Hjálpum ungmennum án skilyrða – Reset welfare Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 7. mars 2023 08:31 Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid. Við þekkjum öll vandamálin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að þessum málum. Aðgengi fólks að sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu er ekki gott og þúsundir bíða á biðlistum. Þá getur fólk einnig verið í þeirri aðstöðu að hafa einfaldlega ekki efni á þjónustu og fá því ekki þá hjálp sem þau þurfa. Eins og tölurnar sýna eykst vandinn með hverju árinu, sérstaklega hjá ungu fólki, og við sjáum að þörfin á aðgerðum er brýn. Nú þarf að láta verkin tala. Unnið er að þingsáætlunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027. Margt gott er í áætluninni en gera þarf mun metnaðarfyllri áætlun er varðar ungt fólk á Íslandi – og þar getum við í Berginu headspace aðstoðað. Hjá Berginu starfar fjölbreyttur hópur ráðgajfa sem eru ýmist félagsráðgjafar eða sálfræðingar og er Bergið hannað sem fyrsta skref fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára sem vill leita sér aðstoða, án allra skilyrða. Við grípum þau ungmenni sem til okkar koma í vanlíðan eða vandræðum og veitum þeim stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Einnig getum við og höfum komið auga á þau sem hugsanlega þurfa meiri þjónustu og þannig komið í veg fyrir að vandi þeirra verði óviðráðanlegur síðar. Við hjá Berginu höfum rétt eins og aðrir fundið fyrir því að vandinn er stækkandi og voru til að mynda 27% fleiri viðtöl tekin hjá okkur árið 2022 en árið á undan. Þá skráðu 709 einstaklingar sig í þjónustu á síðasta ári en 590 árið 2021. Með því að hafa hjálpina aðgengilega, án biðlista og ókeypis náum við til stærri hóps ungmenna en hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Við getum brúað bilið milli kerfa og unnið með fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það sjá það öll sem vilja að hefðbundnar leiðir síðustu ára og áratuga til þess að takast á við þann aukna vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar það kemur að geðheilbrigði ungs fólks duga ekki til. Með því að lækka þröskuldana hjálpum við fleirum og fækkum einstaklingum sem bíða eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Þá má nefna að árið 2021 var meðalbiðtími barna eftir geðþjónustu heilsugæslu rúmar 16 vikur en 23 vikur hjá fullorðnum.Bergið er ekki með biðlista en meðaltími sem líður frá því að ungmenni óskar eftir þjónustu og er komin með tíma eru 10 dagar. Við getum líka brugðist við innan dags ef ástæða er metin til þess. Það ætti að vera markmið okkar allra að gera skilyrðislausa þjónustu aðgengilega öllum ungmennum landsins og köllum við eftir því að aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 ræði það markmið sérstaklega. Við í Berginu headspace höfum sýnt fram á árangur af okkar starfsemi og erum tilbúin í viðræður um útfærslur á því hvernig það gæti verið gert, með til dæmis blöndu af nær og fjarþjónustu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það að leiðirnar sem við höfum farið hingað til í geðheilbrigði ungs fólks virka ekki og förum að ýta undir aðrar leiðir – því fyrr getum við bætt kerfið fyrir okkur öll og bjargað mannslífum. Headspace er hugmyndafræði sem er að ryðja sér til rúms í fleiri löndum um heiminn, þar sem áskoranir þessar eru alþjóðlegar. Við erum að stofna samstarfsvettvang á Norðurlöndunum og verður upphafsfundur Nordic headspace haldinn þann 14. apríl í Reykjavík. Við hvetjum öll áhugasöm um nýjar leiðir í aðkomu að geðheilbrigðismálum ungs fólks til að taka þátt í samtalinu. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid. Við þekkjum öll vandamálin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að þessum málum. Aðgengi fólks að sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu er ekki gott og þúsundir bíða á biðlistum. Þá getur fólk einnig verið í þeirri aðstöðu að hafa einfaldlega ekki efni á þjónustu og fá því ekki þá hjálp sem þau þurfa. Eins og tölurnar sýna eykst vandinn með hverju árinu, sérstaklega hjá ungu fólki, og við sjáum að þörfin á aðgerðum er brýn. Nú þarf að láta verkin tala. Unnið er að þingsáætlunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027. Margt gott er í áætluninni en gera þarf mun metnaðarfyllri áætlun er varðar ungt fólk á Íslandi – og þar getum við í Berginu headspace aðstoðað. Hjá Berginu starfar fjölbreyttur hópur ráðgajfa sem eru ýmist félagsráðgjafar eða sálfræðingar og er Bergið hannað sem fyrsta skref fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára sem vill leita sér aðstoða, án allra skilyrða. Við grípum þau ungmenni sem til okkar koma í vanlíðan eða vandræðum og veitum þeim stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Einnig getum við og höfum komið auga á þau sem hugsanlega þurfa meiri þjónustu og þannig komið í veg fyrir að vandi þeirra verði óviðráðanlegur síðar. Við hjá Berginu höfum rétt eins og aðrir fundið fyrir því að vandinn er stækkandi og voru til að mynda 27% fleiri viðtöl tekin hjá okkur árið 2022 en árið á undan. Þá skráðu 709 einstaklingar sig í þjónustu á síðasta ári en 590 árið 2021. Með því að hafa hjálpina aðgengilega, án biðlista og ókeypis náum við til stærri hóps ungmenna en hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Við getum brúað bilið milli kerfa og unnið með fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það sjá það öll sem vilja að hefðbundnar leiðir síðustu ára og áratuga til þess að takast á við þann aukna vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar það kemur að geðheilbrigði ungs fólks duga ekki til. Með því að lækka þröskuldana hjálpum við fleirum og fækkum einstaklingum sem bíða eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Þá má nefna að árið 2021 var meðalbiðtími barna eftir geðþjónustu heilsugæslu rúmar 16 vikur en 23 vikur hjá fullorðnum.Bergið er ekki með biðlista en meðaltími sem líður frá því að ungmenni óskar eftir þjónustu og er komin með tíma eru 10 dagar. Við getum líka brugðist við innan dags ef ástæða er metin til þess. Það ætti að vera markmið okkar allra að gera skilyrðislausa þjónustu aðgengilega öllum ungmennum landsins og köllum við eftir því að aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 ræði það markmið sérstaklega. Við í Berginu headspace höfum sýnt fram á árangur af okkar starfsemi og erum tilbúin í viðræður um útfærslur á því hvernig það gæti verið gert, með til dæmis blöndu af nær og fjarþjónustu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það að leiðirnar sem við höfum farið hingað til í geðheilbrigði ungs fólks virka ekki og förum að ýta undir aðrar leiðir – því fyrr getum við bætt kerfið fyrir okkur öll og bjargað mannslífum. Headspace er hugmyndafræði sem er að ryðja sér til rúms í fleiri löndum um heiminn, þar sem áskoranir þessar eru alþjóðlegar. Við erum að stofna samstarfsvettvang á Norðurlöndunum og verður upphafsfundur Nordic headspace haldinn þann 14. apríl í Reykjavík. Við hvetjum öll áhugasöm um nýjar leiðir í aðkomu að geðheilbrigðismálum ungs fólks til að taka þátt í samtalinu. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun