Draugabær birtist undan snjónum eftir rýmingu svæðisins Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 07:01 Flestir eigendur fjarlægðu hjólhýsi sín af svæðinu síðasta haust. Enn á eftir að fjarlægja fimmtán hjólhýsi. Vísir/Vilhelm Enn á eftir að fjarlægja um fimmtán hjólhýsi af þeim um tvö hundruð sem voru í gömlu hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn. Mikið rusl eftir rýminguna hefur birst eftir því sem snjó hefur tekið að leysa á staðnum í hlýindum undanfarinna vikna. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir að til standi að ráðast í hreinsun á svæðinu á næstunni. „Það voru nokkrir sem höfðu heimild til að vera á svæðinu fram að síðustu áramótum, þó að flestir hafi fjarlægt hjólhýsi sín síðasta haust. Þá var allt á kafi í snjó og gat frosið. Við erum að fara að huga að því núna að benda þeim á að þeir þurfi að fjarlægja það sem þeir eiga eftir þarna á svæðinu. Við vonumst til að það klárist með vorinu,“ segir Ásta. Vísir/Vilhelm Fóru í fússi Sveitarstjórinn segir ljóst sé að einhverjir sem hafi fjarlægt hjólhýsi sín hafi skilið eitthvað af eigum sínum eftir á svæðinu. „Það verður bara hreinsað. Það fraus allt fast og snjóaði í kaf og er nú að koma undan snjónum. Það verður hugað að þessu á næstunni.“ Þá sé ljóst að einhverjir hafi farið í fússi og skilið eftir eitthvað sem þeir vildu ekki hirða. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók ákvörðun um það fyrir rúmum tveimur árum að loka skyldi svæðinu. Ákvörðunina mátti rekja til þess að öryggismál á svæðinu væru ekki í lagi, sér í lagi hvað varðar brunavarnir. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Íbúar mótmæltu margir ákvörðuninni harðlega. Vísir/Vilhelm Óljóst hvað verður um svæðið Ásta segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvað muni koma í stað hjólhýsabyggðarinnar. „Það hefur verið rætt um að fara í samráð við íbúa um hvað fólk vill sjá þarna. Það hefur ekkert verið unnið meira með það. Við vildum tæma svæðið áður en frekari ákvarðanir verða teknar.“ Vísir/Vilhelm Ásta segir framkvæmdina í heildina hafa gengið ótrúlega vel. „Það voru um tvö hundruð hýsi þarna og það eru fimmtán eftir núna, þannig að þetta hefur í raun gengið ótrúlega vel. Hún segir margir hafi verið óánægðir með ákvörðunina að láta loka svæðinu enda haft hagsmuni að gæta. „En mótmælin hafa nú lognast út af. Það voru margir sem að seldu og aðrir fundu sér annan stað fyrir hýsin sín,“ segir Ásta. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, leit við á Laugarvatni á mánudag tók myndirnar hér að neðan sem fylgja fréttinni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir að til standi að ráðast í hreinsun á svæðinu á næstunni. „Það voru nokkrir sem höfðu heimild til að vera á svæðinu fram að síðustu áramótum, þó að flestir hafi fjarlægt hjólhýsi sín síðasta haust. Þá var allt á kafi í snjó og gat frosið. Við erum að fara að huga að því núna að benda þeim á að þeir þurfi að fjarlægja það sem þeir eiga eftir þarna á svæðinu. Við vonumst til að það klárist með vorinu,“ segir Ásta. Vísir/Vilhelm Fóru í fússi Sveitarstjórinn segir ljóst sé að einhverjir sem hafi fjarlægt hjólhýsi sín hafi skilið eitthvað af eigum sínum eftir á svæðinu. „Það verður bara hreinsað. Það fraus allt fast og snjóaði í kaf og er nú að koma undan snjónum. Það verður hugað að þessu á næstunni.“ Þá sé ljóst að einhverjir hafi farið í fússi og skilið eftir eitthvað sem þeir vildu ekki hirða. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók ákvörðun um það fyrir rúmum tveimur árum að loka skyldi svæðinu. Ákvörðunina mátti rekja til þess að öryggismál á svæðinu væru ekki í lagi, sér í lagi hvað varðar brunavarnir. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Íbúar mótmæltu margir ákvörðuninni harðlega. Vísir/Vilhelm Óljóst hvað verður um svæðið Ásta segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvað muni koma í stað hjólhýsabyggðarinnar. „Það hefur verið rætt um að fara í samráð við íbúa um hvað fólk vill sjá þarna. Það hefur ekkert verið unnið meira með það. Við vildum tæma svæðið áður en frekari ákvarðanir verða teknar.“ Vísir/Vilhelm Ásta segir framkvæmdina í heildina hafa gengið ótrúlega vel. „Það voru um tvö hundruð hýsi þarna og það eru fimmtán eftir núna, þannig að þetta hefur í raun gengið ótrúlega vel. Hún segir margir hafi verið óánægðir með ákvörðunina að láta loka svæðinu enda haft hagsmuni að gæta. „En mótmælin hafa nú lognast út af. Það voru margir sem að seldu og aðrir fundu sér annan stað fyrir hýsin sín,“ segir Ásta. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, leit við á Laugarvatni á mánudag tók myndirnar hér að neðan sem fylgja fréttinni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23
Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01