„Með góðri frammistöðu er allt mögulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 09:00 Valsmenn fagna að loknum sigri á franska liðinu PAUC í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Vísir/Diego „Ég held að við munum koma til með að bjóða upp á sambærilega stemningu og í undanförnum leikjum. Ég hvet fólk því eindregið til að mæta,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, en hann og liðsfélagar hans mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á morgun, þriðjudag. Sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast annað kvöld og þangað eru Íslandsmeistarar Vals mættir eftir frábæran árangur í riðlakeppninni. Liðið mætir Göppingen á Hlíðarenda annað kvöld í fyrri leik liðanna og þó þýska liðið sé í lægð heima fyrir er ljóst að um hörkulið er að ræða. Það hefur verið vel mætt á leiki Vals í keppninni.Vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt og gott fyrir okkur að byrja á heimaleik. Mögulega getum við komið þeim eitthvað á óvart og reynt að sprengja upp þessa rimmu því þetta er auðvitað mjög sterkur andstæðingur. Fyrri leikurinn er gríðarlega mikilvægur og það væri vel þegið ef fólk myndi fjölmenna í höllina,“ bætti Alexander Örn við en stemningin á heimaleikjum Vals í keppninni hefur verið hreint út sagt rafmögnuð. „Þetta lyftir spennustigin upp á næsta stig, held ég sé öruggt að fullyrða. Leikmenn nærast svo auðvitað á fólksfjöldanum og látunum.“ „Þetta er gríðarlega sterkur andstæðingur og erfitt að koma á óvart á þessu stigi keppninnar en ef við höldum fast í okkar gildi, reynum að vera aggressífir og keyra upp hraðann þá mögulega getum við komið þeim á óvart. Með góðri frammistöðu er allt mögulegt,“ sagði Alexander Örn að endingu. Klippa: Alexander fyrir leikinn gegn Göppingen: Með góðri frammistöðu er allt mögulegt Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 19.45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.15. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast annað kvöld og þangað eru Íslandsmeistarar Vals mættir eftir frábæran árangur í riðlakeppninni. Liðið mætir Göppingen á Hlíðarenda annað kvöld í fyrri leik liðanna og þó þýska liðið sé í lægð heima fyrir er ljóst að um hörkulið er að ræða. Það hefur verið vel mætt á leiki Vals í keppninni.Vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt og gott fyrir okkur að byrja á heimaleik. Mögulega getum við komið þeim eitthvað á óvart og reynt að sprengja upp þessa rimmu því þetta er auðvitað mjög sterkur andstæðingur. Fyrri leikurinn er gríðarlega mikilvægur og það væri vel þegið ef fólk myndi fjölmenna í höllina,“ bætti Alexander Örn við en stemningin á heimaleikjum Vals í keppninni hefur verið hreint út sagt rafmögnuð. „Þetta lyftir spennustigin upp á næsta stig, held ég sé öruggt að fullyrða. Leikmenn nærast svo auðvitað á fólksfjöldanum og látunum.“ „Þetta er gríðarlega sterkur andstæðingur og erfitt að koma á óvart á þessu stigi keppninnar en ef við höldum fast í okkar gildi, reynum að vera aggressífir og keyra upp hraðann þá mögulega getum við komið þeim á óvart. Með góðri frammistöðu er allt mögulegt,“ sagði Alexander Örn að endingu. Klippa: Alexander fyrir leikinn gegn Göppingen: Með góðri frammistöðu er allt mögulegt Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 19.45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.15.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita