Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2023 16:00 Lewis Hamilton endaði í fimmta sæti um helgina og er í fimmta sæti eftir tvær keppnir á nýju formúlu eitt tímabili. AP/Luca Bruno Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. Hamilton hefur sjálfur unnið sjö heimsmeistaratitla og var lengi algjör yfirburðamaður í formúlunni en það hefur lítið gengið hjá honum og Mercedes bílnum síðustu tvö ár. Nú lítur út fyrir að Hamilton og félagar séu alltaf að dragast lengur og lengur aftur úr Red Bull liðinu. Lewis Hamilton has claimed that this Red Bull is the fastest car he s ever seen in F1 https://t.co/DuIz5YP8Nl— ESPN F1 (@ESPNF1) March 19, 2023 Red Bull liðið hefur unnið tvöfalt í báðum keppnunum á nýju tímabili. Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari vann þann fyrri í Barein og liðfélagi hans Sergio Pérez þann síðari í Sádí-Arabíu. Verstappen komst á pall þrátt fyrir að ræsa fimmtándi. „Ég hef aldrei áður séð svona hraðan bíl. Þegar við vorum fljótir þá vorum við ekki svona fljótir,“ sagði Lewis Hamilton við Reuters eftir kappaksturinn um helgina. 'I've never seen a car so fast', says Hamilton of Red Bull https://t.co/Ao3trmbX2R pic.twitter.com/28Umpd0xq1— Reuters (@Reuters) March 20, 2023 Hamilton sagðist hafa verið svo vonlítill að hann hafi ekki einu sinni reynt að halda aftur af Verstappen þegar hann tók fram úr honum á leiðinni úr fimmtánda sæti upp í annað sætið. „Ég reyndi ekki einu sinni að reyna að halda honum fyrir aftan mig því það er svo mikill hraðamunur á bílnum. Ég held að þetta sér hraðasti bíll sem ég hef séð ekki síst í samanburði við hina bílana í brautinni. Ég veit ekki hvernig og af hverju en það er rosalegur munur á hraða bílanna,“ sagði Hamilton. Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton hefur sjálfur unnið sjö heimsmeistaratitla og var lengi algjör yfirburðamaður í formúlunni en það hefur lítið gengið hjá honum og Mercedes bílnum síðustu tvö ár. Nú lítur út fyrir að Hamilton og félagar séu alltaf að dragast lengur og lengur aftur úr Red Bull liðinu. Lewis Hamilton has claimed that this Red Bull is the fastest car he s ever seen in F1 https://t.co/DuIz5YP8Nl— ESPN F1 (@ESPNF1) March 19, 2023 Red Bull liðið hefur unnið tvöfalt í báðum keppnunum á nýju tímabili. Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari vann þann fyrri í Barein og liðfélagi hans Sergio Pérez þann síðari í Sádí-Arabíu. Verstappen komst á pall þrátt fyrir að ræsa fimmtándi. „Ég hef aldrei áður séð svona hraðan bíl. Þegar við vorum fljótir þá vorum við ekki svona fljótir,“ sagði Lewis Hamilton við Reuters eftir kappaksturinn um helgina. 'I've never seen a car so fast', says Hamilton of Red Bull https://t.co/Ao3trmbX2R pic.twitter.com/28Umpd0xq1— Reuters (@Reuters) March 20, 2023 Hamilton sagðist hafa verið svo vonlítill að hann hafi ekki einu sinni reynt að halda aftur af Verstappen þegar hann tók fram úr honum á leiðinni úr fimmtánda sæti upp í annað sætið. „Ég reyndi ekki einu sinni að reyna að halda honum fyrir aftan mig því það er svo mikill hraðamunur á bílnum. Ég held að þetta sér hraðasti bíll sem ég hef séð ekki síst í samanburði við hina bílana í brautinni. Ég veit ekki hvernig og af hverju en það er rosalegur munur á hraða bílanna,“ sagði Hamilton.
Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira