Hengilás fyrir forseta Alþingis Sigmar Guðmundsson skrifar 8. mars 2023 10:01 Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Það liggur fyrir, klárt og kvitt, að settur ríkisendurskoðandi sendir forseta þingsins afrakstur vinnu sinnar um Lindarhvol. Og þessi ríkisendurskoðandi vill að forseti birti afraksturinn og deili með öðrum þingmönnum. Enda lítur Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi í þessu tiltekna máli, svo á að hann sé í vinnu fyrir almenning sem eigi rétt á að vita hvers hann varð vísari í störfum sínum. Þar með er málið á forræði þingsins. Forseti þingsins neitar að birta greinargerðina, þrátt fyrir að allir aðrir í forsætisnefnd vilji aflétta leyndinni. Það var staðfest með nýrri atkvæðagreiðslu í nefndinni í fyrradag. Fleiri stjórnarliðar stigu svo fram í atkvæðagreiðslunni í þingsal og sögðust vilja birta gagnið. Sú spurning er því orðin verulega áleitin hvort það sé ekki bara meirihluti forsætisnefndar, heldur líka meirihluti þingsins, sem vill birta greinargerðina Þau rök hafa heyrst að birting vegi að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þeir sem nota þau rök verða að íhuga með sjálfum sér að Alþingi fer sjálft með veigamikið eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdavaldinu. Það eftirlitshlutverk verður að virkja þegar fyrir liggur að tveir fyrrverandi ríkisendurskoðendur, sem báðir hafa rannsakað starfsemi Lindarhvols, eru ekki sammála um hvað gekk þar á, þegar eigur almennings voru seldar. Ætlar Alþingi Íslendinga að umgangast eftirlitshlutverk sitt með þeim hætti að öðrum þeirra sé trúað í blindni en ekki hinum? Án þess að öll gögn málsins hafi verið birt? Og er það virkilega svo að þegar settur ríkisendurskoðandi, sem er trúnaðarmaður Alþingis og kosinn af þinginu, vill opinbera vinnu sína í þágu almennings, að þá sé það forseta þingsins að setja greinargerðina ofan í skúffu, loka, læsa og henda lyklinum í sjóinn. Þingmenn VG þurftu að fresta atkvæðagreiðslu í klukkutíma í fyrradag til að funda um málið. Héldu þá margir á Alþingi að skriður væri að komast á málið. Niðurstaða fundarins var hins vegar augljóslega sú að kaupa rammgerðan hengilás fyrir forseta Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Starfsemi Lindarhvols Viðreisn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Það liggur fyrir, klárt og kvitt, að settur ríkisendurskoðandi sendir forseta þingsins afrakstur vinnu sinnar um Lindarhvol. Og þessi ríkisendurskoðandi vill að forseti birti afraksturinn og deili með öðrum þingmönnum. Enda lítur Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi í þessu tiltekna máli, svo á að hann sé í vinnu fyrir almenning sem eigi rétt á að vita hvers hann varð vísari í störfum sínum. Þar með er málið á forræði þingsins. Forseti þingsins neitar að birta greinargerðina, þrátt fyrir að allir aðrir í forsætisnefnd vilji aflétta leyndinni. Það var staðfest með nýrri atkvæðagreiðslu í nefndinni í fyrradag. Fleiri stjórnarliðar stigu svo fram í atkvæðagreiðslunni í þingsal og sögðust vilja birta gagnið. Sú spurning er því orðin verulega áleitin hvort það sé ekki bara meirihluti forsætisnefndar, heldur líka meirihluti þingsins, sem vill birta greinargerðina Þau rök hafa heyrst að birting vegi að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þeir sem nota þau rök verða að íhuga með sjálfum sér að Alþingi fer sjálft með veigamikið eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdavaldinu. Það eftirlitshlutverk verður að virkja þegar fyrir liggur að tveir fyrrverandi ríkisendurskoðendur, sem báðir hafa rannsakað starfsemi Lindarhvols, eru ekki sammála um hvað gekk þar á, þegar eigur almennings voru seldar. Ætlar Alþingi Íslendinga að umgangast eftirlitshlutverk sitt með þeim hætti að öðrum þeirra sé trúað í blindni en ekki hinum? Án þess að öll gögn málsins hafi verið birt? Og er það virkilega svo að þegar settur ríkisendurskoðandi, sem er trúnaðarmaður Alþingis og kosinn af þinginu, vill opinbera vinnu sína í þágu almennings, að þá sé það forseta þingsins að setja greinargerðina ofan í skúffu, loka, læsa og henda lyklinum í sjóinn. Þingmenn VG þurftu að fresta atkvæðagreiðslu í klukkutíma í fyrradag til að funda um málið. Héldu þá margir á Alþingi að skriður væri að komast á málið. Niðurstaða fundarins var hins vegar augljóslega sú að kaupa rammgerðan hengilás fyrir forseta Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun