Chad Ramey leiðir eftir fyrsta dag á Players en McIlroy byrjaði hræðilega Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 23:35 Chad Ramey lék fyrsta hringinn frábærlega. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey er í forystu eftir fyrsta hring á Players mótinu í golfi sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum í Flórída. Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins. Mótið fer fram á Sawgrass vellinum í Flórída en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Að loknum fyrsta hring er Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey í fyrsta sætinu en hann lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari. Hann fékk engan skolla og lék frábærlega. Ramey er í 225.sæti á heimslistanum og því nokkuð óvænt að hann leiði eftir fyrsta hring. Í öðru sæti er Colin Morikawa einu höggi á eftir. Morikawa er í 9.sæti heimslistans og talinn líklegur til afreka. Rory McIlroy var í miklum vandræðum í dag og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Ekki nóg með að hann sé tólf höggum á eftir Ramey heldur verður hann í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Jon Rahm, efsti maður heimslistans, var í holli með McIlroy og lauk keppni á einu höggi undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler var sömuleiðis í þessu sannkallaða stjörnuholli og er með í baráttunni eftir að hafa fengnið fugl á þremur af síðustu fjórum holunum og lokið keppni á fjórum undir pari. Högg dagsins átti hins vegar Hayden Buckley sem fór holu í höggi á 17. brautinni. Efstu menn: Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins. Mótið fer fram á Sawgrass vellinum í Flórída en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Að loknum fyrsta hring er Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey í fyrsta sætinu en hann lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari. Hann fékk engan skolla og lék frábærlega. Ramey er í 225.sæti á heimslistanum og því nokkuð óvænt að hann leiði eftir fyrsta hring. Í öðru sæti er Colin Morikawa einu höggi á eftir. Morikawa er í 9.sæti heimslistans og talinn líklegur til afreka. Rory McIlroy var í miklum vandræðum í dag og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Ekki nóg með að hann sé tólf höggum á eftir Ramey heldur verður hann í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Jon Rahm, efsti maður heimslistans, var í holli með McIlroy og lauk keppni á einu höggi undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler var sömuleiðis í þessu sannkallaða stjörnuholli og er með í baráttunni eftir að hafa fengnið fugl á þremur af síðustu fjórum holunum og lokið keppni á fjórum undir pari. Högg dagsins átti hins vegar Hayden Buckley sem fór holu í höggi á 17. brautinni. Efstu menn: Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4
Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira