KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 14:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og hennar stjórn fóru að mati KV ekki eftir settum reglum þegar Ægi var úthlutað sæti í Lengjudeild vegna brotthvarfs Kórdrengja. Vísir/Hulda Margrét Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. Um miðjan febrúar greindi Knattspyrnusamband Íslands frá þeirri ákvörðun stjórnar að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja, sem áttu sæti í Lengjudeildinni, ekki gilda. Stjórnin samþykkti þá jafnframt að færa lið Ægis upp í Lengjudeildina, en Þorlákshafnarbúar höfðu endað í 3. sæti í 2. deild í fyrra og þar með verið einu sæti frá því að komast upp í Lengjudeild. Þetta hafa Vesturbæingarnir í KV sett stórt spurningamerki við, en þeir enduðu í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Þeir kærðu ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, sem vísaði málinu frá. Það gerði nefndin meðal annars með þeim rökum að KV hefði ekki gert skýra kröfu um sæti í Lengjudeildinni, heldur aðeins farið fram á „réttmætan möguleika“ á sæti þar, og að beina hefði átt kærunni einnig að Ægi. „Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið“ Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir að nú sé búið að skjóta málinu aftur til aga- og úrskurðarnefndar sem væntanlega þarf að hafa hraðar hendur nú þegar óðum styttist í að Íslandsmótið hefjist. „Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá,“ segir Auðunn. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að almenna reglan sé sú að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild þegar liði sé vísað úr keppni. En ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hafi ekki verið veitt, eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal farið eftir þessari reglu: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Þess vegna telja forráðamenn KV sig hafa verið hlunnfarna þegar Ægi var boðið laust sæti: „Við erum bara að óska eftir því að farið sé rétt eftir reglugerðum og lögum um knattspyrnumót þegar kemur að því að Kórdrengjum sé vísað úr keppni og öðru liði boðið sæti. Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið,“ segir Auðunn sem gefur hins vegar lítið upp um það hvort að KV myndi þiggja sæti í Lengjudeild ef til þess kæmi, svo skömmu fyrir mót: „Nú er í forgangi að vinna þetta mál. Við erum bjartsýnir á góða niðurstöðu og við eigum rétt á sætinu. Þá værum við alla vega búnir að vinna það mál að KSÍ hafi ekki farið eftir settum reglum, sem er stóra málið í þessu.“ KV Lengjudeild karla KSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Um miðjan febrúar greindi Knattspyrnusamband Íslands frá þeirri ákvörðun stjórnar að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja, sem áttu sæti í Lengjudeildinni, ekki gilda. Stjórnin samþykkti þá jafnframt að færa lið Ægis upp í Lengjudeildina, en Þorlákshafnarbúar höfðu endað í 3. sæti í 2. deild í fyrra og þar með verið einu sæti frá því að komast upp í Lengjudeild. Þetta hafa Vesturbæingarnir í KV sett stórt spurningamerki við, en þeir enduðu í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Þeir kærðu ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, sem vísaði málinu frá. Það gerði nefndin meðal annars með þeim rökum að KV hefði ekki gert skýra kröfu um sæti í Lengjudeildinni, heldur aðeins farið fram á „réttmætan möguleika“ á sæti þar, og að beina hefði átt kærunni einnig að Ægi. „Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið“ Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir að nú sé búið að skjóta málinu aftur til aga- og úrskurðarnefndar sem væntanlega þarf að hafa hraðar hendur nú þegar óðum styttist í að Íslandsmótið hefjist. „Við fengum knappan tíma til að leggja fram kæru fyrst og erum betur undirbúnir núna til að koma kærunni til skila í samræmi við það sem var krafist. Nú hafa lögfræðingar okkar skrifað upp kæruna og sá formgalli ætti að vera úr sögunni sem var meginástæðan fyrir því að málinu var vísað frá,“ segir Auðunn. Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að almenna reglan sé sú að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild þegar liði sé vísað úr keppni. En ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hafi ekki verið veitt, eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal farið eftir þessari reglu: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Þess vegna telja forráðamenn KV sig hafa verið hlunnfarna þegar Ægi var boðið laust sæti: „Við erum bara að óska eftir því að farið sé rétt eftir reglugerðum og lögum um knattspyrnumót þegar kemur að því að Kórdrengjum sé vísað úr keppni og öðru liði boðið sæti. Ef farið væri eftir settum reglum ætti KV að vera boðið að fá sætið,“ segir Auðunn sem gefur hins vegar lítið upp um það hvort að KV myndi þiggja sæti í Lengjudeild ef til þess kæmi, svo skömmu fyrir mót: „Nú er í forgangi að vinna þetta mál. Við erum bjartsýnir á góða niðurstöðu og við eigum rétt á sætinu. Þá værum við alla vega búnir að vinna það mál að KSÍ hafi ekki farið eftir settum reglum, sem er stóra málið í þessu.“
„Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“
KV Lengjudeild karla KSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira