Ólögmæt framkoma stjórnvalda við fatlað fólk Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa 6. mars 2023 14:01 Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi. Gert var ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum, en lengi hafa biðlistar eftir þjónustunni verið að lengjast. Nú, er farið að líða á fjórða mánuð frá því að þetta var samþykkt en þó örlar ekki á þeirri fjölgun NPA saminga sem lofað var. Þvert á móti bíða stór og burðug sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg tilbúin með tugi samninga en fá engin svör frá ríkinu sem hefur þó skuldbundið sig til að veita mótframlög með gerðum samningum. Nýlega birtist frétt um hjón á Akureyri. Eiginkona manns með MND sjúkdóminn sér nú alfarið um að veita manni sínum þjónustu ein sín liðs þar sem Akureyri hafnar beiðni þeirra um NPA samning á grundvelli þess að hafa ekki fengið mótframlag frá ríkinu. Tugir fatlaðra einstaklinga eru í svipaðri stöðu, að bíða og fá engin eða neikvæð svör. Það vekur furðu að sveitarfélög, sem bera lögbundna skyldu til að veita fötluðu fólki þjónustu, komist upp með það svo árum skipti að synja fólki um það á þessum forsendum. Mikilvægt er að benda á að Úrskurðanefnd um velferðarmál hefur þegar skorið úr um að ólögmætt sé að skilyrða þjónustuna við mótframlag frá ríkinu. Synjun eða frestun sveitarfélaga um þjónustu á þessum forsendum er því klárlega ólögmæt. Auk þess er seinagangur ríkisins á afgreiðslu mótframlagaóásættanlegur því þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins, sem eru þó í læstri skúffu í ráðuneytinu í stað þess að nýtast fötluðu fólki sem býr gjarnan við ómannúðlegar og ófullnægjandi aðstæður. Barátta á milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu ætti aldrei að bitna á fötluðu fólki, en á Íslandi gerir hún það því miður daglega. Skorðað er á stjórnvöld að aflétta þessu ólögmæta ástandi án frekari tafa. Réttindum frestað er réttindum neitað. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Katrín Oddsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi. Gert var ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum, en lengi hafa biðlistar eftir þjónustunni verið að lengjast. Nú, er farið að líða á fjórða mánuð frá því að þetta var samþykkt en þó örlar ekki á þeirri fjölgun NPA saminga sem lofað var. Þvert á móti bíða stór og burðug sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg tilbúin með tugi samninga en fá engin svör frá ríkinu sem hefur þó skuldbundið sig til að veita mótframlög með gerðum samningum. Nýlega birtist frétt um hjón á Akureyri. Eiginkona manns með MND sjúkdóminn sér nú alfarið um að veita manni sínum þjónustu ein sín liðs þar sem Akureyri hafnar beiðni þeirra um NPA samning á grundvelli þess að hafa ekki fengið mótframlag frá ríkinu. Tugir fatlaðra einstaklinga eru í svipaðri stöðu, að bíða og fá engin eða neikvæð svör. Það vekur furðu að sveitarfélög, sem bera lögbundna skyldu til að veita fötluðu fólki þjónustu, komist upp með það svo árum skipti að synja fólki um það á þessum forsendum. Mikilvægt er að benda á að Úrskurðanefnd um velferðarmál hefur þegar skorið úr um að ólögmætt sé að skilyrða þjónustuna við mótframlag frá ríkinu. Synjun eða frestun sveitarfélaga um þjónustu á þessum forsendum er því klárlega ólögmæt. Auk þess er seinagangur ríkisins á afgreiðslu mótframlagaóásættanlegur því þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins, sem eru þó í læstri skúffu í ráðuneytinu í stað þess að nýtast fötluðu fólki sem býr gjarnan við ómannúðlegar og ófullnægjandi aðstæður. Barátta á milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu ætti aldrei að bitna á fötluðu fólki, en á Íslandi gerir hún það því miður daglega. Skorðað er á stjórnvöld að aflétta þessu ólögmæta ástandi án frekari tafa. Réttindum frestað er réttindum neitað. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun