K64 – ný framtíðarsýn fyrir Suðurnesin Pálmi Freyr Randversson skrifar 9. mars 2023 08:00 Suðurnesin eru einstakur staður með einstök tækifæri til uppbyggingar íbúum svæðisins og Íslendingum öllum til heilla. Nálægðin við langstærsta farþega- og fraktflugvöll landsins, fyrsta flokks hafnaraðstaða, aðgengi að grænni orku og fjölbreytt og fjölmennt samfélag dugmikils fólks skapar möguleika sem ekki eru til annars staðar. Kadeco – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar – var stofnað árið 2006 með það að markmiði að hafa umsjón með og selja þær eignir sem Bandaríkin afhentu Íslandi við brottför varnarliðsins. Árið 2019 seldust síðustu húseignirnar sem félagið hafði umsjón með. Þar með hófst nýr kafli í sögu félagsins og síðan hafa íslenska ríkið, Isavia, Reykjanesbær og Suðurnesjabær unnið saman að heildstæðri stefnu og framtíðarsýn fyrir umhverfi Keflavíkurflugvallar. Frá upphafi hefur okkur verið ljóst að þróunaráætlun sem þessa er ekki hægt að vinna nema í mjög nánu samráði og samvinnu við samfélagið. Okkur telst til að fundir með hagaðilum á svæðinu hafi talið ríflega 1.000 klukkustundir. Áætlunin byggir á samvinnu sveitarfélaga og hagsmunaaðila og kallar fram samræmingu hugmynda og skipulagsáætlana til þess að skapa aðlaðandi og lífvænlegt samfélag. Umhverfi sem umbreytir Suðurnesjunum í heildstætt flugvallarsvæði með þeim tækifærum sem náið samstarf felur í sér. Áætlunin eflir flugvallartengda starfsemi og undirbýr svæðið undir vöxt með aðlaðandi íbúðarhverfum, tækifærum til menntunar, fjölbreyttri menningu og þjónustu. Útfærsla þróunaráætlunar skapar einnig kærkomna og eftirminnilega komuupplifun fyrir farþega á leiðinni til landsins tengingu milli sveitarfélaga og aðlaðandi umhverfi fyrir íbúa svæðisins. Eins og áður segir eru tækifærin hér mörg og við viljum byggja á styrkleikum svæðisins, sem einnig eru margir. Til að forðast að tækifærin fari til spillis er lagt til að lögð verði áhersla á uppbyggingu færri svæða sem hafa áhrif á þéttleika og verðmætasköpun. Þessi svæði verða tengd með landslagsmótun og fjölbreyttum samgöngum og mynda þannig samhentan eyjaklasa þéttingareita. Keflavíkurflugvöllur er kjarninn í atvinnustarfseminni en tækifærin eru ólík á hverjum stað fyrir sig. Áhersla er lögð á svæði sem bjóða upp á upplifun og einstök efnahagsleg tækifæri. Helguvík-Bergvík mun umbreytast í vistvænan iðngarð og hafa fyrstu skrefin í þá átt þegar verið tekin. Anddyri Keflavíkurflugvallar mun fá hlutverk sem viðskiptakjarni með hótelum og aðstöðu fyrir flugvallartengda þjónustu. Aðalgata tengir sveitarfélögin og verður að þróunarklasa þar sem samfélagið og fjölbreytt viðskiptatækifæri þróast í takti við samfélagið. Ásbrú verður að þéttu og fjölbreyttu hverfi með ólíkum búsetu- og atvinnutækifærum. Suðurnesjabær og Hafnir stækka sem búsetukjarnar sem njóta góðs af og styðja við vöxt svæðisins. Það er erfitt að fullyrða um efnahagsleg áhrif vinnu sem ekki verður lokið fyrr en eftir áratugi en okkar áætlanir gera ráð fyrir að um 400.000 fermetrar lands verði notaðir til þróunar og uppbyggingar fyrirtækja á svæðinu, að meira en 130 milljörðum króna verði varið til þessarar uppbyggingar á árunum til 2050 og að um 4.900 varanleg störf verði til vegna áhrifa þessara verkefna. Tekjur íbúa svæðisins munu hækka, sem og skatt- og leigutekjur sveitarfélaganna. Menntunarstig mun hækka, m.a. vegna endurmenntunar og þjálfunar núverandi starfsfólks. Til að halda utan um öll þessi ólíku verkefni og til að aðgreina þau frá fyrri starfsemi Kadeco töldum við rétt að búa til nýtt heiti og ásýnd sem endurspeglar sérstöðu svæðisins og möguleika þess. Hugmyndafræðin og sérstaðan er svo nátengd staðsetningunni að okkur fannst rétt að hún væri ráðandi í þessu nýja nafni. Suðurnesin eru á 64. breiddargráðu og því hefur verkefnið hlotið heitið K64. K-ið í nafninu vísar til flugvallarins, félagsins og svæðisins en flugvöllurinn er og verður kjarninn í atvinnulífi svæðisins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn. Margir þurfa að leggjast saman á árarnar til að þessi sýn geti orðið að veruleika, en ég er sannfærður um að afraksturinn sé þess virði og vel það. Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með ykkur öllum. www.k64.is Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Suðurnesin eru einstakur staður með einstök tækifæri til uppbyggingar íbúum svæðisins og Íslendingum öllum til heilla. Nálægðin við langstærsta farþega- og fraktflugvöll landsins, fyrsta flokks hafnaraðstaða, aðgengi að grænni orku og fjölbreytt og fjölmennt samfélag dugmikils fólks skapar möguleika sem ekki eru til annars staðar. Kadeco – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar – var stofnað árið 2006 með það að markmiði að hafa umsjón með og selja þær eignir sem Bandaríkin afhentu Íslandi við brottför varnarliðsins. Árið 2019 seldust síðustu húseignirnar sem félagið hafði umsjón með. Þar með hófst nýr kafli í sögu félagsins og síðan hafa íslenska ríkið, Isavia, Reykjanesbær og Suðurnesjabær unnið saman að heildstæðri stefnu og framtíðarsýn fyrir umhverfi Keflavíkurflugvallar. Frá upphafi hefur okkur verið ljóst að þróunaráætlun sem þessa er ekki hægt að vinna nema í mjög nánu samráði og samvinnu við samfélagið. Okkur telst til að fundir með hagaðilum á svæðinu hafi talið ríflega 1.000 klukkustundir. Áætlunin byggir á samvinnu sveitarfélaga og hagsmunaaðila og kallar fram samræmingu hugmynda og skipulagsáætlana til þess að skapa aðlaðandi og lífvænlegt samfélag. Umhverfi sem umbreytir Suðurnesjunum í heildstætt flugvallarsvæði með þeim tækifærum sem náið samstarf felur í sér. Áætlunin eflir flugvallartengda starfsemi og undirbýr svæðið undir vöxt með aðlaðandi íbúðarhverfum, tækifærum til menntunar, fjölbreyttri menningu og þjónustu. Útfærsla þróunaráætlunar skapar einnig kærkomna og eftirminnilega komuupplifun fyrir farþega á leiðinni til landsins tengingu milli sveitarfélaga og aðlaðandi umhverfi fyrir íbúa svæðisins. Eins og áður segir eru tækifærin hér mörg og við viljum byggja á styrkleikum svæðisins, sem einnig eru margir. Til að forðast að tækifærin fari til spillis er lagt til að lögð verði áhersla á uppbyggingu færri svæða sem hafa áhrif á þéttleika og verðmætasköpun. Þessi svæði verða tengd með landslagsmótun og fjölbreyttum samgöngum og mynda þannig samhentan eyjaklasa þéttingareita. Keflavíkurflugvöllur er kjarninn í atvinnustarfseminni en tækifærin eru ólík á hverjum stað fyrir sig. Áhersla er lögð á svæði sem bjóða upp á upplifun og einstök efnahagsleg tækifæri. Helguvík-Bergvík mun umbreytast í vistvænan iðngarð og hafa fyrstu skrefin í þá átt þegar verið tekin. Anddyri Keflavíkurflugvallar mun fá hlutverk sem viðskiptakjarni með hótelum og aðstöðu fyrir flugvallartengda þjónustu. Aðalgata tengir sveitarfélögin og verður að þróunarklasa þar sem samfélagið og fjölbreytt viðskiptatækifæri þróast í takti við samfélagið. Ásbrú verður að þéttu og fjölbreyttu hverfi með ólíkum búsetu- og atvinnutækifærum. Suðurnesjabær og Hafnir stækka sem búsetukjarnar sem njóta góðs af og styðja við vöxt svæðisins. Það er erfitt að fullyrða um efnahagsleg áhrif vinnu sem ekki verður lokið fyrr en eftir áratugi en okkar áætlanir gera ráð fyrir að um 400.000 fermetrar lands verði notaðir til þróunar og uppbyggingar fyrirtækja á svæðinu, að meira en 130 milljörðum króna verði varið til þessarar uppbyggingar á árunum til 2050 og að um 4.900 varanleg störf verði til vegna áhrifa þessara verkefna. Tekjur íbúa svæðisins munu hækka, sem og skatt- og leigutekjur sveitarfélaganna. Menntunarstig mun hækka, m.a. vegna endurmenntunar og þjálfunar núverandi starfsfólks. Til að halda utan um öll þessi ólíku verkefni og til að aðgreina þau frá fyrri starfsemi Kadeco töldum við rétt að búa til nýtt heiti og ásýnd sem endurspeglar sérstöðu svæðisins og möguleika þess. Hugmyndafræðin og sérstaðan er svo nátengd staðsetningunni að okkur fannst rétt að hún væri ráðandi í þessu nýja nafni. Suðurnesin eru á 64. breiddargráðu og því hefur verkefnið hlotið heitið K64. K-ið í nafninu vísar til flugvallarins, félagsins og svæðisins en flugvöllurinn er og verður kjarninn í atvinnulífi svæðisins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn. Margir þurfa að leggjast saman á árarnar til að þessi sýn geti orðið að veruleika, en ég er sannfærður um að afraksturinn sé þess virði og vel það. Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með ykkur öllum. www.k64.is Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun