CERT-IS varar við vefveiðum í gegnum smáskilaboð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2023 06:42 Gott getur verið að skoða vel vefslóðina sem beint er á. CERT-IS Netöryggis- og viðbragðsteymi CERT-IS segir ástæða til að vara við vefveiðum í gegnum smáskilaboð, sem teymið segir hafa færst í aukana á síðustu vikum. Nýmæli er að nú virðist svindlið beinast gegn rafrænum skilríkjum fólks. „Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS skilaboð sem líta út fyrir að vera frá þekktum innlendum þjónustuaðila um að bregðast þurfi við einhverju í flýti. Skilaboðunum fylgir hlekkur sem viðtakandinn verður að smella á til að bregðast við. Þegar smellt er á hlekkinn opnast svikasíða sem er nánast fullkomið afrit af síðum þekktra þjónustuaðila. Þar er viðtakandinn beðinn um ýmiskonar upplýsingar, oft kortaupplýsingar og símanúmer,“ segir í tilkynningu á vef CERT-IS. CERT-IS Þegar verið er að fiska eftir rafrænum skilríkjum fólks fara svikin þannig fram að fólk er beðið um símanúmer og seinna um að staðfesta beiðni með rafrænum skilríkjum í eigin síma. „Á sama tíma er árásaraðilinn að senda beiðni um innskráningu inn í heimabanka og með staðfestingu á rafrænum skilríkjum er árásaraðilinn kominn inn í heimabanka viðtakandans.“ Í heimabankanum getur árásaraðilinn millifært af reikningum og notað kreditkort og um leið og raunverulegur eigandi reynir að loka kortum sínum getur hinn óprúttni aðili opnað þau aftur, þar sem hann er kominn inn í heimabankann. „Um er að ræða vel skipulagðar og fágaðar herferðir sem notast við trúverðugar aðferðir til þess að lokka fólk til að samþykkja rafræn skilríki. Ekki er unnt að útiloka að fleiri slíkar svikaherferðir munu herja á íslenskt netumdæmi á komandi vikum. CERT-IS hefur átt í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og fjarskiptafélög um að bregðast hratt og vel við þegar slíkar svikaherferðir fara af stað til að koma í veg fyrir útbreiðslu og lágmarka skaða.“ CERT-IS beinir því til fólks að vera á varðbergi og hugsa sig tvisvar um áður en það fylgir leiðbeiningum sem berast með SMS. Gott er að skoða hvaðan skilaboðin eru að koma, úr hvaða númeri, og gaumgæfa skilaboðin sjálf; leita eftir lélegu málfari og/eða stafsetningu. Þá ber að skoða vefslóðina sem beint er á. „Í vafa er gott er að leita álits með því að spyrja vin eða hringja í þjónustuna til að sannreyna að um raunveruleg skilaboð sé að ræða,“ segir CERT-IS. Tölvuárásir Netöryggi Netglæpir Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
„Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS skilaboð sem líta út fyrir að vera frá þekktum innlendum þjónustuaðila um að bregðast þurfi við einhverju í flýti. Skilaboðunum fylgir hlekkur sem viðtakandinn verður að smella á til að bregðast við. Þegar smellt er á hlekkinn opnast svikasíða sem er nánast fullkomið afrit af síðum þekktra þjónustuaðila. Þar er viðtakandinn beðinn um ýmiskonar upplýsingar, oft kortaupplýsingar og símanúmer,“ segir í tilkynningu á vef CERT-IS. CERT-IS Þegar verið er að fiska eftir rafrænum skilríkjum fólks fara svikin þannig fram að fólk er beðið um símanúmer og seinna um að staðfesta beiðni með rafrænum skilríkjum í eigin síma. „Á sama tíma er árásaraðilinn að senda beiðni um innskráningu inn í heimabanka og með staðfestingu á rafrænum skilríkjum er árásaraðilinn kominn inn í heimabanka viðtakandans.“ Í heimabankanum getur árásaraðilinn millifært af reikningum og notað kreditkort og um leið og raunverulegur eigandi reynir að loka kortum sínum getur hinn óprúttni aðili opnað þau aftur, þar sem hann er kominn inn í heimabankann. „Um er að ræða vel skipulagðar og fágaðar herferðir sem notast við trúverðugar aðferðir til þess að lokka fólk til að samþykkja rafræn skilríki. Ekki er unnt að útiloka að fleiri slíkar svikaherferðir munu herja á íslenskt netumdæmi á komandi vikum. CERT-IS hefur átt í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og fjarskiptafélög um að bregðast hratt og vel við þegar slíkar svikaherferðir fara af stað til að koma í veg fyrir útbreiðslu og lágmarka skaða.“ CERT-IS beinir því til fólks að vera á varðbergi og hugsa sig tvisvar um áður en það fylgir leiðbeiningum sem berast með SMS. Gott er að skoða hvaðan skilaboðin eru að koma, úr hvaða númeri, og gaumgæfa skilaboðin sjálf; leita eftir lélegu málfari og/eða stafsetningu. Þá ber að skoða vefslóðina sem beint er á. „Í vafa er gott er að leita álits með því að spyrja vin eða hringja í þjónustuna til að sannreyna að um raunveruleg skilaboð sé að ræða,“ segir CERT-IS.
Tölvuárásir Netöryggi Netglæpir Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent