluðu hann tík. Ég reyndi að hringja í tíkarsoninn, ég reyndi að hringja í hann og hughreysta hann en hann svaraði mér ekki. Allir kölluðu hann tík en hvern slær hann? Mig. Það er eitthvað sem tík myndi gera,“ segir Rock. Hann gaf í skyn að illindi milli hans og Smith hafi byrjað árið 2016 þegar Rock var einnig að kynna Óskarsverðlaunin líkt og þegar Smith sló hann. Fyrir hátíðina hafði Pinkett Smith gagnrýnd Óskarsakademíuna fyrir skort á tilnefningum til svartra listamanna. Hún bað Rock um að hætta við að kynna sem hann gerði ekki. „Þeir segja að orð særa. Þú verður að passa hvað þú segir því orð særa. Allir sem segja að orð særa hafa aldrei verið kýldir í andlitið. Orð særa þegar búið er að skrifa þau í múrstein,“ segir Rock. Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Það er mönnum enn ferskt í minni þegar Will Smith gekk upp á svið Óskarsins í fyrra og sló Chris Rock vegna brandara sem sá síðarnefndi sagði um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Í gær var nýtt uppistand Chris Rock frumsýnt á Netflix. Uppistandið ber yfirskriftina „Selective Outrage“ eða „Valkvæð svívirðing“ og er það fyrsta frá Rock síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir ræddi Rock um þennan frægasta kinnhest heimssögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi verið beittur pressu hafi hann ekki viljað tala opinberlega um kinnhestinn í spjallþáttum á borð við Oprah Winfrey Show. „Það er aldrei að fara að gerast. Skítt með það. Ég tók þessum kinnhest eins og Pacquiao,“ segir Rock í uppistandinu en Manny Pacquiao er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Hann gagnrýndi Smith fyrir að hafa slegið sig enda sé Smith töluvert stærri og sterkari en hann. Þaðan kemur akkúrat nafn sýningarinnar, valkvæð svívirðing. Smith vissi að hann gæti lamið Rock og komist upp með það og því valið að svívirða hann. „Will Smith er ber að ofan í kvikmyndum. Þú munt aldrei sjá mig vera beran að ofan í kvikmynd. Ef ég er í kvikmynd að fá hjartaaðgerð þá er ég í peysu,“ segir Rock til að sýna fram á styrkleika mun þeirra. Árið 2020 opnaði Pinkett Smith sig um framhjáhald sitt með söngvaranum August Alsina. Hún gerði það í hlaðvarpi sínu, Red Table Talk, og var Will viðstaddur þegar hún ræddi þetta. Fjöldi fólks kallaði hann tík og aumingja fyrir það. „Allir í heiminum kölluðu hann tík. Ég reyndi að hringja í tíkarsoninn, ég reyndi að hringja í hann og hughreysta hann en hann svaraði mér ekki. Allir kölluðu hann tík en hvern slær hann? Mig. Það er eitthvað sem tík myndi gera,“ segir Rock. Hann gaf í skyn að illindi milli hans og Smith hafi byrjað árið 2016 þegar Rock var einnig að kynna Óskarsverðlaunin líkt og þegar Smith sló hann. Fyrir hátíðina hafði Pinkett Smith gagnrýnd Óskarsakademíuna fyrir skort á tilnefningum til svartra listamanna. Hún bað Rock um að hætta við að kynna sem hann gerði ekki. „Þeir segja að orð særa. Þú verður að passa hvað þú segir því orð særa. Allir sem segja að orð særa hafa aldrei verið kýldir í andlitið. Orð særa þegar búið er að skrifa þau í múrstein,“ segir Rock.
Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira