Grísk lögregla rænir og misþyrmir hælisleitendum kerfisbundið Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. mars 2023 14:31 Frá flóttamannabúðum í Eleonas í Grikklandi. Konstantinos Zilos/Getty Images Gríska lögreglan misþyrmir og rænir flóttafólk með skipulögðum hætti. Hún hefur á síðustu árum stolið meira en tveimur milljónum evra af fólkinu. Grísk stjórnvöld hafa ennfremur flutt meira en 20.000 flóttamenn yfir til Tyrklands með ólögmætum hætti. Rannsóknarblaðamenn spænska dagblaðsins El País og gríska blaðsins Solomon hafa á undanförnum sex mánuðum rannsakað meðferð grískra stjórnvalda og lögreglunnar á flóttafólki og hælisleitendum og niðurstöðurnar eru sláandi. Meira en 20.000 manns flutt ólöglega yfir til Tyrklands Á síðustu sex árum hefur lögreglan flutt yfir 20.000 manns með ólögmætum hætti yfir til Tyrklands, yfirleitt í skjóli nætur. Mannréttindasamtök á svæðinu hafa skráð hjá sér 374 tilvik þar sem þetta er gert. Áður en til þessara ólöglegu flutninga kemur hefur lögreglan safnað saman flóttafólki og hælisleitendum, bæði fólki sem komið hefur ólöglega inn í landið, sem og fólki sem er með pappírana í lagi og er með umsóknir sem hælisleitendur í gangi, lögreglan hirðir fólkið beinlínis upp af götunni og kemur því fyrir á afviknum stöðum, gömlum lögreglustöðvum eða herskálum, svo dæmi séu tekin. Þar er það geymt í nokkra daga, þar til búið er að safna 80-100 manns og þá er farið með það á litlum plastbátum yfir til Tyrklands. Lögregla hefur rænt meira en 2 milljónum evra af flóttafólki Andrés Mourenza, fréttaritari El País í Tyrklandi, og einn þeirra sem rannsakað hefur málið, lýsti meðferðinni sem þetta fólk fær áður en því er komið úr landi í nýlegu hlaðvarpi blaðsins Hann segir að lögreglumennirnir berji og misþyrmi fólkinu, dæmi eru um kynferðislegt ofbeldi og þeir hirði allar eigur þess, peninga, síma og önnur verðmæti. Varlega áætlað, segja blaðamennirnir, hafa lögreglumenn rænt á milli 2,2 til 2,8 milljónum evra af fólkinu. Í rannsókn sinni ræddu blaðamennirnir við hælisleitendur, starfsfólk opinberra stofnana sem vinnur að málefnum hælisleitenda, gríska lögreglumenn, lögfræðinga, íbúa Evros-héraðsins, austasta héraðs Grikklands, þaðan sem fólkið er flutt yfir til Tyrklands og starfsmenn mannréttindasamtaka sem starfa að málefnum flóttafólks á svæðinu. Krafa um að ESB rannsaki málið Málið hefur vakið mikla athygli innan Evrópusambandsins og nú þegar hafa nokkrir þingmenn Evrópuþingsins beint því til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hafin verði opinber rannsókn á þessum ásökunum. Ísland hefur að undanförnu sent flóttafólk, sem þegar hefur fengið vernd í Grikklandi, aftur til Grikklands og íslensk stjórnvöld fullyrða að þar sé öryggi þeirra tryggt. Athugasemd: Síðustu setningu þessarar fréttar hefur verið breytt eftir að athugasemd barst frá dómsmálaráðuneytinu. Í upprunalegri frétt sagði að Ísland hefði sent hælisleitendur til baka til Grikklands. Það er ekki rétt, fólkið sem hefur verið sent til baka til Grikklands er flóttafólk sem þegar hefur fengið vernd. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Í umfjöllun spænskra og grískra fjölmiðla kemur skýrt fram að gríska lögreglan gerir ekki greinarmun á flóttafólki og hælisleitendum. Báðir hópar eru fórnarlömb ofbeldis og misþyrminga. Hér má kynna sér umfjöllun El País um málið. Hér er hægt að hlýða á hlaðvarp El País um málið. Hér má kynna sér umfjöllun Solomon um málið. Flóttamannaráð Evrópusambandsins (ECRE) hefur einnig fjallað um þetta mál Grikkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Rannsóknarblaðamenn spænska dagblaðsins El País og gríska blaðsins Solomon hafa á undanförnum sex mánuðum rannsakað meðferð grískra stjórnvalda og lögreglunnar á flóttafólki og hælisleitendum og niðurstöðurnar eru sláandi. Meira en 20.000 manns flutt ólöglega yfir til Tyrklands Á síðustu sex árum hefur lögreglan flutt yfir 20.000 manns með ólögmætum hætti yfir til Tyrklands, yfirleitt í skjóli nætur. Mannréttindasamtök á svæðinu hafa skráð hjá sér 374 tilvik þar sem þetta er gert. Áður en til þessara ólöglegu flutninga kemur hefur lögreglan safnað saman flóttafólki og hælisleitendum, bæði fólki sem komið hefur ólöglega inn í landið, sem og fólki sem er með pappírana í lagi og er með umsóknir sem hælisleitendur í gangi, lögreglan hirðir fólkið beinlínis upp af götunni og kemur því fyrir á afviknum stöðum, gömlum lögreglustöðvum eða herskálum, svo dæmi séu tekin. Þar er það geymt í nokkra daga, þar til búið er að safna 80-100 manns og þá er farið með það á litlum plastbátum yfir til Tyrklands. Lögregla hefur rænt meira en 2 milljónum evra af flóttafólki Andrés Mourenza, fréttaritari El País í Tyrklandi, og einn þeirra sem rannsakað hefur málið, lýsti meðferðinni sem þetta fólk fær áður en því er komið úr landi í nýlegu hlaðvarpi blaðsins Hann segir að lögreglumennirnir berji og misþyrmi fólkinu, dæmi eru um kynferðislegt ofbeldi og þeir hirði allar eigur þess, peninga, síma og önnur verðmæti. Varlega áætlað, segja blaðamennirnir, hafa lögreglumenn rænt á milli 2,2 til 2,8 milljónum evra af fólkinu. Í rannsókn sinni ræddu blaðamennirnir við hælisleitendur, starfsfólk opinberra stofnana sem vinnur að málefnum hælisleitenda, gríska lögreglumenn, lögfræðinga, íbúa Evros-héraðsins, austasta héraðs Grikklands, þaðan sem fólkið er flutt yfir til Tyrklands og starfsmenn mannréttindasamtaka sem starfa að málefnum flóttafólks á svæðinu. Krafa um að ESB rannsaki málið Málið hefur vakið mikla athygli innan Evrópusambandsins og nú þegar hafa nokkrir þingmenn Evrópuþingsins beint því til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hafin verði opinber rannsókn á þessum ásökunum. Ísland hefur að undanförnu sent flóttafólk, sem þegar hefur fengið vernd í Grikklandi, aftur til Grikklands og íslensk stjórnvöld fullyrða að þar sé öryggi þeirra tryggt. Athugasemd: Síðustu setningu þessarar fréttar hefur verið breytt eftir að athugasemd barst frá dómsmálaráðuneytinu. Í upprunalegri frétt sagði að Ísland hefði sent hælisleitendur til baka til Grikklands. Það er ekki rétt, fólkið sem hefur verið sent til baka til Grikklands er flóttafólk sem þegar hefur fengið vernd. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Í umfjöllun spænskra og grískra fjölmiðla kemur skýrt fram að gríska lögreglan gerir ekki greinarmun á flóttafólki og hælisleitendum. Báðir hópar eru fórnarlömb ofbeldis og misþyrminga. Hér má kynna sér umfjöllun El País um málið. Hér er hægt að hlýða á hlaðvarp El País um málið. Hér má kynna sér umfjöllun Solomon um málið. Flóttamannaráð Evrópusambandsins (ECRE) hefur einnig fjallað um þetta mál
Grikkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“