Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2023 16:00 Ja Morant er að reyna að bjarga orðspori sínu sem er í molum eftir hegðun hans að undanförnu. AP/Karen Pulfer NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. Nokkrum klukkutímum eftir að Memphis Grizzlies mætti Denver 3. mars síðastliðinn þá birti Morant myndband af sér í beinni veifandi skammbyssu með annarri hendinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Athæfi Morant vakti upp mikla hneykslun og hann var strax settur í agabann hjá félaginu. Morant var jafnframt sendur í ráðgjafameðferð á meðferðarstofnun í Flórída. NBA deildin hefur ákveðið að Morant taki út átta leikja bann vegna framkomu sinnar. Morant fór í viðtal hjá gamla NBA-leikmanninum Jalen Rose á ESPN. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér að við höfum sjálfir komið okkur í þessa stöðu með fyrri mistökum okkar og það eina rétta í stöðunni er að við horfum inn á við og reynum að vera skynsamari og sýna meiri ábyrgð,“ sagði Ja Morant. „Mér finnst eins og áður fyrr hafi ég ekki áttað mig á því hvað er í húfi. Eftir að hafa fengið þennan tíma til að hugsa um allt saman þá átta ég mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa. Ég þarf að vera ábyrgari, klárari og halda mig í burtu frá þessum slæmu ákvörðunum,“ sagði Morant. Það fylgdi sögunni að Morant hafi eytt fimmtíu þúsund Bandaríkjadölum á næturklúbbnum eða um sjö milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Eitt af því sem Morant gæti haft áhyggjur af núna er hversu miklum peningum hann verður af við þetta. Hann fær ekki borgað fyrir þá átta leiki sem hann er í banni hjá NBA-deildinni sem er vissulega væn sunna. Það sem meira er að Morant gæti einnig misst af þrjátíu milljón dollara bónusgreiðslu. Morant átti að fá meira en þrjátíu milljónir dollar, 4,2 milljarða króna, í bónus ef hann kemst ekki í eitt af liðum ársins á tímabilinu. Morant vart með 27,1 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar málið kom upp og þótti af flestra mati vera öruggur með sæti í að minnsta kosti einu af úrvalsliðunum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Nokkrum klukkutímum eftir að Memphis Grizzlies mætti Denver 3. mars síðastliðinn þá birti Morant myndband af sér í beinni veifandi skammbyssu með annarri hendinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Athæfi Morant vakti upp mikla hneykslun og hann var strax settur í agabann hjá félaginu. Morant var jafnframt sendur í ráðgjafameðferð á meðferðarstofnun í Flórída. NBA deildin hefur ákveðið að Morant taki út átta leikja bann vegna framkomu sinnar. Morant fór í viðtal hjá gamla NBA-leikmanninum Jalen Rose á ESPN. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér að við höfum sjálfir komið okkur í þessa stöðu með fyrri mistökum okkar og það eina rétta í stöðunni er að við horfum inn á við og reynum að vera skynsamari og sýna meiri ábyrgð,“ sagði Ja Morant. „Mér finnst eins og áður fyrr hafi ég ekki áttað mig á því hvað er í húfi. Eftir að hafa fengið þennan tíma til að hugsa um allt saman þá átta ég mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa. Ég þarf að vera ábyrgari, klárari og halda mig í burtu frá þessum slæmu ákvörðunum,“ sagði Morant. Það fylgdi sögunni að Morant hafi eytt fimmtíu þúsund Bandaríkjadölum á næturklúbbnum eða um sjö milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Eitt af því sem Morant gæti haft áhyggjur af núna er hversu miklum peningum hann verður af við þetta. Hann fær ekki borgað fyrir þá átta leiki sem hann er í banni hjá NBA-deildinni sem er vissulega væn sunna. Það sem meira er að Morant gæti einnig misst af þrjátíu milljón dollara bónusgreiðslu. Morant átti að fá meira en þrjátíu milljónir dollar, 4,2 milljarða króna, í bónus ef hann kemst ekki í eitt af liðum ársins á tímabilinu. Morant vart með 27,1 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar málið kom upp og þótti af flestra mati vera öruggur með sæti í að minnsta kosti einu af úrvalsliðunum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira