Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. mars 2023 15:47 Helga Vala Helgadóttir og Inga Sæland tókust á á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. Inga notaði tækifærið í fundarliðnum um fundarstjórn forseta til að greina frá því að hún hafi sent inn kvörtun til forsætisnefndar þingsins vegna ummæla Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á þingi í síðustu viku. Taldi Inga að ummæli Þórunnar, sem látin voru falla í umræðu um breytingartillögu Flokks fólksins á útlendingafrumvarpinu svokallaða, hafi verið ærumeiðandi í sinn garð. „Ég kem hér upp til að bera af mér sakir því þann 15. mars síðastliðinn þá vændi háttvirtur þingmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mig um útlendingaandúð,“ sagði Inga. Sagðist hún hafa ákveðið að leggja umrædd ummæli fyrir forsætisnefnd. Þau hafi verið sérstaklega til þess fallin að kasta rýrð á hana persónulega. Ummælin hafi verið einstaklega særandi fyrir Ingu og fjölskyldu hennar Umrædd ummæli Þórunnar sem Inga kvartaði yfir Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu. Birgir Ármannsson forseti staðfesti á þingfundi að umrætt erindi Ingu til forsætisnefndar hafi borist nefndinni og yrði tekið fyrir á næsta fundi hennar. Bætti hann þó við að líta bæri svo á að það væri hlutverk sitjandi forseta að meta hvort að ummæli sem látin væru falla úr ræðustól færu yfir strikið hverju sinni. „Oft getur verið mjótt á skilsmununum á milli harkalegrar pólitískrar umræðu og þess sem telja má meiðandi fyrir einstaka þingmenn. Verður í raun og veru mat forseta á staðnum við þær aðstæður að ráða hvað það varðar,“ sagði Birgir. Inga steig þá aftur í pontu og sagði að ummæli Þórunnar hafi ekki verið beint gegn stjórnmálaflokki, heldur henni persónulega. Ræða Þórunnar Sveinbjarnardóttur var í eldlínunni á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og kom samflokksmanni sínum til varnar. Vitnaði hún beint í ræðu Þórunnar og hvatti Ingu til að lesa umrædda ræðu betur. „Vegna orða háttvirts þingmanns Ingu Sæland, er rétt að vekja athygli hennar á því að háttvirtur þingmaður Þórunn Sveinbjarnardóttir, sagði ekki að háttvirtur þingmaður væri rasisti.“ Hún hafi sagt að breytingartillaga Flokks fólksins bætti um betur. „Ekki þingmaðurinn,“ sagði Helga Vala. „Æi, hættu nú alveg,“ skaut Inga þá inn úr sæti hennar. „Það eina sem væri á ferðinni væri ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggði ekki á staðreyndum, sem byggði á útlendingaandúð,“ sagði Helga með tilvísun í ræðu Þórunnar. „Formaður Flokks fólksins, er það ekki ég, háttvirtur þingmaður Helga Vala?“ skaut Inga aftur inn í. „Ég óska eftir því að háttvirtur þingmaður og formaður Flokks fólksins, lesi ræðu háttvirts þingmanns, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, því að þar sér hún að það er ekki verið að vísa til persónunnar Ingu Sæland, heldur tillögunnar sem persónan og þingmaðurinn Inga Sæland var að leggja fram,“ sagði Helga Vala ákveðnum tón og bætti við eftirfarandi á leið úr ræðustól. „Tillögunnar. Það er alveg skýrt og það er hægt að lesa þetta á heimasíðu Alþingis“ „Ég hvet alla til að gera það,“ skaut Inga inn að lokum. „Þetta er hérna,“ heyrðist þá Helga Vala segja, sem var þó komin úr mynd í útsendingunni frá Alþingishúsinu. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi í fréttinni hér að neðan. Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Inga notaði tækifærið í fundarliðnum um fundarstjórn forseta til að greina frá því að hún hafi sent inn kvörtun til forsætisnefndar þingsins vegna ummæla Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á þingi í síðustu viku. Taldi Inga að ummæli Þórunnar, sem látin voru falla í umræðu um breytingartillögu Flokks fólksins á útlendingafrumvarpinu svokallaða, hafi verið ærumeiðandi í sinn garð. „Ég kem hér upp til að bera af mér sakir því þann 15. mars síðastliðinn þá vændi háttvirtur þingmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mig um útlendingaandúð,“ sagði Inga. Sagðist hún hafa ákveðið að leggja umrædd ummæli fyrir forsætisnefnd. Þau hafi verið sérstaklega til þess fallin að kasta rýrð á hana persónulega. Ummælin hafi verið einstaklega særandi fyrir Ingu og fjölskyldu hennar Umrædd ummæli Þórunnar sem Inga kvartaði yfir Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu. Birgir Ármannsson forseti staðfesti á þingfundi að umrætt erindi Ingu til forsætisnefndar hafi borist nefndinni og yrði tekið fyrir á næsta fundi hennar. Bætti hann þó við að líta bæri svo á að það væri hlutverk sitjandi forseta að meta hvort að ummæli sem látin væru falla úr ræðustól færu yfir strikið hverju sinni. „Oft getur verið mjótt á skilsmununum á milli harkalegrar pólitískrar umræðu og þess sem telja má meiðandi fyrir einstaka þingmenn. Verður í raun og veru mat forseta á staðnum við þær aðstæður að ráða hvað það varðar,“ sagði Birgir. Inga steig þá aftur í pontu og sagði að ummæli Þórunnar hafi ekki verið beint gegn stjórnmálaflokki, heldur henni persónulega. Ræða Þórunnar Sveinbjarnardóttur var í eldlínunni á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og kom samflokksmanni sínum til varnar. Vitnaði hún beint í ræðu Þórunnar og hvatti Ingu til að lesa umrædda ræðu betur. „Vegna orða háttvirts þingmanns Ingu Sæland, er rétt að vekja athygli hennar á því að háttvirtur þingmaður Þórunn Sveinbjarnardóttir, sagði ekki að háttvirtur þingmaður væri rasisti.“ Hún hafi sagt að breytingartillaga Flokks fólksins bætti um betur. „Ekki þingmaðurinn,“ sagði Helga Vala. „Æi, hættu nú alveg,“ skaut Inga þá inn úr sæti hennar. „Það eina sem væri á ferðinni væri ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggði ekki á staðreyndum, sem byggði á útlendingaandúð,“ sagði Helga með tilvísun í ræðu Þórunnar. „Formaður Flokks fólksins, er það ekki ég, háttvirtur þingmaður Helga Vala?“ skaut Inga aftur inn í. „Ég óska eftir því að háttvirtur þingmaður og formaður Flokks fólksins, lesi ræðu háttvirts þingmanns, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, því að þar sér hún að það er ekki verið að vísa til persónunnar Ingu Sæland, heldur tillögunnar sem persónan og þingmaðurinn Inga Sæland var að leggja fram,“ sagði Helga Vala ákveðnum tón og bætti við eftirfarandi á leið úr ræðustól. „Tillögunnar. Það er alveg skýrt og það er hægt að lesa þetta á heimasíðu Alþingis“ „Ég hvet alla til að gera það,“ skaut Inga inn að lokum. „Þetta er hérna,“ heyrðist þá Helga Vala segja, sem var þó komin úr mynd í útsendingunni frá Alþingishúsinu. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi í fréttinni hér að neðan.
Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.
Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?