Stuðlum að vellíðan barna Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 20. mars 2023 08:00 Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í ellefta sinn í dag, 20. mars, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að vekja stjórnvöld og einstaklinga til vitundar um mikilvægi hamingjunnar. „Ég ætla að verða hamingjusamur“ Þegar John Lennon var lítill var mamma hans mjög dugleg að segja við hann að það eina sem skipti máli í lífinu væri að hann yrði hamingjusamur. Þegar hann var fimm ára og byrjaði í skólanum spurði kennarinn nemendur hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Margir vildu verða slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, atvinnumenn í fótbolta, hárgreiðslukonur og löggur. Þegar röðin kom að John Lennon sagði hann hins vegar: „Ég ætla að verða hamingjusamur.“ Kennarinn sagði að hann hefði misskilið verkefnið. John Lennon svaraði að bragði: „Þú misskilur lífið.“ Hugarfrelsi/Steinþór Rafn Matthíasson Lykilatriði hamingju barna Þegar upp er staðið er það einmitt þetta sem við viljum fyrir börnin okkur, að þau verði hamingjusöm. En hvaða þættir geta stuðlað að vellíðan barna og ungmenna? Hér eru nokkur lykilatriði: Jákvæð tengsl: Börn þrífast á jákvæðum tengslum við fjölskyldumeðlimi, jafnaldra og kennara. Að eiga náin og styðjandi tengsl við fólk sem þykir vænt um þau getur hjálpað þeim að finnast þau elskuð, metin og örugg. Jákvæð, nærandi og gefandi tengsl styrkja sjálfsálit þeirra og stuðla að vellíðan. Vinátta og jákvæð tengsl eru eitt af því dýrmætasta sem barn getur átt. Tilfinning að tilheyra: Að finnast þau tilheyra og vera samþykkt og metin sem hluti af fjölskyldu, samfélagi eða vinahópi er mikilvægt fyrir hamingju barna. Börn sem finnst þau tilheyra eru líklegri til að tengjast öðrum, vera öruggari og hafa betra sjálfsálit. Þau eru líka líklegri til að taka virkan þátt í náminu, ná betri námsárangri og hafa færri hegðunarvandamál. Tækifæri til að leika og skemmta sér: Börn þurfa tækifæri til að leika sér, vera skapandi og hafa gaman. Leikur gerir börnum kleift að kanna áhugamál sín og þróa mikilvæga félagsfærni. Að leika og skemmta sér er nauðsynlegt fyrir þroska þeirra og vellíðan. Öruggt og stöðugt umhverfi: Börn þurfa að finna fyrir öryggi á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu. Öruggt og stöðugt umhverfi snýst m.a. um að setja skýr mörk, hlúa að jákvæðum tengslum, eiga í opinskáum og heiðarlegum samskiptum og sinna tilfinningalegum þörfum barnanna. Stöðugt og fyrirsjáanlegt umhverfi getur hjálpað börnum að finna fyrir öryggi og stuðlað að velgengni og hamingju þeirra. Nám og persónulegur vöxtur: Nám og persónulegur vöxtur skiptir sköpum fyrir þroska og vellíðan barna. Nám gefur börnum tækifæri til að þróa vitræna hæfileika sína eins og minni, athygli og hæfileika til að leysa vandamál. Það getur auk þess veitt þeim tækifæri til að finna áhugamál, ástríður og hæfileika. Með því að bjóða börnum tækifæri til að læra og þroskast geta foreldrar, kennarar og umönnunaraðilar hjálpað þeim við að þróa þá færni, þekkingu og sjálfstraust sem þau þurfa til að ná árangri í lífinu. Þakklæti: Að þakka fyrir hversdagslegu atriðin í lífinu er mikilvægt fyrir hamingju barna og því gott að kenna þeim að þakka fyrir allt sem þau telja sjálfsagt eins og að fá að ganga í skóla, eiga vini, góða foreldra, tómstundir, hafa nóg að borða, hlý föt, hreint vatn að drekka og góða heilsu. Þegar börn læra að meta það góða í lífinu geta þau þróað með sér jákvæðari sýn á lífið, fundið gleði í hversdagslegum upplifunum og upplifað frið í hjarta sínu. Þakklát börn eru líka líklegri til að sýna öðrum samkennd og góðvild. Hrós: Einlægt hrós getur stuðlað að því að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Það getur einnig hjálpað til við að efla jákvæð tengsl milli barna og jafnaldra þeirra, kennara og foreldra. Þegar börn fá hrós frá öðrum getur það styrkt böndin og skapað tilfinningu um tengsl og gagnkvæma virðingu. Hrós getur einnig hvatt börn til jákvæðrar hegðunar. Þegar þau fá hrós fyrir að sýna jákvæða hegðun eins og góðvild, gjafmildi eða heiðarleika er líklegra að þau haldi áfram að sýna þessa hegðun í framtíðinni. Sköpum styðjandi umhverfi Að ala upp barn er vandasamt hlutverk. Það er ábyrgð foreldra að skapa því umhverfi til vaxtar og velfarnaðar þannig að það öðlist færni til að blómstra og eigi auðveldara með að takast á við þau ólíku verkefni sem lífið færir því, sjálfsöruggt, jákvætt og hamingjusamt. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ingrid Kuhlman Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í ellefta sinn í dag, 20. mars, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að vekja stjórnvöld og einstaklinga til vitundar um mikilvægi hamingjunnar. „Ég ætla að verða hamingjusamur“ Þegar John Lennon var lítill var mamma hans mjög dugleg að segja við hann að það eina sem skipti máli í lífinu væri að hann yrði hamingjusamur. Þegar hann var fimm ára og byrjaði í skólanum spurði kennarinn nemendur hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Margir vildu verða slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, atvinnumenn í fótbolta, hárgreiðslukonur og löggur. Þegar röðin kom að John Lennon sagði hann hins vegar: „Ég ætla að verða hamingjusamur.“ Kennarinn sagði að hann hefði misskilið verkefnið. John Lennon svaraði að bragði: „Þú misskilur lífið.“ Hugarfrelsi/Steinþór Rafn Matthíasson Lykilatriði hamingju barna Þegar upp er staðið er það einmitt þetta sem við viljum fyrir börnin okkur, að þau verði hamingjusöm. En hvaða þættir geta stuðlað að vellíðan barna og ungmenna? Hér eru nokkur lykilatriði: Jákvæð tengsl: Börn þrífast á jákvæðum tengslum við fjölskyldumeðlimi, jafnaldra og kennara. Að eiga náin og styðjandi tengsl við fólk sem þykir vænt um þau getur hjálpað þeim að finnast þau elskuð, metin og örugg. Jákvæð, nærandi og gefandi tengsl styrkja sjálfsálit þeirra og stuðla að vellíðan. Vinátta og jákvæð tengsl eru eitt af því dýrmætasta sem barn getur átt. Tilfinning að tilheyra: Að finnast þau tilheyra og vera samþykkt og metin sem hluti af fjölskyldu, samfélagi eða vinahópi er mikilvægt fyrir hamingju barna. Börn sem finnst þau tilheyra eru líklegri til að tengjast öðrum, vera öruggari og hafa betra sjálfsálit. Þau eru líka líklegri til að taka virkan þátt í náminu, ná betri námsárangri og hafa færri hegðunarvandamál. Tækifæri til að leika og skemmta sér: Börn þurfa tækifæri til að leika sér, vera skapandi og hafa gaman. Leikur gerir börnum kleift að kanna áhugamál sín og þróa mikilvæga félagsfærni. Að leika og skemmta sér er nauðsynlegt fyrir þroska þeirra og vellíðan. Öruggt og stöðugt umhverfi: Börn þurfa að finna fyrir öryggi á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu. Öruggt og stöðugt umhverfi snýst m.a. um að setja skýr mörk, hlúa að jákvæðum tengslum, eiga í opinskáum og heiðarlegum samskiptum og sinna tilfinningalegum þörfum barnanna. Stöðugt og fyrirsjáanlegt umhverfi getur hjálpað börnum að finna fyrir öryggi og stuðlað að velgengni og hamingju þeirra. Nám og persónulegur vöxtur: Nám og persónulegur vöxtur skiptir sköpum fyrir þroska og vellíðan barna. Nám gefur börnum tækifæri til að þróa vitræna hæfileika sína eins og minni, athygli og hæfileika til að leysa vandamál. Það getur auk þess veitt þeim tækifæri til að finna áhugamál, ástríður og hæfileika. Með því að bjóða börnum tækifæri til að læra og þroskast geta foreldrar, kennarar og umönnunaraðilar hjálpað þeim við að þróa þá færni, þekkingu og sjálfstraust sem þau þurfa til að ná árangri í lífinu. Þakklæti: Að þakka fyrir hversdagslegu atriðin í lífinu er mikilvægt fyrir hamingju barna og því gott að kenna þeim að þakka fyrir allt sem þau telja sjálfsagt eins og að fá að ganga í skóla, eiga vini, góða foreldra, tómstundir, hafa nóg að borða, hlý föt, hreint vatn að drekka og góða heilsu. Þegar börn læra að meta það góða í lífinu geta þau þróað með sér jákvæðari sýn á lífið, fundið gleði í hversdagslegum upplifunum og upplifað frið í hjarta sínu. Þakklát börn eru líka líklegri til að sýna öðrum samkennd og góðvild. Hrós: Einlægt hrós getur stuðlað að því að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Það getur einnig hjálpað til við að efla jákvæð tengsl milli barna og jafnaldra þeirra, kennara og foreldra. Þegar börn fá hrós frá öðrum getur það styrkt böndin og skapað tilfinningu um tengsl og gagnkvæma virðingu. Hrós getur einnig hvatt börn til jákvæðrar hegðunar. Þegar þau fá hrós fyrir að sýna jákvæða hegðun eins og góðvild, gjafmildi eða heiðarleika er líklegra að þau haldi áfram að sýna þessa hegðun í framtíðinni. Sköpum styðjandi umhverfi Að ala upp barn er vandasamt hlutverk. Það er ábyrgð foreldra að skapa því umhverfi til vaxtar og velfarnaðar þannig að það öðlist færni til að blómstra og eigi auðveldara með að takast á við þau ólíku verkefni sem lífið færir því, sjálfsöruggt, jákvætt og hamingjusamt. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar