Innlit í framtíðina hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2023 09:16 Cody Gakpo fagnar fyrra marki sínu í leiknum í gær. Hann skoraði það með frábærri afgreiðslu. AP/Jon Super Útlitið var svart hjá Liverpool fyrir aðeins nokkrum vikum síðan en í dag svífa stuðningsmenn félagsins um á bleiku skýi eftir að Liverpool skaut erkifjendurna í Manchester United niður á jörðina með sjö núll stórsigri á Anfeld í gær. Manchester United var búið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og var farið að horfa upp töfluna á mögulega titilbaráttu og jafnvel fernu af titlum á þessu tímabili. Þess í stað verður 5. mars 2023 stór hluti af sögunni hjá báðum félögum og hér eftir verður alltaf ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að rifja upp þennan örlagaríka dag. Það verða einkum 45 mínúturnar í seinni hálfleik sem verða í manna minnum en þar skoraði Liverpool liðið sex mörk. Liverpool 7-0 Man Utd: 'Glimpse of future as Reds humiliate old rivals' @BBCWorld https://t.co/vt7hVHtV4j— Saad Mohseni (@saadmohseni) March 6, 2023 Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu skrifar pistil um leikinn og hann segir að það að þetta sé stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það stærsta í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld muni veita stuðningsmönnum Liverpool svo mikla ánægju en um leið særa stuðningsmenn Manchetser United inn að beini. McNulty skrifar líka að við höfum mögulega fengið innlit í framtíðina hjá Liverpool í þessum leik. Þungarokkspressan var aftur mætt og auk þess að skora sjö mörk þá hélt liðið hreinu í þriðja leiknum í röð. Við sáum auðvitað Mohamed Salah skora tvö mörk og bæta markamet félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var í eigu Robbie Fowler. Það minnti vissulega á gömlu góðu dagana en það voru mörkin frá nýju strákunum við hlið hans í framlínunni sem gáfu okkur kannski innlit í framtíðina hjá Liverpool. Liverpool hefur keypt þá Darwin Nunez og Cody Gakpo í síðustu tveimur gluggum og hingað til höfðu þeir ekki staðið undir væntingum. Nunez klaufskur fyrir framan markið og Gakpo oftar en ekki hálfósýnilegur í framlínunni. Að þess sinni stimpiluðu þeir sig inn með tveimur góðum mörkum hvor. Liverpool þrennan Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino á sinn sess í sögu félagsins og kannski var Jürgen Klopp að veðja á réttu hestana þegar hann náði í þá Nunez og Gakpo. Afgreiðslur Gakpo voru í heimsklassa og eftir erfiða byrjun ætti hann nú að hafa sjálfstraustið til að sýna af hverju Manchester United og Liverpool börðust um að fá hann til sín. Liverpool liðið nálgaðist líka Tottenham og Newcastle United í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsæti og nýtt sér að þau töpuðu bæði um helgina. Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvað verður um tímabilið sem var aðeins fyrir nokkrum vikum að fara til fjandans hjá Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira
Manchester United var búið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og var farið að horfa upp töfluna á mögulega titilbaráttu og jafnvel fernu af titlum á þessu tímabili. Þess í stað verður 5. mars 2023 stór hluti af sögunni hjá báðum félögum og hér eftir verður alltaf ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að rifja upp þennan örlagaríka dag. Það verða einkum 45 mínúturnar í seinni hálfleik sem verða í manna minnum en þar skoraði Liverpool liðið sex mörk. Liverpool 7-0 Man Utd: 'Glimpse of future as Reds humiliate old rivals' @BBCWorld https://t.co/vt7hVHtV4j— Saad Mohseni (@saadmohseni) March 6, 2023 Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu skrifar pistil um leikinn og hann segir að það að þetta sé stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það stærsta í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld muni veita stuðningsmönnum Liverpool svo mikla ánægju en um leið særa stuðningsmenn Manchetser United inn að beini. McNulty skrifar líka að við höfum mögulega fengið innlit í framtíðina hjá Liverpool í þessum leik. Þungarokkspressan var aftur mætt og auk þess að skora sjö mörk þá hélt liðið hreinu í þriðja leiknum í röð. Við sáum auðvitað Mohamed Salah skora tvö mörk og bæta markamet félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var í eigu Robbie Fowler. Það minnti vissulega á gömlu góðu dagana en það voru mörkin frá nýju strákunum við hlið hans í framlínunni sem gáfu okkur kannski innlit í framtíðina hjá Liverpool. Liverpool hefur keypt þá Darwin Nunez og Cody Gakpo í síðustu tveimur gluggum og hingað til höfðu þeir ekki staðið undir væntingum. Nunez klaufskur fyrir framan markið og Gakpo oftar en ekki hálfósýnilegur í framlínunni. Að þess sinni stimpiluðu þeir sig inn með tveimur góðum mörkum hvor. Liverpool þrennan Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino á sinn sess í sögu félagsins og kannski var Jürgen Klopp að veðja á réttu hestana þegar hann náði í þá Nunez og Gakpo. Afgreiðslur Gakpo voru í heimsklassa og eftir erfiða byrjun ætti hann nú að hafa sjálfstraustið til að sýna af hverju Manchester United og Liverpool börðust um að fá hann til sín. Liverpool liðið nálgaðist líka Tottenham og Newcastle United í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsæti og nýtt sér að þau töpuðu bæði um helgina. Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvað verður um tímabilið sem var aðeins fyrir nokkrum vikum að fara til fjandans hjá Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira