Víst eru börnin leiðarljósið Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 21. mars 2023 15:02 Í síðustu viku varð frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga að lögum. Frumvarpið hefur hlotið mikla umfjöllun bæði á þingi og í samfélaginu. Um frumvarpið hafa ýmsar rangfærslur komið fram en fyrst og fremst hefur frumvarpið sætt töluverðum misskilningi, þ.e. um hvað þessum breytingum er ætlað að gera og hvað þær fela í sér. Það er mikilvægt að við getum tekið upplýsta umræðu byggða á rökum um það hvernig við ætlum að standa að þjónustu við íbúa og að það sé hægt að breyta lögum til hins betra fyrir samfélagið allt. Hér er einmitt um slíkar breytingar að ræða. Verið er að stíga skref með það að markmiði að ná betur utan um málaflokkinn og standa betur að þjónustu við þá sem til dæmis hingað leita eftir vernd. Samkvæmt lögunum er stjórnvöldum skylt að líta til hagsmuna hvers barns fyrir sig. Hagsmunir barnsins að leiðarljósi Í frumvarpinu eru skyldur lagðar á herðar mennta- og barnamálaráðuneytisins varðandi smíði og utanumhald á sérstöku hagsmunamati. Þar er verið að skerpa á lögunum hvað varðar að í hvert sinn sem unnið er með málefni barna í þessu kerfi þurfi að gera sérstakt hagsmunamat og unnin skuli reglugerð um það í samvinnu dómsmálaráðuneytis og þess ráðherra sem fer með barnaverndarmál hverju sinni. Þegar við vinnum með málefni barna, alveg sama hvort það eru börn sem eru komin hingað á flótta með fjölskyldum sínum eða fylgdarlaus börn, þarf að vinna ákveðið hagsmunamat og það þarf að skerpa á því hvernig það er unnið og leiðin til þess er að meta hverju sinni málefni hvers barns fyrir sig. Mat á hagsmunum hvers barns fyrir sig Þegar unnið er með stöðu þessara barna má ekki hugsa um fjölskylduna sem eina heild. Meta þarf hagsmuni hvers einstaklings fyrir sig. Sem dæmi má taka systkinahóp, en, þá sé ekki verið að hugsa um öll systkini saman heldur hvern og einn einstakling, hagsmunir hans séu vegnir og metnir. Það kemur fram í lögunum að reglugerð um hagsmunamat verði unnin í samvinnu dómsmálaráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis og ég fagna þeirri breytingu á lögunum vegna þess að hún setur auknar skyldur á okkur sem samfélag að gera akkúrat það sem aðilar hafa kallað eftir, það er að setja hagsmuni barna í fyrsta sæti. Það verður gert með þessari reglugerð og við erum þegar byrjuð á undirbúningssamtali við dómsmálaráðuneytið um það. Sú reglugerð verður að vera vönduð og ítarlega unnin. Ég hef trú á því að sú reglugerð muni mæta þeirri gagnrýni sem margir hafa viðrað. Hér er verið að stíga það skref að lögfesta skyldu dómsmálaráðuneytis og þess ráðuneytis sem fer með málefni barna hverju sinni að semja slíkt hagsmunamat. Framsókn hefur það að leiðarljósi í allri sinni vinnu að hagsmunir barna séu settir í fyrsta sæti og ég treysti engum betur en hæstvirtum mennta- og barnamálaráðherra í þessa vinnu. Það þarf að vera mikill sómi af því hvernig við gætum að réttindum barna á flótta og allra barna svo það sé sagt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Réttindi barna Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku varð frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga að lögum. Frumvarpið hefur hlotið mikla umfjöllun bæði á þingi og í samfélaginu. Um frumvarpið hafa ýmsar rangfærslur komið fram en fyrst og fremst hefur frumvarpið sætt töluverðum misskilningi, þ.e. um hvað þessum breytingum er ætlað að gera og hvað þær fela í sér. Það er mikilvægt að við getum tekið upplýsta umræðu byggða á rökum um það hvernig við ætlum að standa að þjónustu við íbúa og að það sé hægt að breyta lögum til hins betra fyrir samfélagið allt. Hér er einmitt um slíkar breytingar að ræða. Verið er að stíga skref með það að markmiði að ná betur utan um málaflokkinn og standa betur að þjónustu við þá sem til dæmis hingað leita eftir vernd. Samkvæmt lögunum er stjórnvöldum skylt að líta til hagsmuna hvers barns fyrir sig. Hagsmunir barnsins að leiðarljósi Í frumvarpinu eru skyldur lagðar á herðar mennta- og barnamálaráðuneytisins varðandi smíði og utanumhald á sérstöku hagsmunamati. Þar er verið að skerpa á lögunum hvað varðar að í hvert sinn sem unnið er með málefni barna í þessu kerfi þurfi að gera sérstakt hagsmunamat og unnin skuli reglugerð um það í samvinnu dómsmálaráðuneytis og þess ráðherra sem fer með barnaverndarmál hverju sinni. Þegar við vinnum með málefni barna, alveg sama hvort það eru börn sem eru komin hingað á flótta með fjölskyldum sínum eða fylgdarlaus börn, þarf að vinna ákveðið hagsmunamat og það þarf að skerpa á því hvernig það er unnið og leiðin til þess er að meta hverju sinni málefni hvers barns fyrir sig. Mat á hagsmunum hvers barns fyrir sig Þegar unnið er með stöðu þessara barna má ekki hugsa um fjölskylduna sem eina heild. Meta þarf hagsmuni hvers einstaklings fyrir sig. Sem dæmi má taka systkinahóp, en, þá sé ekki verið að hugsa um öll systkini saman heldur hvern og einn einstakling, hagsmunir hans séu vegnir og metnir. Það kemur fram í lögunum að reglugerð um hagsmunamat verði unnin í samvinnu dómsmálaráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis og ég fagna þeirri breytingu á lögunum vegna þess að hún setur auknar skyldur á okkur sem samfélag að gera akkúrat það sem aðilar hafa kallað eftir, það er að setja hagsmuni barna í fyrsta sæti. Það verður gert með þessari reglugerð og við erum þegar byrjuð á undirbúningssamtali við dómsmálaráðuneytið um það. Sú reglugerð verður að vera vönduð og ítarlega unnin. Ég hef trú á því að sú reglugerð muni mæta þeirri gagnrýni sem margir hafa viðrað. Hér er verið að stíga það skref að lögfesta skyldu dómsmálaráðuneytis og þess ráðuneytis sem fer með málefni barna hverju sinni að semja slíkt hagsmunamat. Framsókn hefur það að leiðarljósi í allri sinni vinnu að hagsmunir barna séu settir í fyrsta sæti og ég treysti engum betur en hæstvirtum mennta- og barnamálaráðherra í þessa vinnu. Það þarf að vera mikill sómi af því hvernig við gætum að réttindum barna á flótta og allra barna svo það sé sagt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun