Garðyrkjubændur undirbúa vorið inn í hlýjunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2023 20:30 Þorvaldur Snorrason, sem er einn af eigendum Flóru, garðyrkjustöðvar í Hveragerði. Hann hlakkar til vorsins og að geta opnað stöðina almenningi í lok mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sama tíma og landsmenn þurfa að sætta sig við frost og kulda úti þessa dagana, þá nýtur starfsfólk garðyrkjustöðva þess að fá að vera inn í hlýjunni og undirbúa blómin fyrir vorið. Á meðan það er skítakuldi úti, mikið frost, norðan garri og leiðindi þá njóta garðyrkjubændur og starfsfólk þeirra þess að vera inni og undirbúa söluna fyrir vorið. Til dæmis í Flóru, garðyrkjustöð, sem er í eigu tvennra hjóna í Hveragerði. Starfsmenn stöðvarinnar eru átta en nú eru þeir á fullu við að undirbúa opnun stöðvarinnar í lok mars. „Já, vorið er allavega komið inn í gróðurhúsin. Við erum á fullu að undirbúa vorið, fyrst aðeins páskana, en aðallega er það vorið hjá okkur núna. Fyrstu blómin eru aðeins farin að sýna sig og eru að fara á markað til Reykjavíkur en mesta salan er svo auðvitað páskarnir og svo meira í maí og júní,“ segir Þorvaldur Snorrason, einn eiganda. Þorvaldur segir þennan árstíma alltaf skemmtilegan inn í gróðurhúsunum, allt sé að verða meira og minna grænt og sólin gægist alltaf meira og meira inn um glerið á gróðurhúsunum. „Við erum að sá og við erum að prikla og potta og við gerum ekkert annað en að reyna að fylla þessi gróðurhús, sem við svo tæmum svo í byrjun maí. Við erum mjög stór í ræktun sumarblóma og eru með mikið úrval af þeim, til dæmis stjúpum og fjólum,“ segir Þorvaldur. Starfsmenn njóta þess að vinna inn í gróðurhúsunum á meðan það er svona kalt úti eins og hefur verið síðustu daga og spáir næstu daga áfram.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki gott að fá að vinna inni þegar það er svona kalt úti? „Jú, það er rosalegur munur. Það voru mínus átta gráður úti í dag og það eru 15 til 20 gráður hér inni, þannig að það er bara rosalega gott, ég tala nú ekki um þegar sólin er.“ Flóra, garðyrkjustöð opnar fyrir páska en þá er reiknað með að það verði nóg að gera og svo eru stærstu mánuðirnir alltaf maí og júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Garðyrkja Veður Blóm Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Á meðan það er skítakuldi úti, mikið frost, norðan garri og leiðindi þá njóta garðyrkjubændur og starfsfólk þeirra þess að vera inni og undirbúa söluna fyrir vorið. Til dæmis í Flóru, garðyrkjustöð, sem er í eigu tvennra hjóna í Hveragerði. Starfsmenn stöðvarinnar eru átta en nú eru þeir á fullu við að undirbúa opnun stöðvarinnar í lok mars. „Já, vorið er allavega komið inn í gróðurhúsin. Við erum á fullu að undirbúa vorið, fyrst aðeins páskana, en aðallega er það vorið hjá okkur núna. Fyrstu blómin eru aðeins farin að sýna sig og eru að fara á markað til Reykjavíkur en mesta salan er svo auðvitað páskarnir og svo meira í maí og júní,“ segir Þorvaldur Snorrason, einn eiganda. Þorvaldur segir þennan árstíma alltaf skemmtilegan inn í gróðurhúsunum, allt sé að verða meira og minna grænt og sólin gægist alltaf meira og meira inn um glerið á gróðurhúsunum. „Við erum að sá og við erum að prikla og potta og við gerum ekkert annað en að reyna að fylla þessi gróðurhús, sem við svo tæmum svo í byrjun maí. Við erum mjög stór í ræktun sumarblóma og eru með mikið úrval af þeim, til dæmis stjúpum og fjólum,“ segir Þorvaldur. Starfsmenn njóta þess að vinna inn í gróðurhúsunum á meðan það er svona kalt úti eins og hefur verið síðustu daga og spáir næstu daga áfram.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki gott að fá að vinna inni þegar það er svona kalt úti? „Jú, það er rosalegur munur. Það voru mínus átta gráður úti í dag og það eru 15 til 20 gráður hér inni, þannig að það er bara rosalega gott, ég tala nú ekki um þegar sólin er.“ Flóra, garðyrkjustöð opnar fyrir páska en þá er reiknað með að það verði nóg að gera og svo eru stærstu mánuðirnir alltaf maí og júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Garðyrkja Veður Blóm Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira