„Það skelfilegasta sem ég hef lent í“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2023 19:29 Sara Dögg Sigurðardóttir. Vísir/ÍVAR Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. Parið Sara Dögg Sigurðardóttir og Jóhannes Hrefnuson Karlsson, bæði tvítug, voru í flugi á leið á ráðstefnu í Washington 16. febrúar þegar Jóhannes byrjar að finna fyrir miklum höfuðverk. „Síðan liggur hann bara veikur á fimmtudegi, föstudegi og síðan á laugardagsmorgninum er hann bara meðvitundarlaus. Og ég held náttúrulega bara, af því að hann er veikur, að hann sé sofandi. En svo reyni ég að vekja hann og þá er ekki hægt að vekja hann,“ segir Sara. Jóhannes var fluttur með hraði á sjúkrahús í Virginíu og í rannsóknum kom í ljós að um streptókokkasýkingu var að ræða. Hann var sendur í bráðaskurðaðgerð á heila aðfaranótt 19. febrúar. „Ég var svo hrædd. Þetta er það skelfilegasta sem ég hef lent í. Það var svo mikil óvissa á tíma því það kom ekki í ljós strax hvort þetta væri heilablæðing, sýking, hvernig sýkingin væri. Svo var óvissa um hvenær hann myndi vakna, hvort hann myndi vakna og hvernig hann yrði eftir á. Hvort hann myndi muna eitthvað.“ Sara hlúir að Jóhannesi á sjúkrahúsinu í Virginíu.úr einkasafni Farinn að segja já og nei Jóhannesi var haldið sofandi í fimm daga eftir aðgerð. Hann komst aftur til meðvitundar um síðustu helgi. „Hann er farinn að segja já, nei og vá en hann getur ekki sagt setningar. En þær koma með tíma og talþjálfun,“ segir Sara. Jóhannes er enn á spítalanum úti og Sara er á leið aftur út innan skamms. Hún segir kostnað við innlögn Jóhannesar og endurhæfingu sligandi. „Einhverjar margar milljónir. Ég býst við yfir tíu milljónum. Vel yfir tíu.“ Jóhannes og Sara eru tvítug og sjúkrahúskostnaðurinn þeim erfiður viðureignar. Grasserað í heilanum í einhverja daga Bylgja alvarlegra streptókokkasýkinga hefur dunið á landsmönnum nú í byrjun árs en vísbendingar eru um að hún sé loksins í rénun. Færri greindust til dæmis með skarlatssótt, afleiðingu streptókokka, í síðustu viku febrúarmánaðar en vikuna á undan - þó að tilfellin hafi verið margföld miðað við meðaltal áranna á undan. Fjölmargar tegundir streptókokkabaktería eru til. Sara segir að svo virðist sem streptókokkabakterían sem olli veikindum Jóhannesar sé ekki af þeirri gerð sem greinist í hálsi. „Þetta er slæm streptókokkasýking í heila og sýkingarlæknir sem kom og talaði við mig þegar ég var hjá honum eina nóttina sagði að þetta hefði örugglega verið að myndast í heilanum hans í einhverja daga eða vikur.“ Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Parið Sara Dögg Sigurðardóttir og Jóhannes Hrefnuson Karlsson, bæði tvítug, voru í flugi á leið á ráðstefnu í Washington 16. febrúar þegar Jóhannes byrjar að finna fyrir miklum höfuðverk. „Síðan liggur hann bara veikur á fimmtudegi, föstudegi og síðan á laugardagsmorgninum er hann bara meðvitundarlaus. Og ég held náttúrulega bara, af því að hann er veikur, að hann sé sofandi. En svo reyni ég að vekja hann og þá er ekki hægt að vekja hann,“ segir Sara. Jóhannes var fluttur með hraði á sjúkrahús í Virginíu og í rannsóknum kom í ljós að um streptókokkasýkingu var að ræða. Hann var sendur í bráðaskurðaðgerð á heila aðfaranótt 19. febrúar. „Ég var svo hrædd. Þetta er það skelfilegasta sem ég hef lent í. Það var svo mikil óvissa á tíma því það kom ekki í ljós strax hvort þetta væri heilablæðing, sýking, hvernig sýkingin væri. Svo var óvissa um hvenær hann myndi vakna, hvort hann myndi vakna og hvernig hann yrði eftir á. Hvort hann myndi muna eitthvað.“ Sara hlúir að Jóhannesi á sjúkrahúsinu í Virginíu.úr einkasafni Farinn að segja já og nei Jóhannesi var haldið sofandi í fimm daga eftir aðgerð. Hann komst aftur til meðvitundar um síðustu helgi. „Hann er farinn að segja já, nei og vá en hann getur ekki sagt setningar. En þær koma með tíma og talþjálfun,“ segir Sara. Jóhannes er enn á spítalanum úti og Sara er á leið aftur út innan skamms. Hún segir kostnað við innlögn Jóhannesar og endurhæfingu sligandi. „Einhverjar margar milljónir. Ég býst við yfir tíu milljónum. Vel yfir tíu.“ Jóhannes og Sara eru tvítug og sjúkrahúskostnaðurinn þeim erfiður viðureignar. Grasserað í heilanum í einhverja daga Bylgja alvarlegra streptókokkasýkinga hefur dunið á landsmönnum nú í byrjun árs en vísbendingar eru um að hún sé loksins í rénun. Færri greindust til dæmis með skarlatssótt, afleiðingu streptókokka, í síðustu viku febrúarmánaðar en vikuna á undan - þó að tilfellin hafi verið margföld miðað við meðaltal áranna á undan. Fjölmargar tegundir streptókokkabaktería eru til. Sara segir að svo virðist sem streptókokkabakterían sem olli veikindum Jóhannesar sé ekki af þeirri gerð sem greinist í hálsi. „Þetta er slæm streptókokkasýking í heila og sýkingarlæknir sem kom og talaði við mig þegar ég var hjá honum eina nóttina sagði að þetta hefði örugglega verið að myndast í heilanum hans í einhverja daga eða vikur.“
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira