Tíu ár af sameiginlegum hagsmunum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 14. mars 2023 07:01 Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Mikil vinna hafði verið lögð í það að bæta allt starfsumhverfi á sjó í nýjum og betri kjarasamningi. Skipstjórnarmenn, sem það kjósa, njóta nú aukinna lífeyrisréttinda til jafns við almenna vinnumarkaðinn. Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki bæta í þessi réttindi njóta þá í staðinn hærri útborgaðra launa. Þetta hafa skipstjórnarmenn nú umfram almenna vinnumarkaðinn – þeir hafa frelsi til að velja. Það má telja fagnaðarefni. Þessu til viðbótar hafa skipstjórnarmenn nú í fyrsta skipti tryggingu fyrir því að njóta aldrei lakari kjara en viðgengst á almenna vinnumarkaðinum. Í fyrsta sinn hafa kauptrygging og tímakaup verið tengd með beinum hætti við samninga annarra. Skipstjórnarmenn hafa þannig tryggingu fyrir því að þeir munu á gildistíma kjarasamningsins aldrei sitja eftir þegar hækkanir verða á almenna vinnumarkaðinum. Það má telja fagnaðarefni. Í þessu samhengi má heldur ekki horfa fram hjá því að íslenskir sjómenn fá hlutdeild í sölu unninnar afurðar úr landi. Þar af leiðandi er aflahlutur sjómanna gengistryggður og öll fjárfesting í landvinnslu, sölu- og markaðsstarfi, sem miðar að aukinni verðmætasköpun, skilar sér í hærri launum sjómanna. Þetta hefur orðið til þess að stétt sjómanna er sú hæst launaða hér á landi. Það má telja fagnaðarefni. Fyrrgreindar staðreyndir höfðu áhrif þegar hugað var að gildistíma nýs kjarasamnings og um það var samið að hann yrði til tíu ára. Það er að sönnu óvenjulegt, en fyrir þessu er skýr og eðlileg ástæða. Skipstjórnarmenn hafa með löngum samningi tryggingu fyrir því að þeir njóti alltaf bestu kjara, hvort sem litið er til starfa í landi eða á sjó. Það nægir raunar að horfa til þeirrar stöðu sem nú er í kjaramálum sjómanna til að fá skýra staðfestingu á þessu. Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 2017, þá nutu sjómenn þeirra hækkana sem þeir samningar kváðu á um í þrjú ár. Í ríflega þrjú ár eftir það hafa engar hækkanir orðið á kauptryggingu eða tímakaupi, enda ekki tekist að ná samningum, fyrr en nú. Með löngum samningi var því reynt að tryggja sjómenn betur og til lengri tíma. Það má telja fagnaðarefni. Með hliðsjón af fyrrgreindu er ég nokkuð hugsi yfir því að félagsmenn annarra stéttarfélaga sjómanna en skipstjórnarmanna hafi hafnað sambærilegum samningi, og í umræðu í kjölfarið hefur verið vísað til tímalengdar samningsins. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þeirri afstöðu þegar tryggingin fyrir viðvarandi bættum kjörum er jafn mikil og að ofan greinir. Úr ranni útgerða má hins vegar heyra þau sjónarmið að skemmri samningar kunni að vera hagfelldari fyrir útgerð og þar liggja aðallega tvær skýringar að baki. Í fyrsta lagi er alls óljóst hvernig samið verður á almenna vinnumarkaðinum og svigrúmið þar til launahækkana frá einum tíma til annars er líklega stöðugra og minna sveiflukennt en svigrúm í fiskveiðum. Efasemdir af hálfu útgerða hafa því alltaf verið töluverðar þegar kemur að beinni tengingu við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum, og raunar er þetta í fyrsta skipti sem höggvið er á þann hnút. Útgerðir taka því á sig þessa áhættu. Í öðru lagi verður ekki fram hjá því litið að tímabil án samninga þýða jú tímabil án aukinna kostnaðarhækkana fyrir útgerðir. Og tímabil án samninga á sjó hafa sögulega verið mörg og löng. Með því að skipta um takt hvað gildistíma kjarasamninga varðar var því reynt að rjúfa þessa óæskilegu hefð. Það má telja fagnaðarefni. Það hefur stundum verið sagt að kjarasamningar sjómanna og hlutaskiptakerfið séu torskilin, jafnvel þeim sem starfa í greininni. Á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort niðurstaða atkvæðagreiðslu sjómanna um fyrrgreinda kjarasamninga hafi verið staðfesting þess. Skipstjórnarmenn ganga hins vegar til starfa eftir niðurstöðu föstudagsins með fulla tryggingu fyrir hækkun launa næsta áratug, án nokkurs hökts. Það má telja fagnaðarefni fyrir skipstjórnarmenn og ég óska þeim til hamingju með niðurstöðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Mikil vinna hafði verið lögð í það að bæta allt starfsumhverfi á sjó í nýjum og betri kjarasamningi. Skipstjórnarmenn, sem það kjósa, njóta nú aukinna lífeyrisréttinda til jafns við almenna vinnumarkaðinn. Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki bæta í þessi réttindi njóta þá í staðinn hærri útborgaðra launa. Þetta hafa skipstjórnarmenn nú umfram almenna vinnumarkaðinn – þeir hafa frelsi til að velja. Það má telja fagnaðarefni. Þessu til viðbótar hafa skipstjórnarmenn nú í fyrsta skipti tryggingu fyrir því að njóta aldrei lakari kjara en viðgengst á almenna vinnumarkaðinum. Í fyrsta sinn hafa kauptrygging og tímakaup verið tengd með beinum hætti við samninga annarra. Skipstjórnarmenn hafa þannig tryggingu fyrir því að þeir munu á gildistíma kjarasamningsins aldrei sitja eftir þegar hækkanir verða á almenna vinnumarkaðinum. Það má telja fagnaðarefni. Í þessu samhengi má heldur ekki horfa fram hjá því að íslenskir sjómenn fá hlutdeild í sölu unninnar afurðar úr landi. Þar af leiðandi er aflahlutur sjómanna gengistryggður og öll fjárfesting í landvinnslu, sölu- og markaðsstarfi, sem miðar að aukinni verðmætasköpun, skilar sér í hærri launum sjómanna. Þetta hefur orðið til þess að stétt sjómanna er sú hæst launaða hér á landi. Það má telja fagnaðarefni. Fyrrgreindar staðreyndir höfðu áhrif þegar hugað var að gildistíma nýs kjarasamnings og um það var samið að hann yrði til tíu ára. Það er að sönnu óvenjulegt, en fyrir þessu er skýr og eðlileg ástæða. Skipstjórnarmenn hafa með löngum samningi tryggingu fyrir því að þeir njóti alltaf bestu kjara, hvort sem litið er til starfa í landi eða á sjó. Það nægir raunar að horfa til þeirrar stöðu sem nú er í kjaramálum sjómanna til að fá skýra staðfestingu á þessu. Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 2017, þá nutu sjómenn þeirra hækkana sem þeir samningar kváðu á um í þrjú ár. Í ríflega þrjú ár eftir það hafa engar hækkanir orðið á kauptryggingu eða tímakaupi, enda ekki tekist að ná samningum, fyrr en nú. Með löngum samningi var því reynt að tryggja sjómenn betur og til lengri tíma. Það má telja fagnaðarefni. Með hliðsjón af fyrrgreindu er ég nokkuð hugsi yfir því að félagsmenn annarra stéttarfélaga sjómanna en skipstjórnarmanna hafi hafnað sambærilegum samningi, og í umræðu í kjölfarið hefur verið vísað til tímalengdar samningsins. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þeirri afstöðu þegar tryggingin fyrir viðvarandi bættum kjörum er jafn mikil og að ofan greinir. Úr ranni útgerða má hins vegar heyra þau sjónarmið að skemmri samningar kunni að vera hagfelldari fyrir útgerð og þar liggja aðallega tvær skýringar að baki. Í fyrsta lagi er alls óljóst hvernig samið verður á almenna vinnumarkaðinum og svigrúmið þar til launahækkana frá einum tíma til annars er líklega stöðugra og minna sveiflukennt en svigrúm í fiskveiðum. Efasemdir af hálfu útgerða hafa því alltaf verið töluverðar þegar kemur að beinni tengingu við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum, og raunar er þetta í fyrsta skipti sem höggvið er á þann hnút. Útgerðir taka því á sig þessa áhættu. Í öðru lagi verður ekki fram hjá því litið að tímabil án samninga þýða jú tímabil án aukinna kostnaðarhækkana fyrir útgerðir. Og tímabil án samninga á sjó hafa sögulega verið mörg og löng. Með því að skipta um takt hvað gildistíma kjarasamninga varðar var því reynt að rjúfa þessa óæskilegu hefð. Það má telja fagnaðarefni. Það hefur stundum verið sagt að kjarasamningar sjómanna og hlutaskiptakerfið séu torskilin, jafnvel þeim sem starfa í greininni. Á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort niðurstaða atkvæðagreiðslu sjómanna um fyrrgreinda kjarasamninga hafi verið staðfesting þess. Skipstjórnarmenn ganga hins vegar til starfa eftir niðurstöðu föstudagsins með fulla tryggingu fyrir hækkun launa næsta áratug, án nokkurs hökts. Það má telja fagnaðarefni fyrir skipstjórnarmenn og ég óska þeim til hamingju með niðurstöðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun