Í tilefni dagsins Birna Einarsdóttir skrifar 8. mars 2023 13:31 Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Þó okkur kvenforstjórum fari fjölgandi er hlutfallið samt aðeins 13% og hlutföllin eru enn víða mjög skökk. Hér er um að ræða kunnuglega sögu, tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Konur eru í dag um 30% af eigendum skráðra hlutabréfa og við skráningu bankans sáum við það hlutfall vera 36%. Um 29% framkvæmdastjóra skráðra félaga eru konur og 10% stjórnarformanna eru konur. Það er því enn mikið verk að vinna. En hvers vegna skiptir þetta máli? Fyrirtæki um allan heim hafa sett sjálfbærni á dagskrá og jafnréttismálin eru hluti af því. Það þýðir að stjórnendur sjái fram á betri rekstur og eftirsóttari vinnustaði með sjálfbærni að leiðarljósi. Við sjáum fyrirtæki taka frekari skref er varða þátttöku allra, sem er mjög jákvætt. Með áherslu á fjölbreytni í efri lögum fyrirtækja aukast líkur á að sú fjölbreytni hafi áhrif í öll mengi fyrirtækjanna og það höfum við séð hjá Íslandsbanka. Við ræðum þessi mál í framkvæmdastjórn, en ánægjulegust eru samtöl okkar við birgja og viðskiptavini og að fá jákvæð viðbrögð við þeim – því í langflestum tilvikum fagna samstarfsaðilar okkar samtalinu. Í gegnum fræðslu bankans höfum við einnig rætt jafnréttismál með margvíslegum hætti og hafa yfir 2.000 gestir mætt á slíka fundi svo ekki skortir áhugann. Sérstaklega er áhuginn áberandi þegar við ræðum um konur og fjárfestingar enda mikilvægt að efla konur til fjárfestinga. Með þessum hætti erum við sannarlega hreyfiafl til góðra verka. Við sjáum líka í mælingum að sífellt fleiri viðskiptavinir telja sjálfbærnimál almennt skipta meira máli, sem er mikið fagnaðarefni og gaman að sjá fyrirtæki senda skýr samfélagsskilaboð samhliða uppgjörsefni.Einhverjir kunna að telja það koma niður á hlutverki fyrirtækja að skila góðri afkomu að setja sjálfbærnimál á dagskrá. Við teljum því öfugt farið og látum okkar tölur tala sínu máli þegar við fögnum góðu rekstrarári 2022. Okkar vegferð er að byrja og við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og ræðum það reglulega við starfsfólk bankans. Við verðum þrátt fyrir allt að geta talað um hlutina þó við séum ekki fullkomin. Von mín er að fjölbreytt forysta komi til með að endurspegla fjölbreyttar áherslur fyrirtækja og við leyfum okkur að berjast fyrir litlum sem stórum málum í daglegum ákvörðunum. Bjartsýn hlakka ég til að drekka kaffi með fjölmennari hóp „Félags kvenna í Kauphöllinni.“ Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Þó okkur kvenforstjórum fari fjölgandi er hlutfallið samt aðeins 13% og hlutföllin eru enn víða mjög skökk. Hér er um að ræða kunnuglega sögu, tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Konur eru í dag um 30% af eigendum skráðra hlutabréfa og við skráningu bankans sáum við það hlutfall vera 36%. Um 29% framkvæmdastjóra skráðra félaga eru konur og 10% stjórnarformanna eru konur. Það er því enn mikið verk að vinna. En hvers vegna skiptir þetta máli? Fyrirtæki um allan heim hafa sett sjálfbærni á dagskrá og jafnréttismálin eru hluti af því. Það þýðir að stjórnendur sjái fram á betri rekstur og eftirsóttari vinnustaði með sjálfbærni að leiðarljósi. Við sjáum fyrirtæki taka frekari skref er varða þátttöku allra, sem er mjög jákvætt. Með áherslu á fjölbreytni í efri lögum fyrirtækja aukast líkur á að sú fjölbreytni hafi áhrif í öll mengi fyrirtækjanna og það höfum við séð hjá Íslandsbanka. Við ræðum þessi mál í framkvæmdastjórn, en ánægjulegust eru samtöl okkar við birgja og viðskiptavini og að fá jákvæð viðbrögð við þeim – því í langflestum tilvikum fagna samstarfsaðilar okkar samtalinu. Í gegnum fræðslu bankans höfum við einnig rætt jafnréttismál með margvíslegum hætti og hafa yfir 2.000 gestir mætt á slíka fundi svo ekki skortir áhugann. Sérstaklega er áhuginn áberandi þegar við ræðum um konur og fjárfestingar enda mikilvægt að efla konur til fjárfestinga. Með þessum hætti erum við sannarlega hreyfiafl til góðra verka. Við sjáum líka í mælingum að sífellt fleiri viðskiptavinir telja sjálfbærnimál almennt skipta meira máli, sem er mikið fagnaðarefni og gaman að sjá fyrirtæki senda skýr samfélagsskilaboð samhliða uppgjörsefni.Einhverjir kunna að telja það koma niður á hlutverki fyrirtækja að skila góðri afkomu að setja sjálfbærnimál á dagskrá. Við teljum því öfugt farið og látum okkar tölur tala sínu máli þegar við fögnum góðu rekstrarári 2022. Okkar vegferð er að byrja og við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og ræðum það reglulega við starfsfólk bankans. Við verðum þrátt fyrir allt að geta talað um hlutina þó við séum ekki fullkomin. Von mín er að fjölbreytt forysta komi til með að endurspegla fjölbreyttar áherslur fyrirtækja og við leyfum okkur að berjast fyrir litlum sem stórum málum í daglegum ákvörðunum. Bjartsýn hlakka ég til að drekka kaffi með fjölmennari hóp „Félags kvenna í Kauphöllinni.“ Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun