Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. mars 2023 12:25 Í skýrslunni kemur jafnframt fram meiri líkur séu á að börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins búi við fátækt eða um 15,8 prósent þeirra. Vilhelm Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children sem kom út í dag, þriðjudaginn 7. mars og tóku Barnaheill á Íslandi þátt í gerð þeirrar skýrslu. Þá kemur fram að árið 2021 áttu 24,1 prósent íslenskra heimila í erfiðleikum með að standa straum af daglegum útgjöldum og ná endum saman. Í rúmlega helmingi tilfella voru það heimili einstæðra foreldra og 16,1 prósent voru heimili tveggja eða fleiri fullorðinna með börn. Árið 2015 samþykktu stjórnvöld á Íslandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og þar með að minnka fátækt um helming í landinu fyrir árið 2030. Fram kemur í skýrslunni að engar áætlanir hafi verið gerðar um það né stefna mörkuð. „Tíminn styttist og því mikilvægt að hraða áætlunum og aðgerðum. Barnaheill leggja áherslu á að uppræta þurfi fátækt með öllu meðal barna því að eitt barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram meiri líkur séu á að börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins búi við fátækt eða um 15,8 prósent þeirra. Að auki eru fram undan miklar áskoranir í kjölfar Covid heimsfaraldurs, vegna stríðs í Úkraínu og vegna loftslagsbreytinga sem okkur ber að takast á við. Verðbólga á Íslandi hefur meira en tvöfaldast á milli ára, úr 4,3 prósent í byrjun árs 2022 í rúmlega 10 prósent í lok febrúar árið 2023. Verðbólga og hækkun vaxta hefur aukið greiðslubyrði fjölskyldna af húsnæðislánum, leiguverð hefur hækkað og allur framfærslukostnaður. Eitt af hverjum fimm börnum sem búa í leiguhúsnæði eiga á hættu að búa við fátækt og 8,2 prósent þeirra búa við skort. Fátækt er brot á mannréttindum ,,Stjórnvöld þurfa að setja sér stefnu og aðgerðaáætlun til þess að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi," segir Margrét Júlía, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Barnaheill hafa nú sett af stað undirskriftarsöfnun sem verður afhent forsætisráðherra. ,,Sú stefna og áætlun þarf að tryggja öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til menntunar, heilsu, verndar og þátttöku. Fátækt er brot á mannréttindum barna og ber okkur samfélagsleg skylda til að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar,” segir Margrét Júlía jafnframt. Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children sem kom út í dag, þriðjudaginn 7. mars og tóku Barnaheill á Íslandi þátt í gerð þeirrar skýrslu. Þá kemur fram að árið 2021 áttu 24,1 prósent íslenskra heimila í erfiðleikum með að standa straum af daglegum útgjöldum og ná endum saman. Í rúmlega helmingi tilfella voru það heimili einstæðra foreldra og 16,1 prósent voru heimili tveggja eða fleiri fullorðinna með börn. Árið 2015 samþykktu stjórnvöld á Íslandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og þar með að minnka fátækt um helming í landinu fyrir árið 2030. Fram kemur í skýrslunni að engar áætlanir hafi verið gerðar um það né stefna mörkuð. „Tíminn styttist og því mikilvægt að hraða áætlunum og aðgerðum. Barnaheill leggja áherslu á að uppræta þurfi fátækt með öllu meðal barna því að eitt barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram meiri líkur séu á að börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins búi við fátækt eða um 15,8 prósent þeirra. Að auki eru fram undan miklar áskoranir í kjölfar Covid heimsfaraldurs, vegna stríðs í Úkraínu og vegna loftslagsbreytinga sem okkur ber að takast á við. Verðbólga á Íslandi hefur meira en tvöfaldast á milli ára, úr 4,3 prósent í byrjun árs 2022 í rúmlega 10 prósent í lok febrúar árið 2023. Verðbólga og hækkun vaxta hefur aukið greiðslubyrði fjölskyldna af húsnæðislánum, leiguverð hefur hækkað og allur framfærslukostnaður. Eitt af hverjum fimm börnum sem búa í leiguhúsnæði eiga á hættu að búa við fátækt og 8,2 prósent þeirra búa við skort. Fátækt er brot á mannréttindum ,,Stjórnvöld þurfa að setja sér stefnu og aðgerðaáætlun til þess að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi," segir Margrét Júlía, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Barnaheill hafa nú sett af stað undirskriftarsöfnun sem verður afhent forsætisráðherra. ,,Sú stefna og áætlun þarf að tryggja öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til menntunar, heilsu, verndar og þátttöku. Fátækt er brot á mannréttindum barna og ber okkur samfélagsleg skylda til að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar,” segir Margrét Júlía jafnframt.
Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels