Blómstrandi barnamenning Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir skrifa 9. mars 2023 16:01 Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Meginmarkmiðið hér eru að auka samhæfingu og efla stefnumótun á sviði barnamenningar, að auka framboð lista, menningar- og listfræðslu fyrir börn og ungmenni í skólastarfi og að festa í sessi starfsemi barnamenningarverkefnisins List fyrir alla og Barnamenningarsjóðs Íslands. Þá er lagt til að komið verði á fót Miðstöð barnamenningar sem falin verði yfirstjórn með barnamenningarverkefninu List fyrir alla og starfsemi Barnamenningarsjóðs Íslands. Barnamenningarsjóður markaði þáttaskil Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þá var ákveðið að setja 100 milljónir árlega í sjóðinn til að efla listir og menningu í þágu barna og að hann skyldi starfa í fimm ár. Sjóðurinn hefur stutt við sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi ásamt því að stuðla að samfélagsvitund, lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu og styðja við að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá 2019 til 2022 var 371,5 milljónum króna úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands til 149 verkefna um allt land með góðum árangri. Nú þegar framhald sjóðsins er metið var ákveðið að skoða mögulega samlegð Barnamenningarsjóðsins við Barnamenningarverkefnið List fyrir alla sem sett var á laggirnar 2016, en megintilgangur þess er að miðla listviðburðum til grunnskólabarna um land allt og jafna þannig aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Með verkefninu gefst börnum og listamönnum meðal annars tækifæri til að móta og skapa listverkefni í sameiningu. Aðgengi að menningu skiptir máli Starfsemi á sviði menningar og starfsumhverfi listafólks hefur samfara samfélagslegum breytingum þróast mikið á undanförnum árum. Hafa verður í huga þá menningarlegu fjölbreytni sem býr í íslensku samfélagi og mikilvægi þess að menningarlífið endurspegli hana. Í því samhengi er mikilvægt að efla menningarlæsi í samfélaginu og tryggja öllum börnum og ungmennum aðgengi að menningarupplifunum, listfræðslu og þátttöku í listsköpun við hæfi. Fjölbreytni í menningarlífi stuðlar að jöfnuði og aukinni velsæld í samfélaginu. Aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar byggist á þeirri framtíðarsýn að menningarlæsi, menningarþátttaka og miðlun menningararfs verði veigamikil atriði í uppvexti og skólastarfi barna og ungmenna og að starfsemi á þessu sviði endurspegli fjölbreytta samsetningu þjóðarinnar og þá alþjóðlegu menningu sem býr í íslensku samfélagi. Við teljum ekki nokkurn vafa leika á að List fyrir alla og Barnamenningarsjóður komu til móts við raunverulega þörf í íslensku menningar- og listalífi. Nú er lykilatriði að byggja áfram upp á þeim góða grunni og tryggja að allar kynslóðir barna fái tækifæri til að sinna menningar- og listastarfi á sínum eigin forsendum. Það er grunnur að góðri framtíð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Katrín Jakobsdóttir Menning Börn og uppeldi Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Meginmarkmiðið hér eru að auka samhæfingu og efla stefnumótun á sviði barnamenningar, að auka framboð lista, menningar- og listfræðslu fyrir börn og ungmenni í skólastarfi og að festa í sessi starfsemi barnamenningarverkefnisins List fyrir alla og Barnamenningarsjóðs Íslands. Þá er lagt til að komið verði á fót Miðstöð barnamenningar sem falin verði yfirstjórn með barnamenningarverkefninu List fyrir alla og starfsemi Barnamenningarsjóðs Íslands. Barnamenningarsjóður markaði þáttaskil Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þá var ákveðið að setja 100 milljónir árlega í sjóðinn til að efla listir og menningu í þágu barna og að hann skyldi starfa í fimm ár. Sjóðurinn hefur stutt við sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi ásamt því að stuðla að samfélagsvitund, lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu og styðja við að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá 2019 til 2022 var 371,5 milljónum króna úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands til 149 verkefna um allt land með góðum árangri. Nú þegar framhald sjóðsins er metið var ákveðið að skoða mögulega samlegð Barnamenningarsjóðsins við Barnamenningarverkefnið List fyrir alla sem sett var á laggirnar 2016, en megintilgangur þess er að miðla listviðburðum til grunnskólabarna um land allt og jafna þannig aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Með verkefninu gefst börnum og listamönnum meðal annars tækifæri til að móta og skapa listverkefni í sameiningu. Aðgengi að menningu skiptir máli Starfsemi á sviði menningar og starfsumhverfi listafólks hefur samfara samfélagslegum breytingum þróast mikið á undanförnum árum. Hafa verður í huga þá menningarlegu fjölbreytni sem býr í íslensku samfélagi og mikilvægi þess að menningarlífið endurspegli hana. Í því samhengi er mikilvægt að efla menningarlæsi í samfélaginu og tryggja öllum börnum og ungmennum aðgengi að menningarupplifunum, listfræðslu og þátttöku í listsköpun við hæfi. Fjölbreytni í menningarlífi stuðlar að jöfnuði og aukinni velsæld í samfélaginu. Aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar byggist á þeirri framtíðarsýn að menningarlæsi, menningarþátttaka og miðlun menningararfs verði veigamikil atriði í uppvexti og skólastarfi barna og ungmenna og að starfsemi á þessu sviði endurspegli fjölbreytta samsetningu þjóðarinnar og þá alþjóðlegu menningu sem býr í íslensku samfélagi. Við teljum ekki nokkurn vafa leika á að List fyrir alla og Barnamenningarsjóður komu til móts við raunverulega þörf í íslensku menningar- og listalífi. Nú er lykilatriði að byggja áfram upp á þeim góða grunni og tryggja að allar kynslóðir barna fái tækifæri til að sinna menningar- og listastarfi á sínum eigin forsendum. Það er grunnur að góðri framtíð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun